Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / HÓMÓCYSTEIN, FÓLAT, KÓBALAMÍN einnig sýnd í töflu II, bæði fyrir karla, konur og hóp- inn óskiptan. 95% mörk fyrir hópinn óskiptan reynd- ust vera 6,9-39,0 nmól/L fyrir fólat og 180-792 pmól/L fyrir kóbalamín. Þegar niðurstöður fólatmælinga eru skoðaðar sést að viðmiðunarmörk kvenna eru viðari en karla, því gildin eru dreifðari í kvennahópnum, fleiri konur hafa lágan fólatstyrk í sermi en um leið eru fleiri konur en karlar með háan styrk (tafla I). Ennfremur má sjá að konur hafa að meðaltali um 2 nmól/L meira fólat í sermi en karlar, eða 18,0 nmól/L miðað við 16,1 nmól/L í körlum og er þessi munur marktækur (p<0,02). Styrkur kóbalamíns í sermi mælist hins vegar heldur hærri í körlum en konum en munurinn milli kynjanna er minni en í hinum efnun- um tveimur, Hcy og fólati, og ekki marktækur. Mæli- gildi kvennanna dreifast einnig meira hér, eins og sjá má í töflu I, það er fleiri konur eru með lágan og háan kóbalamínstyrk í sermi heldur en karlar. Við mat á rannsóknarniðurstöðum hjá sjúklingum eru viðmið- unarmörk að jafnaði ekki kynjaskipt, ef munurinn á mæligildum karla og kvenna hefur ekki læknisfræði- lega þýðingu. Samband Hcy og vítamínanna fólats og kóbal- amíns var skoðað tölfræðilega í rannsóknarhópun- um. Reiknuð var línuleg fylgni milli mæligilda fyrir fólat og kóbalamín og Hcy í rannsóknarhópnum og eru niðurstöður sýndar í töflu II. Neikvæð línuleg fylgni er milli fólats og Hcy og er fylgnistuðullinn -0,39 (p<0,01) í óskiptum hópnum og eins er fylgnin mark- tæk ef kynin eru skoðuð sitt í hvoru lagi. Neikvæð línuleg fylgni er milli kóbalamíns og Hcy þar sem fylgnistuðullinn er -0,20, þegar hópurinn er skoðaður óskiptur og er sú fylgni einnig tölfræðilega marktæk (p<0,01) í hópi karla en ekki kvenna. Umræða Þar sem mæling á Hcy í plasma er orðinn mikilvægur þáttur í áhættumati varðandi hjarta- og æðasjúkdóma (14,15) var nauðsynlegt að fá íslensk viðmiðunar- mörk fyrir bæði karla og konur. Samanburður við aðrar rannsóknir sýnir að Danir (126 konur og 106 karlar) hafa svipuð Hcy gildi og íslendingar en við- miðunarmörk sem reiknuð voru með óstikabundinni aðferð í nýlegri rannsókn í Danmörku voru 6,3-15,7 pmól/L fyrir karla og 4,9-14,9 pmól/L fyrir konur (10). Meðalaldur í dönsku rannsókninni var 50 ár og aldursdreifingin svipuð og í okkar rannsókn. Aðrar rannsóknir sýna meiri breytileika, sem kann að vera að hluta aðferðarháður eða svæðisbundinn (16,17). Faraldsfræðilegum rannsóknum ber þó saman um að áhætta á æðasjúkdómum er verulega aukin í einstak- lingum sem mælast með há Hcy gildi (2,18). Wald og samstarfsmenn fundu að 35-64 ára karlar sem voru í efsta fjórðungi mæligilda voru í 2,9 sinnum meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma af völdum blóðþurrðar en þeir sem voru í neðsta fjórðungi dreifingarinnar (19) og er þá búið að leiðrétta vegna annarra áhættu- þátta. Niðurstöður okkar eru í samræmi við aðrar sem sýna samband milli efnaskipta Hcy og vítamín- anna fólats og kóbalamíns, en rannsóknir sem metið hafa áhrif vítamínanna á styrk Hcy í blóði, sýna