Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR barna með svefnraskanir og geti varpað ljósi á al- gengi, orsakir og alvarleika þessa sjúkdómsástands. Svefnrannsóknir geta einnig auðveldað val þeirra barna sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða öndunarvélarmeðferð við kæfi- svefni eða lyfjameðferð við vélindabakflæði. Inngangur Kæfisvefn (obstructive apnea) er algengur sjúkdóm- ur sem einkennist af háværum hrotum, endurteknum öndunarhléum og óværum svefni (1,2). Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar bæði hér á íslandi og erlendis sem varpað hafa ljósi á algengi, orsakir og alvarleika kæfisvefns hjá fullorðnum einstaklingum (3-6). Samkvæmt þessum rannsóknum eru kvörtun- areinkenni sjúklinga með kæfisvefn fyrst og fremst dagsyfja og dagþreyta en yfir 70% af þessum einstak- lingum eru of þungir (3-6). Þótt almennt sé minna vitað um kæfisvefn hjá börnum, er talið að mun færri börn með kæfisvefn þjáist af offitu í samanburði við fullorðna einstaklinga og eins er dagsyfja álitin sjald- gæfari (7,8). Of stórir háls- og/eða nefkirtlar eru tald- ir liggja til grundvallar kæfisvefni hjá börnum í yfir 60% tilvika. Andstætt því sem er hjá fullorðnum, eru hrotur slakari mælikvarði á kæfisvefn hjá bömum (8,9). Einkenni kæfisvefns hjá börnum eru hins vegar oftar þau að það hægir á önduninni hjá barninu (hypopnea), en börnum er mun hættara við en full- orðnum að falla í súrefnismettun þegar hægir á önd- uninni í svefni, sér í lagi í draumasvefni (rapid eye movement, REM svefni) sem leiðir til þess að barnið vaknar (arousal) eða hvfldarsvefn minnkar (10,11). Mörg eldri börn sem leitað er með til lækna vegna svefnröskunar kvarta um óljósa magaverki sem oft eru í uppmagálssvæði (epigastrium). Orsakir þessara verkja eru oft óljósar og hafa lítið verið rannsakaðar og ekki hjá yngstu börnunum. F>ar sem bakflæði til vélinda er algengur kvilli sem getur valdið uppmagáls- verkjum er ekki ólíklegt að sjúklegt bakflæði til vélinda geti legið til grundvallar þessum einkennum barnanna, að minnsta kosti í sumum tilvikum. Bak- flæðissjúkdómur til vélinda getur komið fram á öllum aldri og ástæður sjúkdómsins geta verið margvísleg- ar, meðal annars út frá seinkaðri magatæmingu, van- þroska hringvöðva á mótum maga og vélinda og/eða vegna kæfisvefns. Astæða þess síðastnefnda er meðal annars sú að við kæfisvefn hækkar mjög neikvæður þrýstingur í loftvegum og fleiðruholi sem getur or- sakað breytingu á afstöðu hringvöðvans á mótum maga og vélindaops. Einnig geta yfirþanin lungu auk- ið á þrýsting í kviðarholi og valdið bakflæði. Bakflæð- ið getur síðan haft áhrif á lungnastarfsemi, meðal annars með því að stuðla að berkjusamdrætti, auk- inni slímframleiðslu í öndunarvegi og lækkaðri súr- efnismettun í blóði hjá þessum einstaklingum og get- ur það valdið svefnröskun (12,13). Þetta vandamál hefur lítið verið rannsakað hjá íslenskum börnum. Markmið rannsóknarinnar var að leita að vefrænum orsökum svefnraskana og meta alvarleika þeirra og meðferðarmöguleika hjá börnum sem vísað var til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna svefn- truflana. Efniviður og aðferðir Börn á aldrinum 0-18 ára sem vísað var til barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur (nú Landspítala Fossvogi) vegna svefntruflana voru rannsökuð með svefnrannsóknartækinu EMBLA (Flaga hf., Reykja- vík) með samþykki foreldra. Skýrt var ítarlega út fyrir foreldri/foreldrum sérhvers barns og fyrir barninu sjálfu (ef aldur var til) öll aðferðarfræði sem beitt er ásamt upplýsingagildi rannsóknarinnar. Ekki voru notuð stöðluð eyðublöð við upplýsingasöfnun. Niðurstöður eru birtar yfir 190 börn sem rannsökuð voru vegna svefnröskunar. Helstu einkenni svefn- röskunar og ábending fyrir svefnrannsókn, talið frá algengari til fátíðari einkenna, voru eftirfarandi: barnið vaknar oft (3-12 sinnum) á nóttu (85%), hrot- ur (75%), ælur og/eða tíð uppköst (45%), næturhósti (25%), skapgerðarbrestir og/eða breyting á skapgerð (16%), dagþreyta (11%), námsröskun (6%), ofvirkni (6%), athyglibrestur (6%), seinþroski (4%) og undir- miga (3%). Flest barnanna höfðu fleiri en eitl ein- kenni. Einnig voru nokkrir einstaklingar með vöðva- rýrnunarsjúkdóma rannsakaðir. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru yfirfarnar og metnar af sérfræðingi í öndunarfærasjúkdómum barna og bornar saman við niðurstöður svefnrannsókna á börnum sem hafa verið rannsökuð í nágrannalöndum okkar og í Bandaríkjunum, þar sem meðalgildi/viðmiðunargildi yfir svefnmunstur barna á mismunandi aldursskeiði koma fram (7,10). Börnin voru lögð inn í sérstakt svefnrannsóknar- herbergi á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur yfir nótt og var svefnmunstur þeirra skoðað með svefn- rannsóknartækinu EMBLA, en tækið og allur til- heyrandi búnaður og tölvukerfi tengt tækinu voru gefin til barnadeildar sjúkrahússins í ársbyrjun 1999 af Thorvaldsensfélaginu. Tækið hefur 16 rásir sem safna upplýsingum um svefnmunstur og öndunar- hreyfingar barnsins en með tækinu má skoða börn á öllum aldri, frá nýburum til fullorðinsára. Skráðar voru upplýsingar um augnhreyfingar og heilalínurits- bylgjur ásamt vöðvaspennu til greiningar svefnstiga (svefnstig I-IV ásamt draumasvefni). Til að nema öndunarhreyfingar voru notuð sérstök belti utan um brjósthol og kviðarhol sem mæla öndunarhreyfingar en upplýsingarnar voru skráðar inn í sérstakt tölvu- forrit (Somnologica; Flaga. Reykjavík) til úrvinnslu. Sérstakir nemar voru notaðir til að mæla loftflæði um nef og munn. Útlimahreyfingar og vöðvaspenna í út- limum var einnig mæld til að meta óróleika í svefni, auk þess sem hjartalínurit var tekið og súrefnismett- un mæld. Einnig voru notaðir sérstakir nemar sem 800 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.