Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 31

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 31
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING mælinguna með ómskoðun um kvið (transab- dominal) en ef lega fósturs eða líkamsbygging móður er óhagstæð er gerð ómun um leggöng (transvaginal). Við 12 vikur tekst nánast alltaf að ná hnakkaþykktar- mælingu en við 14 vikur nást mælingar aðeins í um 90% tilvika, aðallega vegna óhagstæðrar legu fósturs (16). Við allar rannsóknir er mikilvægt að hægt sé að endurtaka mælingar með áreiðanlegum hætti, innan ákveðinna skekkjumarka. Þetta er tiltölulega einfalt við ýmsar lífefnafræðilegar mælingar en við ómskoðanir má búast við að niðurstaða sé að einhverju leyti háð ómskoðaranum (operator dependent). Til að meta áreiðanleika hnakka- þykktarmælinga hefur Pandya skoðað á fram- skyggnan hátt áreiðanleika endurtekinna mælinga milli tveggja ómskoðara (inter-observer variation) og þegar sami ómskoðari endurtekur mælingarnar (intra-observer variation). Meðaltal mismunar á milli mælinga hjá sama ómskoðara var 0,52 mm en milli ómskoðara 0,62 mm (17). Þeir sem eru vanir að ómskoða eiga auðvelt með að tileinka sér hnakkaþykktarmælingar. Til að geta nýtt sér mælinguna þarf að hafa aðgang að hugbúnaði sem reiknar líkindamat með tilliti til litningagalla. Þessi hugbúnaður er útgefinn af Fetal Medicine Foundation í London og er eingöngu hægt að fá hann eftir viðeigandi þjálfun hjá stofnuninni. Þar eru reglulega haldin námskeið til þjálfunar í hnakkaþykktarmælingum sem og námskeið varðandi ýmis málefni er varða fósturgreiningu og fóstur- meðferð, ásamt umönnun þungaðra kvenna. Nám- skeiði í hnakkaþykktarmælingum lýkur með skrif- legu prófi og eftir að hafa staðist prófið þarf viðkomandi að senda inn 50 myndir af hnakka- þykktarmælingum, til að sýna fram á að hann/hún kunni að framkvæma mælinguna. Að því búnu fær hann/hún viðurkenningu stofnunarinnar um að hafa staðist kröfur þeirra og fær eintak af hugbúnaði. Jafnframt er sett upp gæðaeftirlit (audit) sem framkvæmt er á sex mánaða fresti, til að fylgjast með mælingum innan stofnunarinnar og hjá hverjum ómskoðara fyrir sig. Ef einstakar stofnanir eða einstaklingar eru utan marka þarf viðkomandi að fara aftur í þjálfun og skerpa á kunnáttunni. Aukin hnakkaþykkt og litningagallar Hækkandi aldur móður er vel þekktur áhættuþáttur fyrir litningagalla (18). Líkindamat fyrir þrístæðu 21 er reiknað út frá aldri móður, meðgöngulengd og hnakkaþykkt fósturs, það er hve mikið frávik er í mælingu frá væntanlegu gildi (mynd 5). Aldursbundnar líkur á litningagöllum eru gjarnan kallaðar grunnlíkur (a priori) en þær geta verið meiri en aldur segir til um ef konan hefur áður átt fóstur/barn með þrístæðu. Hjá fóstri með tiltekna haus-daus lengd endurspeglar hver hnakkaþykktar- Mynd 5. Hér er sýnt hvernig eðlileg hnakkaþykkt er miðað við haus-daus lengd fósturs. Heimild: Nicolaides KH, Sebire NJ, Snijders RJM. The 11-14-week scan. The diagnosis of fetal abnormalities. New York, London: The Partehenon Publishing Group; 1999. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. Mynd 6. Líkur á litningagöllum eftir meðgöngulengd. Heimild: Nicolaides KH, Sebire NJ, Snijders RJM. The 11-14-week scan. The diagnosis of fetal abnormalities. New York, London: The Partehenon Publishing Group; 1999. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. mæling stuðul sem er margfaldaður með grunnlíkum og nýtt líkindamat reiknað. Því meiri sem hnakka- þykktin er því hærri er stuðullinn og þá aukast líkur á litningagalla fósturs. Að sama skapi lækkar stuðull- inn eftir því sem hnakkaþykktarmælingin er minni með minni líkum á litningagalla en aldur móður segir til um. Við þrístæðu 21 má búast við að þriðjungur meðgangna endi með fósturláti eða fósturdauða síðar á meðgöngu (19). Þess vegna eru líkur á þrístæðu 21 háðar meðgöngulengd. Ef dæmi er tekið um 37 ára gamla konu þá eru líkur á þrístæðu 21 við 12 vikna meðgöngu 1:152 en 1:218 við fulla meðgöngu (mynd 6). Ef kona hefur áður eignast fóstur/barn með þrístæðu 21 eru líkur á þrístæðu 21 í næstu meðgöngu 0,75% hærri en aldursbundnar líkur hennar segja til Læknablaðið 2001/87 419
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.