Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 29

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 29
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING inni 882 FOSTURGREININGADÐLD C7-4 40ROB/T1 m. 13 Mar 01 TIWU MI0.8 08:38:00 Fr #105 10.7cm Map3 130dB/C 4 Persbt Med Fr Rate Med 2D OptrGen Mynd 2a. Ljósmynd affóstri íþykktarskurði (sagittal view) en þar sést Mynd 2b. Ómmynd affóstri íþykktarskurði sambœrileg við Ijósmyndina hnakkaþykktarsvœðið sem er vökvafyllt rými undir húð. á mynd 2a. íþessu sniði er hœgt að mœla bœði haus-daus lengd og Heimild: Nicolaides KH, Sebire NJ, Snijders RJM. The 11-14-week scan. The diagnosis of fetal hnakkaþykkt fÓStlirs. abnormalities. New York, London: The Partehenon Publishing Group; 1999. © Eva Pajkrt, University of Amsterdam. Birt með leyfi. hvort fóstur er lifandi og lífvænlegt. Ef fósturhjart- sláttartíðni er mjög hæg (<5. hundraðsmark) miðað við meðgöngulengd er lfklegt að fósturlát sé yfir- vofandi, eða að um sé að ræða litningagalla svo sem þrílitnun eða þrístæðu 18 (1,2). Þegar haus-daus lengd fósturs er 38 mm er eðlileg fósturhjart- sláttartíðni 169 slög á mínútu og við 84 mm 154 slög á mínútu (1). Bygging hjartans (anatomy) verður ekki metin á þessi stigi vegna smæðar, en hægt er að staðfesta rétta legu í brjóstkassa (situs solitus) og jafnvel öxul hjartans (mynd la). Byggingu höfuðs og heila má meta en æðuflækja (choroid plexus) tekur yfir heilahvelin á þessum tíma og líkist fiðrildi í þverskurði (mynd lb). Staðfesting á eðlilegri höfuðkúpu og heilahvelum útilokar heilaleysi (anencephaly) en það er algengasti miðtaugakerfis- gallinn (3). Magasekk má staðsetja og staðfesta rétta legu vinstra megin í kviðarholi (mynd lc). Nýru er ekki hægt að skoða svo snemma en þvagblöðru má sjá (mynd ld) sem er vísbending um starfandi nýru og útilokar blöðruklofa (bladder extrophy). Hendur og fætur má sjá á þessum tíma (myndir le og lf) og þannig staðfesta að allir útlimir séu fyrir hendi. Loks er hægt að mæla hnakkaþykkt fósturs, en aukin hnakkaþykkt er vísbending um litningagalla og/eða hjartagalla fósturs (4). Hnakkaþykktfósturs Aukin hnakkaþykkt þarf ekki að vera annað en tímabundin bjúgsöfnun og eðlilegt lífeðlilsfræðilegt fyrirbæri snemma á fósturskeiði. Ef hnakkaþykkt er hins vegar aukin umfram mörk sem sett eru miðað við meðgöngulengd og aldur móður, aukast líkur á litningagöllum og hjartagöllum fósturs. Margar orsakir geta leitt til þess að hnakkasvæði fósturs verði óeðlilega ómsnautt. Hyett og félagar skoðuðu hjörtu fóstra með óeðlilega litningagerð og fundu að langflest þeirra höfðu eitthvert form af hjartagalla (5). Meðal fóstra með litningaþrístæður er þrenging á ósæðarmjódd (isthmus) en víkkun á rísandi svæði ósæðar. Þetta veldur auknu blóðflæði til höfuðs og háls og leiðir það til bjúgmyndunar á hnakkasvæði, sem við ómun sést sem aukin hnakka- þykkt. Þegar líður á meðgönguna vex þvermál ósæðar á svæði ósæðarmjóddar hraðar en þvermál ósæðarlokunnar þannig að blóðflæði verður jafnara (6) . Þessi kenning getur skýrt hvers vegna bjúgur á hnakkasvæði hverfur þegar líður á meðgöngu en um 70% fóstra með þrístæðu 21 eru með aukna hnakkaþykkt við 11 vikur en aðeins 30% við 20 vikur (7) . Aukinn þrýstingur í brjóstkassa með þeim afleiðingum að blóðflæði til hjartans raskast, eins og sést við þindarslit og suma beinasjúkdóma (skeletal dysplasias), er ein af mörgum skýringum á aukinni hnakkaþykkt (8). Þá er óeðlilegt utanfrumuefni nefnt sem möguleg skýring á aukinni hnakkaþykkt fósturs. Utanfrumuefnið samanstendur af slím- sykrum (mucopolysaccharide), slímprótínum (mucoprotein) og bandvefsþráðum sem kóðað er fyrir á litningum 13,18 og 21 (9). Hjá fóstrum með þrístæður er bandvefur óeðlilega rikur af kollageni sem leiðir til óeðlilegrar vökvasöfnunar í húð. í þrístæðu 21 er of mikið af kollageni af gerð VI og hjá fóstrum með þrístæðu 13 er of mikið af kollageni af gerð IV. Þetta er talið vera vegna genskammtaáhrifa (10). Kollagen af gerð VI binst hýalúrónsýru en það er vel þekkt að hýalúrónsýra bindur mikið af vökva í vefjum (11). Oftjáning annarra gena er talin vera orsök svipgerðar þrístæðu 21. Til dæmis veldur oftjáning á amýlóíð-forprótínsgeni auknum amýlóíðútfellingum í heila og þar með snemm- kominni heilabilun (Alzheimers sjúkdómi) hjá einstaklingum með þrístæðu 21 (12). Oeðlileg myndun sogæðakerfis er enn ein orsök aukinnar Læknablaðið 2001/87 417
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.