Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF TIL ENDURLlFGUNAR nálægt 300 á ári. Við hjartastopp utan sjúkrahúss skiptir höfuðmáli, ef ekki á illa að fara, að hefja endurlífgun og beita raflostsmeðferð sem allra fyrst (1,2). Par sem yfirleitt líða að minnsta kosti nokkrar mínútur þar til sjúkrabifreið með raflostsgjafa kemur á vettvang er það oft hlutverk nærstaddra að hefja blástursmeðferð og hjartahnoð. Ef þetta er gert á réttan hátt aukast líkur á að sjúklingur lifi hjarta- stoppið af og dregið er úr hættu á varanlegum heila- skaða (3). Einnig er vel þekkt að ef hjartahnoð er hafið tímanlega getur það lengt tímann sem sjúkling- ur er í sleglahraðatakti eða sleglaflökti, og þannig aukið líkur á því að sjúkraflutningsmenn með raf- lostsgjafa geti komið aftur á sínustakti. Grunnendurlífgun hefur löngum verið kennd á þann hátt að meginatriðin eru hin sígildu A-B-C (airways-breathing-circulation), það er að segja höfuðáhersla er lögð á að opna og tryggja loftskipti áður en púls er athugaður og hjartahnoð hafið. A undanförnum árum hefur þó orðið vart vaxandi tregðu meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og sjúkraflutningsmanna erlendis að beita munn við munn blástursmeðferð (4-8). Ástæðurnar eru líkast til nokkrar en þyngst vegur þó væntanlega ótti við smitsjúkdóma svo sem EiIV og lifrarbólguveirur B og C. Einnig býður sumum við munn við munn önd- un hjá ókunnugum. Ekki er vitað hvernig viðhorf almennings hérlendis er til þessara hluta. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf íslend- inga til framkvæmdar á endurlífgun hjá ókunnugum utan sjúkrahúss. Efniviður og aðferðir Gerð var símakönnnun hjá slembiúrtaki úr þjóðskrá hjá einstaklingum á aldrinum 16-75 ára. Könnunin fór fram á tímabilinu 21. mars til 3. apríl 2001 og sá Gallup á Islandi um framkvæmd hennar. Upphaflegt úrtak var 1200 manns, en fjöldi þeirra sem kusu að svara var 804 og svarshlutfall því 70,1%. Efirfarandi átta spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur: 1. Hefur þú hlotið tilsögn/kennslu í hjartahnoði? 2. Hefur þú hlotið tilsögn/kennslu í munn við munn öndunaraðstoð? 3. Hefur þú einhvern tímann þurft að beita annað hvort hjartahnoði eða munn við munn öndunar- aðstoð utan sjúkrahúss? 4. Hversu vel eða illa treystir þú þér til að fram- kvæma hjartahnoð hjá ókunnugum úti á götu, ef þörf krefði? 5. Hversu vel eða illa treystir þú þér til að fram- kvæma munn við munn öndun, hjá ókunnugum úti á götu, ef þörf krefði? 6. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir í raun gefa þig fram til að framkvæma hjartahnoð úti á götu hjá ókunnugum, sem væri meðvitundarlaus og andaði ekki? 7. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir í raun gefa þig fram til að framkvæma munn við munn öndunaraðstoð úti á götu hjá ókunnugum, sem væri meðvitundarlaus og andaði ekki? 8. Myndir þú frekar taka þátt í endurlífgun hjá ókunnugum úti á götu, ef það fæli eingöngu í sér hjartahnoð en ekki munn við munn öndunar- aðstoð, myndir þú síður gera það eða breytti það engu fyrir þig? í spurningum 1-3 var svarað með já/nei en í spurn- ingum 4 og 5 var boðið upp á valkostina: treysti mér mjög vel, frekar vel, hvorki né, frekar illa og mjög illa. I spurningum 5 og 6 voru kostimir: mjög líklegt, frekar líklegt, hvorki né, frekar ólíklegt og mjög ólíklegt. Spurningamar fóru inn í sérstakan fjölspurn- ingavagn á vegum Gallup og höfðu þeir sem lentu í úrtakinu ekki vitneskju um hvers konar spurningar var að ræða áður en þeir samþykktu eða afþökkuðu þátttöku. Pannig var komist hjá því að þeir sem hefðu litla þekkingu á viðfangsefninu gætu hafnað þátttöku nema í þeim tilfellum þar sem sérstaklega er getið um í niðurstöðum að aðspurðir treystu sér ekki til að taka afstöðu. Öll gagnasöfnun og vinnsla fór fram á vegum Gallup og kennitölur þátttakenda komu ekki fyrir augu höfunda þessarar greinar. Gallup tilkynnti Persónuvernd um vinnslu þessarar könnunar eins og lög um persónuvernd gera ráð fyrir. Niðurstöður Stór hluti aðspurðra hafði hlotið einhvers konar þjálfun í framkvæmd grunnendurlífgunar. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu hlotið kennslu eða tilsögn í framkvæmd hjartahnoðs eða í munn við munn öndunaraðstoð, kváðust 552 (69%) þeirra sem tóku afstöðu hafa hlotið kennslu í hjarta- hnoði en 249 (31%) ekki. Hvað varðar munn við munn öndunaraðstoð hafði 581 (73%) þeirra sem tóku afstöðu hlotið tilsögn í slíku, en 220 (27%) ekki. Hins vegar höfðu einungis 48 (6%) af þeim 803 sem tóku afstöðu einhvern tímann tekið þátt í endur- lífgunartilraun utan sjúkrahúss. Þegar spurt var „hversu vel eða illa treystir þú þér til að framkvæma hjartahnoð hjá ókunnugum úti á götu“, svöruðu 148 (19%) því að þeir treystu sér mjög vel en 246 (31%) frekar vel þannig að í heild treystu 394 (50%) sér vel í slíkt. Á hinn bóginn treystu 289 (37%) sér frekar illa (134 (17%)) eða mjög illa (155 (20%)) (mynd 1). Níutíu og átta (13%) treystu sér hvorki vel né illa. Svipað var uppi á teningnum varðandi munn við munn öndunaraðstoð, 417 (55%) treystu sér mjög (153 (20%)) eða frekar vel (264 (35%)) til að framkvæma slíkt hjá ókunnug- um úti á götu ef þörf krefði en 255 (33%) treystu sér frekar (131 (17%)) eða mjög (124 (16%)) illa (mynd 2). Þeir sem höfðu hlotið einhverja tilsögn í endur- lífgun voru mun líklegri til að treysta sér vel til að 778 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.