Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / ÍFARANDI SVEPPASÝKINGAR eða þriðju kynslóðar kefalóspórín (7), vankómýsín (7) og amínóglýkósíðar (7). í sjö tilvikum höfðu börnin fengið tvö sýklalyf, en í íjórum tilvikum fleiri sýklalyf. Öll börnin voru með djúpan miðbláæðalegg þegar dregið var í blóðræktun og helmingur þeirra var að auki með slagæðalegg. Blóðsýkingum var skipt eftir staðsetningu í æða- leggssýkingar, sýkingar án greinanlegs uppruna og dreifðar sýkingar. Prjár sýkinganna flokkuðust sem æðaleggssýkingar (25%) þar eð sveppir ræktuðust frá enda miðbláæðaleggs. Sex sýkingar (50%) voru án greinanlegrar uppsprettu, en í þeim tilfellum voru djúpir æðaleggir fjarlægðir en ekki sendir í ræktun (3) eða upplýsingar um afdrif leggjanna skorti (3). Þrjú börn (25%) fengu dreifða sýkingu í kjölfar blóðsýk- ingarinnar. Tvö þeirra voru fyrirburar og lágu á vökudeild þegar sýkingin greindist. í báðum tilvikum sáust merki dreifðrar sýkingar við ómskoðun af nýr- um og hjá öðru þeirra var lungnamynd talin samrým- ast sveppasýkingu. Þau fengu bæði viðeigandi sveppalyfjameðferð og læknuðust af sýkingunni. Þriðja barnið lá á barnadeild og lést af völdum sýk- ingarinnar. Við krufningu greindist dreifð sveppasýk- ing í lungum, nýrum og rifjum. Algengasti sýkingarvaldurinn var Candida albic- ans og ræktaðist sú tegund úr blóði í níu af 12 blóð- sýkingum (75%). Candida parapsilosis olli tveimur sýkingum og Candida glabrata einni (tafla IV). Allir sveppastofnarnir voru næmir fyrir flúkonasóli og amfóterisíni B (tafla IV). Að meðaltali voru 2,2 blóð- Tafla III. Yfirlit um aðgerðir, notkun lyf/a og djúpra æðaleggja hjá börnum sem greindust með blóðsýk- ingu afvöldum sveppa á íslandi á árunum 1980-1999. Útreikningar á hlutföllum byggjast á fjölda sýkingartil- fella (12). Aðgerðir* Fjöldi tilfella (%) Heilaskurðaðgerð 1 (8) Lýtaaðgerð 1 (8) Innsetning á leggjum 1 (8) Lyf** Sýklalyf*** 11 (92) Barksterar 7 (58) Önnur ónæmisbælandi lyf ekkert Djúpir æðaleggir Djúpir miöbláæðaleggir 12 (100) Slagæðaleggur 6 (50) * Aögeróir síöustu tvo mánuöi fyrir jákvæða blóöræktun. ** Lyf undanfarandi tvær vikur fyrir jákvæöa blóöræktun. *** Miögildi fyrir fjölda sýklalyfja á hvert barn var 2. ræktanir hjá hverju barni jákvæðar fyrir sveppum. Sveppir höfðu ræktast frá öðrum stöðum en úr blóði hjá helmingi barnanna áður en blóðræktun varð já- kvæð. Algengast var að sveppir ræktuðust úr þvagi (3) og loftvegasýnum (3) og í öllum tilvikum var um sömu sveppategund að ræða og síðar ræktaðist úr blóði, eða C. albicans. Sveppasýkingarnar voru meðhöndlaðar með sveppalyfjum í 10 af 12 tilvikum (83%). Sex börn fengu amfóterisín B (ýmist sem deoxycholate- eða lipid complex); í einu tilviki var lyfið notað í sam- setningu með flúsýtósíni. Hætta varð meðferð með amfóterisíni B í einu tilviki vegna aukaverkana. Flúk- ónasól var notað sem upphafsmeðferð hjá fjórum börnum. Meðferðarlengd var 17 dagar að meðaltali. II. Dreifð Candida sýking greind við krufningu eða vefjarannsókn (3): Á rannsóknartímabilinu greindust þrjú börn með dreifða Candida sýkingu við krufningu án þess að sveppir hefðu áður ræktast úr blóði (tafla V, sjúklingar 1-3). Fyrsta barnið var and- vana fætt og var fylgja sýkt með Candida gersvepp- um. Annað barnið var fyrirburi með berkju- og lungnarangvöxt (bronchopulmonary dysplasia). Þriðja barnið greindist við vefjarannsókn með dreifða sýkingu í lifur og nýrum. Viðkomandi var með brátt eitilfrumuhvítblæði og hafði fengið bark- stera og æxlishemjandi lyf áður en sýkingin greindist. Á tölvusneiðmynd sáust einnig merki sýkingar í lifur og milta (hepatosplenic candidiasis). Þessu til viðbót- ar greindist eitt barn með dreifða sýkingu við krufn- ingu, en C. albicans ræktaðist úr blóði þess rétt fyrir andlátið (tafla V, sjúklingur 4) og var því einnig lýst í kaflanum um blóðsýkingar. III. Heilahimnubólga af völdum Candida ger- sveppa (2): Á árunum 1980-1999 greindust tvö tilfelli heilahimnubólgu af völdum C. albicans. Sýkingarnar áttu sér stað árin 1990 og 1995. Gerð er grein fyrir helstu þáttum í tengslum við umræddar sýkingar í töflu V, sjúklingar 5-6. IV. Sýkingar með Aspergillus myglusveppum (2): Á rannsóknartímabilinu greindust tvö börn með ífarandi Aspergillus sýkingar af völdum myglu- sveppsins Aspergillus fumigatus (tafla VI). Bæði börnin voru með illkynja blóðsjúkdóm og höfðu fengið æxlishemjandi meðferð og/eða geislun undan- farandi tvo mánuði áður en sýkingin greindist. Tafla IV. Tegundir sveppa. Candida albicans olli langflestum sýkingunum, eða níu afl2. Afl2 stofnum voru 10 næmis- prófaðir. Kannaö var næmi fyrir flúkonasóli, ítrakónasóli (niðurstöður ekki sýndar) og amfóterisíni B. Sveppategund Fjöldi sýkinga (%) Fjöldi næmis- prófaóra stofna MIC FLU (p-g/mL) Bil MIC AmB (jjig/mL) Bil Candida albicans 9(75) 8 1,5* 0.38-3 0,094* 0,047-0,125 Candida parapsilosis 2(17) 1 2 0,19 Candida glabrata 1 (8) 1 4 0,25 * Miögildi. MIC FLU: Lágmarksheftistyrkur flúkonasóls (jjig/mL). MIC AmB: Lágmarksheftistyrkur amfóterisíns B (p.g/mL). 786 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.