Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 11

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 11
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Þróun fósturgreiningar Hildur Harðardóttir Höfundur er sérfræöingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum á Kvennadeild Landspítala Hringbraut. Pað er heitasta ósk allra verðandi foreldra að eignast heilbrigt barn. En frá náttúrunnar hendi er það hins vegar staðreynd að ekki fæðast allir heilbrigðir. Talið er að 3% nýfæddra barna séu með einhverja alvarlega meðfædda missmíð (congenital anomaly) en allt að 5% ef með eru talin minniháttar frávik (1). Margir verðandi foreldrar óska eftir fósturgreiningu, ef hún er þá möguleg, sérstaklega ef aukin áhætta er þekkt eins og til dæmis hár aldur móður. Algengasti litningagalli meðal lifandi fæddra barna er þrístæða 21 en af þeim er helmingur með hjartagalla (2). Lífslíkur eru góðar en mismikil andleg fötlun er ávallt fyrir hendi. Ef um aðra litningagalla er að ræða hjá fóstri, svo sem þrístæðu 13 og þrístæðu 18, þá endar meðgangan oft með fósturláti, en fæðist börnin lifandi eru lífslíkur bágar. Einstæða X litnings (monosomy X) endar nánast alltaf með fósturláti, en ef barnið er lifandi fætt eru horfur góðar, bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt atgervi. Það er því Ijóst að barn með þrístæðu 21 hefur meiri og langvinnari áhrif á líf fjölskyldna sem þau fæðast inn í samanborið við börn með ýmsa aðra litningagalla. Litningarannsóknir á íslandi Síðastliðin 23 ár hefur öllum konum 35 ára og eldri verið boðið að fara í legvatnsástungu í leit að Mynd 1. Aldur móður og líkur á litningagöllum fósturs. Heimild: Nicolaides KH, Sebire NJ, Snijders RJM. The 11-14-week scan. The diagnosis of fetal abnormalities. New York, London: The Partehenon Publishing Group; 1999. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. litningagöllum hjá fóstri, en það er vel þekkt að tíðni þrístæðna eykst með hækkandi aldri móður (mynd 1). Þegar legvatnsástungur hófust var þessi aldurs- hópur um 5% af öllum verðandi mæðrum. Lang- flestar konur í þessum aldurshópi hafa nýtt sér þennan valkost, sumar þó tvístígandi þar sem legvatnsástungan er ekki án áhættu, en allt að 0,5-1 % kvenna missir fóstur í kjölfar ástungu (fósturgrein- ingardeild, óbirtar niðurstöður). Árið 1995 var framkvæmd 451 legvatnsástunga í Reykjavík og voru langflestar vegna aldurs móður. Ástungurnar leiddu til greiningar á tveimur tilfellum af þrístæðu 21 en í kjölfarið má búast við fjórum til fimm fósturlátum, væntanlega heilbrigðra fóstra. Því þurfti að gera 225 legvatnsástungur til að greina eitt tilfelli af þrístæðu 21. Aðalástæðan fyrir fjölgun legvatnsástungna er breytt aldurssamsetning verðandi mæðra, en nú er æ algengara að konur fresti barneignum og hlutfall verðandi mæðra 35 ára og eldri er nú 13%. (Upplýsingar úr íslensku fæðingaskráningunni.) Að meta líkur á litningagalla hjá fóstri Það er ljóst að aldur móður er aðeins ein af mörgum breytum sem nota má til að meta líkur á litningagalla fósturs. Aðrar breytur, svo sem mælingar lífefnavísa í blóði móður og hnakkaþykktarmæling fósturs (nuchal translucency) má nota samhliða aldri móður til að meta hvort líkur á litningagalla fósturs séu auknar. Með þeim hætti má reikna líkindamat með tilliti til litningagalla, sérstaklega þrístæðu 13, 18 og 21, og bjóða aðeins þeim konum sem hafa óhagstætt líkindamat í aðgerð til greiningar á litningagerð fósturs. Þannig má auka fjölda greindra litningagalla á fósturskeiði meðal allra aldurshópa verðandi mæðra en samtímis fækka heildarfjölda inngripa. Hafa þarf í huga að sumir verðandi foreldrar í eldri aldurshópunum munu ekki sætta sig við óbeina aðferð, eins og líkindamat, og óska eftir legvatns- ástungu. Það mun vissulega standa þeim til boða eftir sem áður. Hins vegar býðst konum á öllum aldri líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs, sem er nýmæli hér á landi. Hefur einhver áhuga? Við sem störfum við fósturgreiningu vitum að margir verðandi foreldrar munu taka því fagnandi að fá líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs. Við Læknablaðið 2001/87 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.