Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 15

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 15
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Ómskoðun við 18 20 vikur Reynir Tómas Geirsson Kvennadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Tómas Geirsson, Kvennadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1180/1181; bréfasími: 560 1191; netfang: reynirg@landspitali.is Lykilorð: fósturgreining, ómun, skimun, meðganga, fósturgallar. Ágrip Omskoðun við 18-20 vikna meðgöngu er víðast hvar talin sjálfsagður hluti nútíma mæðraverndar og hófst á íslandi á árunum 1984-1986. Skoðunin hefur stöðugt verið endurbætt. Skoðunartíminn var valinn með tilliti til þess sem þá og enn var talið hagkvæmast og það var byggt á allmörgum rannsóknum þar sem árangur skimunar hafði verið metinn, meðal annars í framskyggnum hendingarvalsathugunum. íslensk viðmiðunargögn voru unnin og borin saman við rannsóknarniðurstöður frá Norðurlöndum til að meta hvort nota mætti rannsóknaraðferðir og önnur viðmið þaðan. Kerfisbundið mat á meðgöngulengd, fylgjustaðsetningu og heilbrigðu útliti allra megin- líffæra fóstursins var kennt og íslenskar leiðbeiningar um ómskoðun í meðgöngu og kröfur um lágmarks- menntun á þessu sviði birtar. Skimun var nauðsynleg þar sem flestar afbrigðilegar meðgöngur eru meðal þeirra kvenna sem ekki teljast hafa neina sérstaka áhættu. Betra mat á meðgöngulengd gerði meðgöngueftirlit og fæðingaraðgerðir markvissari og fósturgreining gat gefið möguleika á að rjúfa meðgöngu ef dauðlegur eða mjög alvarlegur fóstur- galli fannst, ellegar að undirbúa viðeigandi aðgerðir til nánari greiningar, eftirlits eða meðferðar við fæðingu barnsins. Flestir alvarlegir fæðingargallar hafa fundist. Skoðunin hefur orðið að nauðsynlegum þætti mæðraverndar, sem almenningur metur. Upphaf skipulegra ómskoðana hjá þunguðum konum á íslandi A síðari hluta 20. aldar var uppgötvun ómskoðunar í þungun stærsta framfarasporið í fæðingarfræði. Ómskoðun við 18-20 vikur er nú viðurkennd sem heppilegasta aðferðin til að meta allt í senn: meðgöngulengd, fjölda fóstra, fylgjustaðsetningu og eðlilegt eða afbrigðilegt fósturútlit. Þessi skoðun tíðkast í flestum vestrænum löndum og víðar um heim og hefur verið við lýði á íslandi frá árabilinu 1984-1986, þegar almennar leiðbeiningar um óm- skoðun voru samdar og bytjað var að kenna tæknina skipulega. Notkun hátíðnihljóðbylgja til fósturgreiningar var fyrst lýst af Ian Donald og félögum í Glasgow 1959 (1). Það tók rúman áratug þar til þessi nýja tækniframför náði almennri fótfestu, einkum eftir að byrjað var að framleiða tæki sem tiltölulega auðvelt var að nota með góðri nákvæmni og þegar helstu mælingaraðferðum á fóstri og almennu notagildi ENGLISH SUMMARY Geirsson RT Ultrasound screening at 18-20 weeks Læknablaðið 2001; 87: 403-7 Ultrasound screening at 18-20 weeks gestation is widely recognized as an integral part of modern antenatal care. It was set up in lceland between 1984 and 1986 and has become steadily more advanced. The time for this basic dating and fetal assessment scan was selected in accordance with current medical knowledge, based on several cohort studies, later supplemented by results from randomized trials. Icelandic reference standards were established and the suitability of mostly Scandinavian fetal assessment methods forthe lcelandic population was evaluated. Gestational age assessment and placental localisation, along with a thoroughly performed evaluation to ascertain normal fetal anatomy, were conducted systematically. Icelandic guidelines and educational standards for conducting ultrasound were published. As most deviations from the normal, including major anomalies, are found in those not perceived to be at risk, a screening approach was necessary. Better dating of pregnancies and prenatal diagnosis allowing either termination of pregnancy in case of severe fetal anomaly or preparation for correct handling of the neonate at birth, have had a major impact on obstetric practice. Most lethal or seriously handicapped fetuses are detected. The screening scan has become a universally accepted and appreciated part of antenatal care in lceland. Key words: prenatal diagnosis, ultrasound, screening, fetal medicine, reproductive health. Correspondence: ReynirTómas Geirsson. E-mail: reynirg@landspitali.is tækninnar hafði verið lýst. Fyrsta tækið, skoskt Nuclear Enterprises tæki hannað af Donald og félögum, kom til íslands haustið 1975, á Kvennadeild Landspítalans. Saga ómskoðana á íslandi er því rúmlega aldarfjórðungs gömul. Fósturgreiningar í víðari skilningi urðu smám saman til hér á landi á árabilinu 1975-1984, með ómskoðunum, legvatns- ástungum, fylgjusýnistökum, erfðaráðgjöf og nýrri ómtækni, hreyfiómun (real-time ultrasound) sem kom til 1983 og Doppler blóðflæðirannsóknum frá 1992. Áður en skipulegar ómskoðanir við 18-20 vikur hófust, var tímasetning væntanlegrar fæðingar, Læknablaðið 2001/87 403
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.