Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 39

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 39
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Number of events 175 Q Obstructive apnea (number) H Hypopnea (number) n 02 desaturations 4-9% (number) □ 02 desaturations 10-20% (nuniber) □ Apnea/hypopnea index (AHI) B Oxygen/desaturation index (ODI) Figure 1. Icelandic children with sleep disorders. Results from sleep studies showing the mean number of episodes ofobstructive apneas, hypopneas, oxygen desalurations (4-9% and 10-20%), apnea/hypopnea index (AHI) and oxygen- desaturation index (ODI). Mean data are presented for: children with obstructive sleep apneas (OSA) (n=46, leftpanel), gastroesophageal reflux disease (GERD) (n=69, middle panel), and asthma (n=28, right panel). OSA: obstructive sleep apnea GERD: gastroesophageal reflux disease Rannsóknin sýnir að vélindabakflæði veldur rösk- un á öndunarmunstri barna í svefni. Fyrri rannsóknir sýna að kæfisvefn leiðir til aukins neikvæðs þrýstings í loftvegum og fleiðruholi sem aftur getur haft áhrif á stöðu hringvöðvans við maga og vélindaop og stuðl- að að auknu bakflæði. Þrýstingur í vélinda var ekki mældur í þessari rannsókn en fyrirhugað er að hanna sérstakan nema sem má sameina sýrunemanum og þannig verði hægt að mæla þrýsting í neðri hluta vélinda samtímis mælingu á sýrustigi. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt að börn með astma og einkenni um vélindabakflæði hafi sum hver verið með yfirþanin lungu. Þensla lungnanna leiðir til aukins þrýstings í kviðarholi sem eykur líkur á vélindabakflæði. Bak- flæðið getur svo aftur haft áhrif á lungnastarfsemi með því að stuðla að berkjusamdrætti, aukinni slím- framleiðslu í öndunarvegi og lækkaðri súrefnismett- un í blóði hjá þessum einstaklingum (12,13). Fyrir- hugaðar eru nánari rannsóknir á þessu samspili með nýjum öndunarmælingartækjum sem fyrirhugað er að kaupa til barnadeildar Landspítala. Svefnrannsóknirnar voru framkvæmdar til grein- ingar svefntruflana hjá börnum sem leitað var með til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur (nú Land- spítala Fossvogi) vegna svefnröskunareinkenna. Þótt rannsóknimar hafi ekki verið gerðar í vísindaskyni, veita niðurstöður þeirra mikilvægar klínískar upplýs- ingar. Aðalábendingar fyrir svefnrannsóknunum, talið frá algengari til fátíðari einkenna, voru að barn- ið vaknaði oft á nóttu, hraut hátt í svefni, hafði tíðar ælur og/eða uppköst og næturhósta. Önnur einkenni voru mun fátíðari. Þar sem ekki voru gerðar rann- sóknir á heilbrigðum börnum til viðmiðunar er stuðst við niðurstöður svefrannsókna í nágrannalöndum okkar og Bandaríkjunum þar sem svefn barna hefur verið rannsakaður og eru niðurstöðurnar notaðar sem viðmiðunargildi yfir svefnmunstur barna á mis- munandi aldurskeiði (7,10). Þar sem ljóst er af niður- stöðum (tafla I, mynd 1) að svefnrannsóknir eru mikilvægar til að meta og greina svefnraskanir er ætlun okkar að sækja um leyfi fyrir framskyggnri rannsókn á heilbrigðum, íslenskum börnum þannig að við getum sett okkar eigin viðmiðunargildi og bor- ið afbrigðilegar niðurstöður saman við viðmiðunar- gildi íslenskra barna. Ljóst er að þær ábendingar sem lágu til grund- vallar svefnrannsóknunum voru fjölbreytilegar. Aðalmarkmið okkar með ritun vísindagreinarinnar er að vekja athygli á þeirri staðreynd að svefnrask- anir eru algengar hjá börnum. Rétt er að leggja áherslu á að rannsóknir á svefnvandamálum barna eiga sér skamma sögu bæði hér á landi og erlendis. Þegar nægilegur fjöldi sjúklinga hefur verið rannsak- aður og nægilegur tími hefur gefist til eftirfylgdar, er áformað að rannsaka nánar hverja orsök svefntrufl- unar sérstaklega, þar með talið kæfisvefn, vélinda- bakflæði, astma og blámaköst. Svefnrannsóknir með sýrumælingum í vélinda eru afar mikilvægur þáttur í rannsóknum og greiningu barna með svefnraskanir og geta varpað ljósi á algengi, orsakir og alvarleika sjúkdómsástandsins. Svefnrannsóknir geta auðveld- að læknum að greina þau börn sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða önd- unarvélarmeðferð við kæfisvefni og lyfjameðferð við bakflæðissjúkdómi í vélinda. Læknablaðið 2001/87 803

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.