Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 7
FRfl RITSTJÓRN Ný heimsmynd í kjölfar árásanna í Bandaríkjunum Með hruni Tvíburaturn- anna á Manhattaneyju í New York í síðasta mánuði hrundu vonir okkar um friðsaman heim. Vonir okk- ar er einungis hafa heyrt um styrjaldir og hinna sem lifað hafa af ógnvænlegustu styrjaldir sem háðar hafa verið á jörðinni. Pessar styrjaldir hafa verið sérstakar fyrir marga hluta sakir. Með fyrri heimsstyrjöldinni hófst hin tæknivædda her- mennska og er óþarfi er rekja sögu síðari heims- styrjaldarinnar, utan að geta þess að í henni varð mannfall með þvílíkum hætti að ekki finnst neitt sambærilegt. Er þá ekki einvörðungu átt við mann- fall í röðum hermanna heldur ekki síður í röðum saklausra jarðarbúa. Mannfallið var ekki einvörð- ungu fyrir þær sakir að saklausir íbúar átakasvæða blönduðust í styrjaldarátök vegna búsetu sinnar heldur var í fyrsta sinn ráðist á þá sérstaklega, bæði á skipulegan hátt með það að leiðarljósi að útrýma heilu kynþáttunum og líka þannig að í fyrsta sinn var kjarnorkuvopnum beitt á þann hátt að hernað- arlega mikilvæg skotmörk voru ekki í sigtinu held- ur heimili manna. Kaldastríðið tók við þar sem friður ríkti vegna svokallaðrar gagnkvæmrar firr- ingar sem gekk út á frið eða gjöreyðingu. Þessu ástandi fylgdi töluverð skerðing á frelsi einstakling- anna hjá öðrum kaldastríðsaðiianum en stöðugri hræðslu um kjarnorkuvá, fimbulkulda og dauða hjá hinum. Sú spennitreyja var engum eftirsjá þá járntjaldið hrundi, enda fóru í hönd hagvaxtartím- ar í okkar heimshluta. Pað eru því sérstök ónot og óvissa sem fylgja ástandi friðarmála á jörðinni í dag, ástandi sem líkt hefur verið við styrjöld. Þessi styrjöld hefur fylgt styrjaldarþróun aldarinnar sérstaklega vel vegna þeirrar sérstöðu sem hún hefur markað sér með því, að þar eru saklausir borgarar fyrsta og helsta skotmarkið, óvinurinn er óþekktur og sýnileg markmið hans eru ekki ljós nema ef vera skyldi að drepa. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar fjölda látinna í hryðjuverkaárásinni í Bandaríkjunum þann 11. september síðastliðinn en talið er að um 6700 manns hafi látist í árásinni. Einungis björguðust fimm einstaklingar úr rústun- um árásardaginn og aðeins einum var bjargað dag- inn eftir, en frá þeim tíma hefur enginn fundist á lífi í rústunum. Tæplega 300 lík hafa fundist og af þeim hefur einungis verði unnt að bera kennsl á um 150. Af þessu má ráða að annað hvort hafi einstakling- arnir er lentu í harmleiknum komist af með minni- háttar líkamlega áverka ellegar látist. Herlæknar árásarinnar í Bandaríkjunum eru því réttarlæknar sem ásamt samstarfsfólki hafa þurft að bera kennsl á hina látnu og reyna að ráða í þá tugþúsund sund- urlausu líkamsparta er fundist hafa og eru enn án persónueinkenna. Herlæknarnir eru líka geðlækn- ar sem ásamt samstarfsfólki hafa reyna að lækna sálræna áverka aðstandenda þeirra er létust og annarra er hjá kviknaði ótti og kvíði við árásina. Ætla má að hlutverk geðlækna eigi eftir að aukast, þar sem kvíðanum og óttanum mun að öllum líkindum fylgja aukning geðrænna vandamála, einkum hjá börnum, enda var það eitt af fyrstu til- mælunum til almennings í Bandaríkjunum að huga að sálarástandi barna sinna og kynna þeim hina nýju og grimmu heimsmynd á sem mildilegastan hátt. Heimsmynd sem felur í sér að flugvélarhljóð yfir höfði þýðir ekki lengur gleðilega heimkomu ættingja heldur ótta um eyðileggingu og dauða. Herlæknar þessa nýja stríðs koma ekki einvörð- ungu til með að vinna á vígvöllunum fjarri heimil- um sínum heldur á vígvellinum sem nú er heima hjá hverjum og einum. Par munu læknar þurfa að kljást við ýmis vandamál er fylgja stríðsrekstri sem þessum, vandamál er tengjast notkun sýkla og eit- urefna, eitthvað sem hingað til hefur verið óþekkt í okkar heimshluta. Á átakasvæðunum munu áverk- ar er tengjast stríðsrekstri vera augljósir bæði vegna hertólanna sjálfra en líka vegna slysa er af hljótast er stórir hópar hermanna eru fluttir milli staða og eitt er víst að sama hversu vopnin eru full- komin þá verða alltaf saklausir þegnar fyrir áverk- um og dauða. Búast má við að hernaðarátökin auki á hryðjuverk fjarri átakasvæðum og það leiðir okk- ur enn að aðalatriðinu varðandi það ófriðarbál sem nú hefur verið tendrað, en það er að það logar á lóðinni okkar. Óbeinu áhrif þessa ástands verða ef til vill enn meiri og af áður óþekktum toga. Versn- andi efnahagsástand sem fylgir stóráföllum sem þessum getur kallað yfir líkamleg, andleg og félags- leg vandamál þegnanna, auk þess sem lausnir ým- issa heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála er ekki tengjast herrekstrinum verði látnar sitja á hakanum. Þannig snertir þessi nýja heimsmynd okkur öll og ekki hvað síst lækna sem ber að vera bjartsýnir og búa sig undir það versta. Hannes Petersen Höfundur er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á Landspítala Fossvogi. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Töfvuunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenli. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Sérstaklega þarf að semja unt birtingu litniynda. Eftir lokafrágang berisl allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2001/87 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.