Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 71

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 71
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Ráðgjöf til foreldra um ómskoðanir í meðgöngu Ágrip María Hreinsdóttir Fósturgreiningardeild Kvennadeildar, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: María Hreinsdóttir ljósmóðir, fósturgreiningardeild Kvennadeildar Landspítala Hrigbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1158. Netfang: mariajh@landspitali.is Lykilorð: ráðgjöf, upplýst val, fósturgreining. í þessari grein er lögð áhersla á hvemig ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk sem vinnur við mæðravernd kynnir óm- skoðanir í meðgöngu. Aðaláherslan er lögð á hlut- lausar og faglegar upplýsingar um þær ómskoðanir sem verðandi foreldrar geta valið um. Pað eru alltaf foreldrarnir sem verða að taka endanlega ákvörðun um hvað þau vilja að gert sé á meðgöngu. Inngangur Ómskoðanir á meðgöngu hófust á íslandi árið 1975, en aðeins voru skoðaðar konur í völdum tilfellum fyrstu árin. Frá árinu 1986 hefur öllum konum staðið til boða ein ómskoðun í 18.-20. viku meðgöngu og öllum konum eldri en 35 ára hefur verið boðin legvatnsástunga til greiningar á litningagerð fósturs. Nú stendur til að öllum konum verði einnig gefinn kostur á ómskoðun í 11.-13. viku meðgöngu. Ráðgjöf og upplýsingar um hvaða skoðanir eru í boði hafa ljósmæður, læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa við mæðravernd gefið. Hlutverk Ijósmæðra og lækna sem vinna við fósturgreiningu er að túlka niðurstöðu ómskoðunarinnar og veita viðeigandi ráðgjöf í kjölfar hennar. Upplýst val Allar ómskoðanir á meðgöngu eru val verðandi foreldra. Hlutverk ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og lækna sem starfa við mæðravernd er að upplýsa foreldra um hvað er í boði á faglegan og hlutlausan hátt. Þannig geta þeir tekið upplýsta ákvörðun um hvaða rannsókn þeir vilja þiggja. Flestir foreldrar velja þær rannsóknir sem eru í boði, en ávallt verða einhveijir sem kjósa að hafna öllum ómskoðunum og fósturgreiningu. Hlutverk fagfólks er að kynna á greinargóðan hátt hvað er hægt að velja um og gefa skjólstæðingum sínum svigrúm og tíma til um- hugsunar og virða ákvarðanir skjólstæðinga sinna, hverjar sem þær kunna að verða. Ráðgjöf Ráðgjöfinni má skipta í þrennt eftir hópum kvenna: 1. Konur með enga áhættuþætti (low risk women). 2. Konur með aukna áhættu vegna aldurs (high risk women). 3. Konur með aukna áhættu vegna sögu (high risk women). Konurnar í fyrsta hópnum eru líklegastar til að vita ENGIISH SUMMARY Hreinsdóttir M Counselling regarding ultrasound excaminations in pregnancy Læknablaðið 2001; 87: 459-61 In this article the focus is on how midwifes, nurses, doctors and other staff who work in prenatal care give counselling regarding ultrasound excaminations in pregnancy. The main goal is to give professional information regarding the examinations which are available so that parents truly have an informed choice. All decisions regarding the pregnancy must always be with the parents. Keywords: counselling, informed choice, prenetat diagnosis. Correspondence: María Hreinsdóttir. E-mail: mariajh@landspitali.is minnst um fósturgreiningu og að vera lftt undirbúnar fyrir því að þær gætu hugsanlega verið með fóstur með fósturgalla. Þessi hópur er stærstur, og rétt er að benda á að um 95% þeirra fósturgalla sem finnast í dag greinist innan þessa hóps. Konur í hinum hópunum eru oftast betur undirbúnar en einnig oft kvíðnari vegna sögu eða aukinnar áhættu og þurfa þær oft sérhæfðari ráðgjöf sem veitt er af sérfræðingum í bamalækningum eða erfðaráðgjöf. Mikilvægt er að það komi skýrt fram að fóstur- greining er rannsókn sem getur leitt í Ijós vandamál sem geta verið allt frá því að vera minniháttar vandamál sem hægt er að lagfæra eða alvarlegur galli eins og heilaleysi, þar sem lífsvon er engin. Gera verður foreldrum grein fyrir því að gott sé fyrir þau að vera búin að íhuga hvað taki við sé um fósturgalla að ræða. Væru þau þá tilbúin að rjúfa meðgönguna eða vildu þau undirbúa sig fyrir fæðingu barns með alvarlegan galla? Verðandi foreldrar þurfa að vita að ekki er hægt að útiloka alla fósturgalla með óm- skoðun. Hins vegar má benda þeim á að langflest böm fæðast heilbrigð. Foreldrum með sögu um fóstur- og/eða litn- ingagalla eða erfðasjúkdóma í ætt, væri æskilegt að bjóða sem allra fyrst í meðgöngunni viðtal við sérfræðing í erfðasjúkdómum. Þar er veitt ráðgjöf Læknablaðið 2001/87 459
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.