Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 12

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 12
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN fáum oft fyrirspurnir varðandi lífefnaskimun, en verðandi foreldrar hafa skoðað á veraldarvefnum hvernig slík skimun fer fram víða erlendis og þykir þar sjálfsagður hluti af mæðravernd. Konur hafa óskað eftir að láta senda sýni til útlanda til lífefnaskimunar og bera kostnaðinn sjálfar, en af ýmsum ástæðum hefur sá kostur ekki verið nýttur í Reykjavík. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur hins vegar sent slík sýni til útlanda undanfarna 18 mánuði. A veraldarvefnum má einnig finna upplýs- ingar um hnakkaþykktarmælingar og líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs og svo samþætt líkindamat með ómskoðun og mælingum á lífefna- vísum. Það er ljóst að í okkar upplýsta samfélagi sættir fólk sig ekki við lakari þjónustu en veitt er í nágrannalöndunum. Einnig má spyrja hvort verjandi sé að bjóða aðeins þá þjónustu sem veitt er í dag þar sem þær aðgerðir leiða til þess að tvö heilbrigð fóstur tapast fyrir hvert eitt fóstur sem greinist með litningagalla? Síðastliðin tvö ár hefur konum, 35 ára og eldri, sem eru að íhuga að fara í legvatnsástungu verið boðin hnakkaþykktarmæling og líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs og hafa margir verðandi foreldrar endurskoðað afstöðu sína til legvatnsástungu í kjölfarið. Þannig hefur legvatns- ástungum fækkað um 200 á tveimur árum (3). Þær konur sem höfðu hagstætt líkindamat og völdu að fara ekki í legvatnsástungu hafa allar eignast heil- brigð börn. Það má því segja að ekki hafi einungis sparast 200 legvatnsástungur og sú vinna sem þeim fylgir, heldur má einnig búast við að tveimur heilbrigðum fóstrum hafi verið forðað frá fósturláti. Yngri konur sem hafa heyrt af hnakkaþykktar- mælingum hjá eldri konum eru margar ósáttar að fá ekki sömu þjónustu og vilja fá líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs, enda er um að ræða rannsókn sem getur gefið mikilvægar upplýsingar varðandi heilbrigði fósturs en hefur enga hættu í för með sér. Sumarið 2000 var gerð könnun á fósturgreiningar- deild Kvennadeildar á áhuga verðandi foreldra á nýjum möguleikum í fósturgreiningu. Þar kom fram ótvíræður áhugi á ómskoðunum í meðgöngu, fóstur- greiningu og líkindamati með tilliti til litningagalla fósturs (fósturgreiningardeild, óbirtar niðurstöður). Að fara í rannsókn sem gefur líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs ætti að vera val allra verðandi foreldra enda eru það þau sem eiga eftir að bera hitann og þungann af uppeldi og umönnun barnsins sem þau eiga í vændum. Þetta er í samræmi við tilmæli og leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (WHO) varðandi siðfræði og ráðgjöf tengda erfðafræðilegum rannsóknum á meðgöngu (4). Heimildir 1. Shepard TH. Human teratogenicity. Adv Pediatrics 1986; 33: 225-7. 2. Rowe RD, Uchida IA. Cardiac malformation in mongolism. A prospective study in 184 mongoloid children. Am J Med 1961; 31: 726-8. 3. Harðardóttir H. Hnakkaþykktarmælingar fósturs hjá konum 35 ára og eldri. Niðurstöður frá 1.1. 1999 til 31.12. 2000. Læknablaðið 2001; 87:455-7. 4. www.who.int/ncd/hgn/hgnethic.htm 400 Læknablaðið 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.