Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 20

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 20
FRÆÐIGREINAR / ÍFARANDI SVEPPASÝKINGAR Inngangur A undanförnum árum hefur tíðni ífarandi sveppa- sýkinga aukist víðast hvar í hinum vestræna heimi (1,2). Af slíkum sýkingum eru blóðsýkingar af völd- um Candida gersveppa langalgengastar. Meðal þeirra sem eru í aukinni hættu á að fá blóðsýkingar af völdum sveppa eru fyrirburar og börn með alvarlega sjúkdóma svo sem krabbamein, meltingarfærasjúk- dóma og ónæmisgalla. í Bandaríkjunum hefur orðið allt að ellefuföld aukning á nýgengi sveppasýkinga í blóði á undanförnum 20 árum hjá umræddum sjúk- lingahópi (1,3,4). Dánartíðni sem rekja má beint til sýkingarinnar er lægri hjá börnum en fullorðnum en er samt sem áður allhá eða allt að 26% (1,3). Er því í auknum mæli lögð áhersla á að koma í veg fyrir þess- ar sýkingar. Algengasta smitleið gersveppa er frá húð í djúpa æðaleggi og þaðan í blóð, en einnig getur sýking átt sér stað ef rof verður í meltingarfæraslímhúð. Rann- sóknir á ungbörnum hafa sýnt að algengast er að sýklun með Candida eigi sér stað eftir fæðingu en ekki frá móður við fæðingu. Gersveppir berast meðal annars frá höndum starfsfólks og með menguðum innrennslisvökvum (5). í kjölfarið geta Candida ger- sveppir sýklað æðaleggi, þvagfæri og meltingarveg og er sýklun mikilvægur áhættuþáttur blóðsýkingar (6). Stór hluti barna sem sýkist hefur legið lengi á gjör- gæsludeild/vökudeild, fengið breiðvirka sýklalyfja- meðferð, haft djúpa æðaleggi og fengið næringu í æð (4,7). Ef brugðist er skjótt við sýkingunni með viðeig- andi meðferð er mögulegt að koma í veg fyrir að hún dreifist úr blóði til innri líffæra. Hins vegar getur greining dreifðrar sveppasýkingar verið torveld og meðferð seinkað af þeim sökum. Onæmisbæld börn, svo sem fyrirburar og börn með illkynja sjúkdóma, eru í sérlega mikilli hættu á að fá dreifða sveppasýk- ingu (8) sem getur til að mynda borist til hjarta, nýrna, augna og lungna. I kjölfar öflugri krabba- meinslyfjameðferðar við bráðahvítblæði hefur sveppasýking í lifur og milta (hepatosplenic candi- diasis) greinst í vaxandi mæli hjá þessum sjúklingum (9). Aðrar sýkingarmyndir virðast jafnframt hafa færst í vöxt. Börn sem haldin eru langvarandi mið- taugakerfissjúkdómum og hafa gengist undir skurð- aðgerð á höfði eða fengið breiðvirka sýklalyfjameð- ferð eru í aukinni hættu á að fá heilahimnubólgu af völdum sveppa (10,11). Aðrar alvarlegar sveppasýkingar, svo sem ífarandi sýkingar af völdum myglusveppa, oftast Aspergillus fumigatus, herja aðallega á börn með hvítkornafæð af völdum illkynja sjúkdóma. Sumar erlendar rann- sóknir hafa sýnt að yfir 15% barna með bráðahvít- blæði fá ífarandi Aspergillus sýkingar og eru horfur þeirra slæmar (12,13). Tíðni alvarlegra sveppasýkinga hjá börnum hefur ekki verið könnuð á íslandi en margt bendir til þess að hún fari vaxandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði og sýklafræði blóðsýk- inga og annarra ífarandi sýkinga af völdum Candida sp. og Aspergillus sp. hjá börnum hérlendis. Efniviður og aðferðir Öflun upplýsinga og leyfa: Rannsóknin var aftur- skyggn. Tölvunefnd, vísindasiðanefnd, svo og yfir- læknar viðkomandi deilda veittu leyfi til aðgangs og notkunar á upplýsingum úr sjúkraskrám og gagna- grunnum rannsóknadeilda. Kannaðar voru klínískar upplýsingar um öll börn á Islandi, 16 ára og yngri, sem greindust með sveppasýkingu í blóði eða heila- himnubólgu af völdum sveppa á árunum 1980-1999. Sjúklingar voru fundnir samkvæmt niðurstöðum blóð- og mænuvökvaræktana á sýklarannsóknadeild- um Landspítala Hringbraut, Landspítala Fossvogi og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á rannsóknar- tímabilinu. Niðurstöður krufninga og vefjarannsókna á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði voru einnig kannaðar fyrir sama tímabil. Skrár barna er greindust með sveppasýkingu í fylgju, lifur, milta, nýr- um, lungum eða miðtaugakerfi voru skoðaðar nánar. Sjúklingar: Farið var yfir sjúkraskrár og klínískar upplýsingar skráðar. Eftirfarandi atriði voru könnuð sérstaklega: Astæða innlagnar, ástæður blóðræktun- ar og einkenni við blóðræktun, aðgerðir, aðrir sjúk- dómar, djúpir æðaleggir og hvort/hvenær þeir voru fjarlægðir, aðrar sýkingar á undanfarandi tveimur vikum, lyf sem sjúklingur var á er dregið var í blóð- ræktun, fyrri sýklalyfjanotkun, fjöldi jákvæðra blóð- ræktana og önnur sýni sem sveppir ræktuðust frá. Pá voru niðurstöður myndgreiningarrannsókna (sér í lagi hjartaómskoðana og tölvusneiðmynda) kannað- ar. Upplýsingar um meðferð (sveppalyfjameðferð, hvort æðaleggir voru fjarlægðir og þá hvenær, skurð- aðgerðir) og afdrif voru einnig skráðar. Stuðst var við upplýsingar úr þjóðskrá um afdrif sjúklinga þann 31. desember 1999. Sjúklingur var talinn hafa fengið blóðsýkingu ef sveppir ræktuðust úr að minnsta kosti einni blóð- ræktun. Sami sjúklingur var talinn hafa fengið tvær aðskildar sýkingar ef meira en tvær vikur liðu milli jákvæðra blóðræktana. Við skiptingu sýkinga eftir deildum var miðað við þá deild sem sjúklingur lá á þegar sýkingin greindist. Við mat á staðsetningu sýkingar var æðaleggssýk- ing skilgreind sem jákvæð ræktun frá enda æðaleggs. Æðaleggir voru ekki alltaf fjarlægðir og sendir í rækt- un enda þótt sveppasýking í blóði hefði greinst og má því ætla að hlutfall æðaleggssýkinga sé lægra en ef rýmri skilmerki (roði eða önnur sýkingarmerki í húð, hröð hitalækkun eftir að leggur er fjarlægður) hefðu verið notuð. Við skráningu á hvort djúpir æðaleggir hefðu verið fjarlægðir var miðað við að leggur væri fjarlægður innan tveggja sólarhringa frá því að upp- lýsingar um jákvæða blóðræktun lágu fyrir. 784 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.