að stór hluti einstaklinga gæti lækkað Hcy í blóði með aukinni inntöku á fólati (20) og kann það einnig að eiga við á Islandi. Líffræðilegur breytileiki á Hcy í sama einstaklingi er minni en 10% (21,22) og er því óhætt að nota eina mæliniðurstöðu við áhættumat í hjarta- og æðasjúk- dómum. Hins vegar er nauðsynlegt að standa rétt að sýnatöku og meðhöndlun sýna, þar sem Hcy í plasma hækkar umtalsvert á stuttum tíma ef sýnin eru ekki sett á ís og skilin innan klukkutíma frá töku. Sé mæli- skekkju einnig haldið í lágmarki (23), má nota niður- stöður stakra mælinga við mat á áhættu. Allmargir hafa valið að miða æskilegan styrk Hcy við fast markgildi (cut off value) í stað þess að miða við dreifingu í heilbrigðum einstaklingum og er víða stuðst við <15 pmól/L sem æskilegt hámark (12). Sumir telja það jafnvel of hátt, þar sem unnt sé að lækka Hcy gildi með aukinni neyslu vítamínanna fólats, B12 og Bfi og faraldsfræðilegar rannsóknir hafi sýnt að þeir sem eru í efsta fjórðungi dreifingarinnar eru í tvö- til þrefaldri áhættu á að fá kransæðasjúk- dóma en þeir sem eru í neðsta fjórðungi. Þakkir Guðnýju Eiríksdóttur lífefnafræðingi Hjartavernd, eru færðar þakkir fyrir yfirlestur handrits og góðar ábendingar. Heimildir 1. Boushey CJ, Beresford SA, Omenn GS, Motulski AG. A quantitative assessment of plasma homocysteine as a risk factor for vascular disease: probable benefits of increasing folic acid intakes. JAMA 1995; 274:1049-57. 2. Stampfer MJ, Malinow MR, Willett WC, Newcomer LM, Upson B, Ullmann D, et al. A prospective study of plasma homocysteine and risk of myocardial infarction in United States physicians. JAMA 1992; 268: 877-81. 3. Arnesen E, Refsum H, Bpnaa KH, Ueland PM, Fprde OH, Nordrehaug JE. The Tromsö study: serum total homocysteine and coronary heart disease. Int J Epidemiol 1995; 24: 704-9. 4. Clarke R, Daly L, Robinson K, Naughten E. Cahalane S, Fowler B, et al. Hyperhomocysteinemia: an independent risk factor for vascular disease. N Engl J Med 1991; 324:1149-55. 5. Perry IJ, Refsum H, Morris RW, Ebrahim SB, Ueland PM, Shaper AG. Prospective study of serum total homocysteine concentrations and risk of stroke in middle aged men. Lancet 1995; 346:1395-8. 6. De Stefano V, Dekou V, Nicaud V, Chasse JF, London J, Stans- bie D, et al. Linkage disequilibrium at the cystathione 6 synthetase (CBS) locus and the association between genetic variation at the CBS locus and plasma levels of homocysteine. Ann Hum Genet 1998; 62: 481-90. 7. Gudnason V, Humphries SE. Hyperhomocysteinaemia, gene- tics and cardiovascular disease risk [editorial]. Eur Heart J 1999; 20:552-3. 8. Dekou V, Gudnason V, Hawe E, Miller GJ, Stansbie D, Humphries SE. Gene-environment and gene-gene interaction in the determination of plasma homocysteine levels in healthy middle-aged men. Tromb Haemost 2001; 85: 67-74. 9. Nygard O, Vollset SE, Refsum H, Stensvold I, Tverdal A, Nordrehaug JE, et al. Total homocysteine and cardiovascular risk profile: The Hordaland homocysteine study. JAMA 1995; 274:1526-33. 796 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.