Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRETTIR / LOFTFÉLAGIÐ Hinir gleymdu sjúkdómar Forystumenn Loftfélagsins. Loftfélagið, áhugafólk um öndun Loftfélagið, áhugafólk um öndun, nefnist sam- starfsverkefni sem vinnuhópur á vegum landlæknis- embættisins, tóbaksvarnarnefndar, Félags lungna- hjúkrunarfræðinga og GlaxoSmithKline hefur hrundið af stað. Meðal þess sem samstarfsverkefnið beinist að er endumýjun blástursmælitækja (spiro- metry) á heilsugæslustöðvum um land allt. Ört vax- andi tíðni lungnasjúkdóma, sér í lagi langvinnrar lungnateppu, kallar að mati samstarfsaðilanna á víðtækt samstarf innan heilbrigðiskerfisins. Talið er að 16.000 til 18.000 manns þjáist af völdum lang- vinnrar lungnateppu hér á landi. Orsökin fyrir því að tíðni langvinnrar lungna- teppu hefur aukist, er aðallega sú að fjölmennir árgangar áranna 1930 til 1965 eru að færast upp aldursstigann, en reykingar hafa verið nokkuð út- breiddar meðal þeirra. Um 90% þeirra sem þjást af völdum sjúkdómanna eru reykingamenn. Haldi fram sem horfir er talið að langvinnir lungnateppusjúkdómar verði þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi á næstu 20 árum. Jafn- framt má gera ráð fyrir því að öryrkjum af völdum þeirra fjölgi. I dag eru þeir 12. algengasta orsök örorku hér á landi en að öllu óbreyttu mun lang- vinn lungnateppa verða fimmta algengasta orsök örorku. Pessir illvígu sjukdómar eru í sókn víðast hvar í heiminum um þessar mundir. Af þeim sökum var ýtt úr vör í apríl síðastliðnum alþjóðlega átakinu COPD-GOLD, sem miðar að því að auka vitund jafnt heilbrigðisyfirvalda sem almennings á þess- um vaxandi vanda. Langvinnir lungnateppusjúk- dómar hafa meðal annars verið nefndir „hinir gleymdu sjúkdómar“ sökum þess hversu mjög þeir hafa orðið útundan í vitund almennings. Fyrir tilstuðlan Loftfélagsins munu alls 26 heilsugæslustöðvar, eða um þriðjungur allra heilsugæslustöðva, fá ný blástursmælitæki af gerð- inni Spiro 2000 til eignar. Straum af kostnaði við kaup á tækjunum stendur GlaxoSmithKline, en fyrirtækið mun ásamt öðrum aðilum vinnuhópsins fylgja afhendingunni eftir meðal annars með út- gáfu fræðsluefnis og með kynningarfundum, þar sem starfsfólki heilsugæslustöðvanna gefst kostur á að kynna sér tækin. Heilsugæslustöðvarnar voru valdar í samráði við landlækni, að lokinni athugun á tækjakosti heilsugæslustöðva á landinu til blást- ursmælinga. Vonir standa til að hin nýju tæki muni, ásamt fræðslu- og upplýsingastarfi Loftfélagsins, verða til þess að lungnaeftirlit með blástursmælingum verði að föstum lið innan heilsugæslunnar. Helsti vand- inn sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir samfara aukinni tíðni langvinnra lungnateppu- sjúkdóma er, hversu seint á sjúkdómsferlinu þeir greinast, með þeim afleiðingum að fáum úrræðum er til að dreifa. Jafnframt bendir Loftfélagið á að með reglu- bundnum blástursmælingum megi auka til muna tiltækar upplýsingar um ástand lungnaheilbrigðis hverju sinni, sem aftur mun gera ákvarðanir innan heilbrigðiskerfisins á þessu sviði markvissari en ella. Ur fréttatilkynningu Læknablaðið 2001/87 835
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.