Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Number of events 175 Q Obstructive apnea (number) H Hypopnea (number) n 02 desaturations 4-9% (number) □ 02 desaturations 10-20% (nuniber) □ Apnea/hypopnea index (AHI) B Oxygen/desaturation index (ODI) Figure 1. Icelandic children with sleep disorders. Results from sleep studies showing the mean number of episodes ofobstructive apneas, hypopneas, oxygen desalurations (4-9% and 10-20%), apnea/hypopnea index (AHI) and oxygen- desaturation index (ODI). Mean data are presented for: children with obstructive sleep apneas (OSA) (n=46, leftpanel), gastroesophageal reflux disease (GERD) (n=69, middle panel), and asthma (n=28, right panel). OSA: obstructive sleep apnea GERD: gastroesophageal reflux disease Rannsóknin sýnir að vélindabakflæði veldur rösk- un á öndunarmunstri barna í svefni. Fyrri rannsóknir sýna að kæfisvefn leiðir til aukins neikvæðs þrýstings í loftvegum og fleiðruholi sem aftur getur haft áhrif á stöðu hringvöðvans við maga og vélindaop og stuðl- að að auknu bakflæði. Þrýstingur í vélinda var ekki mældur í þessari rannsókn en fyrirhugað er að hanna sérstakan nema sem má sameina sýrunemanum og þannig verði hægt að mæla þrýsting í neðri hluta vélinda samtímis mælingu á sýrustigi. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt að börn með astma og einkenni um vélindabakflæði hafi sum hver verið með yfirþanin lungu. Þensla lungnanna leiðir til aukins þrýstings í kviðarholi sem eykur líkur á vélindabakflæði. Bak- flæðið getur svo aftur haft áhrif á lungnastarfsemi með því að stuðla að berkjusamdrætti, aukinni slím- framleiðslu í öndunarvegi og lækkaðri súrefnismett- un í blóði hjá þessum einstaklingum (12,13). Fyrir- hugaðar eru nánari rannsóknir á þessu samspili með nýjum öndunarmælingartækjum sem fyrirhugað er að kaupa til barnadeildar Landspítala. Svefnrannsóknirnar voru framkvæmdar til grein- ingar svefntruflana hjá börnum sem leitað var með til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur (nú Land- spítala Fossvogi) vegna svefnröskunareinkenna. Þótt rannsóknimar hafi ekki verið gerðar í vísindaskyni, veita niðurstöður þeirra mikilvægar klínískar upplýs- ingar. Aðalábendingar fyrir svefnrannsóknunum, talið frá algengari til fátíðari einkenna, voru að barn- ið vaknaði oft á nóttu, hraut hátt í svefni, hafði tíðar ælur og/eða uppköst og næturhósta. Önnur einkenni voru mun fátíðari. Þar sem ekki voru gerðar rann- sóknir á heilbrigðum börnum til viðmiðunar er stuðst við niðurstöður svefrannsókna í nágrannalöndum okkar og Bandaríkjunum þar sem svefn barna hefur verið rannsakaður og eru niðurstöðurnar notaðar sem viðmiðunargildi yfir svefnmunstur barna á mis- munandi aldurskeiði (7,10). Þar sem ljóst er af niður- stöðum (tafla I, mynd 1) að svefnrannsóknir eru mikilvægar til að meta og greina svefnraskanir er ætlun okkar að sækja um leyfi fyrir framskyggnri rannsókn á heilbrigðum, íslenskum börnum þannig að við getum sett okkar eigin viðmiðunargildi og bor- ið afbrigðilegar niðurstöður saman við viðmiðunar- gildi íslenskra barna. Ljóst er að þær ábendingar sem lágu til grund- vallar svefnrannsóknunum voru fjölbreytilegar. Aðalmarkmið okkar með ritun vísindagreinarinnar er að vekja athygli á þeirri staðreynd að svefnrask- anir eru algengar hjá börnum. Rétt er að leggja áherslu á að rannsóknir á svefnvandamálum barna eiga sér skamma sögu bæði hér á landi og erlendis. Þegar nægilegur fjöldi sjúklinga hefur verið rannsak- aður og nægilegur tími hefur gefist til eftirfylgdar, er áformað að rannsaka nánar hverja orsök svefntrufl- unar sérstaklega, þar með talið kæfisvefn, vélinda- bakflæði, astma og blámaköst. Svefnrannsóknir með sýrumælingum í vélinda eru afar mikilvægur þáttur í rannsóknum og greiningu barna með svefnraskanir og geta varpað ljósi á algengi, orsakir og alvarleika sjúkdómsástandsins. Svefnrannsóknir geta auðveld- að læknum að greina þau börn sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða önd- unarvélarmeðferð við kæfisvefni og lyfjameðferð við bakflæðissjúkdómi í vélinda. Læknablaðið 2001/87 803
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.