Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 85

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR samtakanna berist líka til annarra heimilislækna. Ég vona að þeir gefi sér tíma til að glugga í árbók samtakanna og vefsíðu og fylgist með umræðunni þar sem hún fer fram. I því tímaleysi sem flestir búa við getur hins vegar verið kostur að fá styttra yfirlit og getur Læknablaðið ef til vill verið góður vettvangur til þess“. Þörf fyrir almenna lækna með góða yfirsýn „I samtökum sem þessum er margt sem hægt er að læra af öðrum og þótt við séum lítil þjóð höfum við ýmsu að miðla og þannig njóta allir góðs af. Ef betur er að gáð hefur hröð þróun í læknavísindum, aukin sérhæfing og vaxandi kröfur um heilbrigðisþjónustu í sífellt breytilegum samfélögum, aukið mikilvægi frumþjónustunnar og heimilislækninga. Vaxandi kostnaður í heilbrigðisþjónustu verður í framtíðinni til þess að auka kröfur á skynsemi í skipulagi heilbrgiðskerfisins. Heimilislæknirinn er oft nefndur „generalisti“ vegna þess að hann á að hafa heildarsýn og þekkingu á skipulagi heilbrigðiskerfisins, og á þannig að vera ráðgjafi skjólstæðinga sinna. Auk þess á hann að hafa heildarupplýsingar um heilsufar sjúklings og fjölskyldu hans í samhengi við fyrri sögu hans og í tímans rás. Hann ætti þannig að vera best til þess fallinn að greina hvers kyns heilsufarsvandamál sem upp kunna að koma. Margir sjúklingar hafa lent á villigötum í völdundarhúsi heilbrigðiskerfisins vegna þess að heildarsýn og upplýsingar hefur skort. Það er ekki við einstaklinga að sakast heldur óskynsamlegt skipulag. Þáttur æðstu stjórnenda skiptir þar verulegu máli því ekki hafa verið forsendur til þess að fylgja eftir settum lögum og reglum". Efþú gœtir gefið þeim góð ráð, hver vœru þau? „Mikilvægt er að átta sig á raunhæfum þörfum á heilbrigðisþjónstu og að fólk nýti það þjónustustig sem við á hverju sinni. Eftirspurnin eftir þjónustu er endalaus og kemur til með að aukast og því brýnt að skilgreina hvaða hlutverki hver og einn á að gegna. í Bretlandi er hlutverk heimilislækna til dæmis að sjá til þess að hver og einn fái þá þjónustu sem honum ber og að hann lendi á réttum stað í kerfinu. Það tryggir meðal annars að nauðsynlegar upplýsingar um sjúklinginn fylgi honum til heilbrigðisstofnunar eða sérfræðings og að upplýsingar berist síðan til baka til heimilislæknisins. Sumir sjúklingar kaupa sér að auki sértryggingu til að bæta aðgengi að þjónustu en tryggingafélög gera mjög strangar kröfur um að upplýsingar berist á milli réttra aðila. Hagsmunir kaupanda og seljanda þjónustunnar eru gagnkvæmir en í reynd er litið svo á að frumþjónustan kaupi efri stig þjónustunnar fyrir hönd skjólstæðingsins og tryggi um leið hagsmuni hans. Vandamálið þar er reyndar að skortur er bæði á heimilislæknum og sérfræðingum þannig að mikið álag er á öllum stigum þjónustunnar og oft löng bið eftir sérfræðiþjónustu Læknablaðið spjallaði nýverið við Steinunni um gildi þátttöku íslands í starfi Evrópusamtaka lækna og um sýn hennar á stöðu heimilislækninga á íslandi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um læknaskort í greininni. Fyrst var Steinunn spurð um hvort mikill munur væri á milli hinna einstöku aðildarlanda hvað varðaði menntun og aðstæður heimilislækna: „Það er eitt af baráttumálum samtakanna að bæta menntun í heimilislækningum þannig að nám í þessari sérgrein taki að minnsta kosti þrjú ár, en það er talið æskilegt lágmark. í flestum aðildarlandanna er námið þrjú ár eða meira, en það er ekki síður innihald og skipulag þess sem máli skiptir og að það sé aðlagað breyttum tímum og áherslum. Þrátt fyrir að ekki hafi enn tekist að samræma kröfurnar um menntun heimilislækna er frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins virkt í reynd. Það sem helst hefur hamlað eru atriði eins og ólík tungumál og menning en það er einnig mikilvægt fyrir heimilislækna að þekkja vel heilbrigðiskerfi í því landi sem ætla að starfa í. Á íslandi höfum við komið ár okkar vel fyrir borð varðandi aðbúnað og stöndum þar framarlega. Kannski er það dálítið séríslenskt fyrirbæri, hvað við leggjum mikið upp úr umgjörðinni, húsnæði, tækjum og tólum. Hér eru heilsugæslustöðvar fyrst og fremst á vegum opinberra aðila og hið opinbera hefur ákveðnar skyldur samkvæmt laganna hljóðan, sem það verður að uppfylla. En það gleymist stundum að meta mannauðinn og hlutverk hans sem er kjarninn í heilbrigðiskerfinu Við getum séð hið gagnstæða í Englandi til dæmis. Þar sem ég vann bjuggu margir heimilislæknar við mjög slæmar vinnuaðstæður í óheppilegu húsnæði með þröngum stigum þar sem aðgengi var mjög slæmt til dæmis fyrir fatlaða. Hins vegar eru áhrif heimilislækna þar í heilbrigðis- þjónustunni mjög mikil því þeir eru nokkurs konar „dyraverðir“ að heilbrigðiskerfinu og hafa því mjög vel skilgreint hlutverk og góða yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sinna“. Nú erfremur stutt síðan ísland hófþátttöku íþessu samstarfi, finnst þérskipta máli að vera með? „Já, alveg tvímælalaust. Aðrar þjóðir senda allt að sex fulltrúa og hafa læknarnir jafnvel aðstoðarfólk til að fylgjast með og afla upplýsinga um það sem er að gerast í heilbrigðismálum á vegum Evrópusam- bandsins. Fulltrúar þjóðanna eiga að vera talsmenn sinna læknasamtaka um málefni er snerta hagsmuni heimilislækna í aðildarlöndunum. Hjá samtökunum skapast grundvöllur fyrir breiðri samstöðu um sameiginleg baráttumál sem komið er á framfæri á pólitískum vettvangi. En málin þokast oft hægt. Við erum aðeins tveir fulltrúar frá íslandi sem tökum þátt í samstarfinu enda fámenn þjóð og það er að ýmsu að hyggja. Ef þátttaka á að skila árangri er samt mikilvægt að boðskapur og upplýsingar um starf Læknablaðið 2001/87 473
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.