Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Endurlífgun utan sjúkrahúsa n Guðmundur Þorgeirsson Höfundur er yfirlæknir hjartadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. í september 1950 millilenti flugvél, sem var á leiðinni frá Lúxembourg til Nýfundnalands, á Reykjavíkur- flugvelli en þaðan hélt hún áfram til Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Tæpast er þessi atburður í frásögur færandi flugsögunnar vegna en varðar efni þessa greinarstúfs því um borð var ungur austurrískur læknir, Peter J. Safar, sem átti eftir að vinna gagn- merkt brautryðjendastarf í endurlífgun og þróa að- ferðir sem enn eru í fullu gildi (1). Nokkrum árum síðar var hann orðinn yfirlæknir á svæfingadeild Baltimore City Hospital og í desember 1956 hóf hann að rannsaka áhrif og virkni munn við munn öndunar á fólki. Byggði hann á nýlegri athugun kollega síns James Elam á hundum og í kjölfarið kom uppgötvun Kouwenhovens, Judes og Knickerbrockers á ytra hjartahnoði (2). Safar og félagar tengdu þessa þætti saman í samhæfða aðgerð (3) sem sigraði heiminn undir skammstöfuninni CPR (cardiopulmonary resuscitation) enda byggð á traustum lífeðlisfræðileg- um grunni og vönduðum rannsóknum brautryðjend- anna. Vegna þess hve skyndidauði er stórt og mikil- vægt viðfangsefni um heim allan hefur þróast alþjóð- legt samstarf um reglubundna endurskoðun á endur- lífgunaraðferðum og tengdri lyfjameðferð sem bygg- ist á nýjustu rannsóknum hvers tfma. Síðustu ráð- leggingar birtust síðastliðið ár ásamt ítarlegri greinar- gerð um nánast allar hliðar málsins, ekki síst hinn vís- indalega grundvöll og veilurnar sem í honum eru (4). í skipulagi og framkvæmd endurlífgunar snýst allt um tíma. Fjölmargar rannsóknir, meðal annars ís- lenskar rannsóknir, hafa sýnt að horfur sjúklings ráðast öðru fremur af því hversu fljótt er brugðist við, hversu fljótt lífgunaraðgerðir eru hafnar og hversu fljótt er gefið rafstuð til rafvendingar (4-6). Mikilvægi þess að fylgt sé fyrirfram ákveðnu og æfðu skipulagi við endurlífgun er því augljóst og sennilega orsök þess hversu víðtæk og alþjóðleg samstaða hefur náðst um sameiginlega stefnu. í nýendurskoðuðum leiðbeiningum er tekin gagn- rýnni afstaða en nokkru sinni fyrr og skýrt dregið fram hver þeirra úrræða sem beitt hefur verið í ára- tugi hafa gengist undir gagnrýna prófun vísindalegrar aðferðar (4). Til dæmis kemur fram að lídókaín í meðferð sleglatifs og sleglahraðtakts hefur aldrei gengist undir framskyggna, slembaða meðferðar- prófun og ekkert annað hjartsláttaróreglulyf nema amíódarón mjög nýlega. Hins vegar stenst skjót raf- vending þessa ganrýnu endurskoðun með glæsibrag enda sýna allar rannsóknir sem beinst hafa að árangri endurlífgana að ekkert eitt atriði er afdrifaríkara. En fyrstu viðbrögð skipta líka sköpum og því er í leið- beiningunum ítrekað mikilvægi allra hlekkja lífskeðj- unnar (chain of survival). Hlekkirnir eru: 1. Kalla eftir hjálp. 2. Hefja endurlífgun. 3. Raf- venda ef taktur hjartsláttar gefur tilefni til. 4. Lyfja- meðferð og sérhæfð öndunaraðstoð. í nýju leiðbeiningunum eru tekin skref til einföld- unar viðbragða á vettvangi. Nú er ekki lengur mælt með því að þreifað sé eftir púlsi í stórri slagæð áður en endurlífgun hefst. Þótt enn sé mælt með hefð- bundnum aðferðum við munn við munn öndun og hjartahnoð hafa nýlegar rannsóknir beinst að rót- tækri endurskoðun á því hvort blásturinn sé nauðsyn- legur; hvort ná megi sama árangri með hjartahnoð- inu einu (7). í grein Davíðs O. Arnar, Sigfúsar Gizurarsonar og Jóns Baldurssonar í þessu tölublaði Læknablaðsins (8) er réttmæt áhersla á skjót viðbrögð á vettvangi og rannsókn þeirra beindist að afstöðu almennings til endurlífgunar á ókunnugum utan sjúkrahúss, sér- staklega til blástursmeðferðar með munni við munn. Merkasta og jákvæðasta niðurstaða rannsóknarinnar var hversu margir höfðu hlotið kennslu í endurlífgun, eða um 70%, þótt fáir hefðu síðan fengið reynslu í að beita aðferðinni (6%). Einnig var mjög athyglivert að innan við fimmtungur taldi að óbeit á munn við munn öndun myndi fæla þá frá þátttöku í endurlífg- un. Almennar forsendur eru því mjög góðar hér á landi til skjótra viðbragða og stórum betri en víða er- lendis. Par við bætist að viðbragðstími sjúkrabifreið- ar á Reykjavíkursvæðinu er aðeins um 4,6 mínútur að meðaltali. Þótt flestir íslendingar séu þannig til í að hella sér út í hefðbundna endurlífgun geta samt verið rök fýrir að breyta kennslu og áherslum. I fyrsta lagi er ein- földun til góðs. Því einfaldari sem endurlífgunar- tæknin er því útbreiddari verður þekkingin og líkur á skjótum viðbrögðum aukast. í öðru lagi er mögulegt að menn ofmeti sjálfa sig í skoðanakönnun sem þeirri sem hér er birt og sérstaklega er ástæða til að horfast í augu við tregðu heilbrigðisstarfsfólks til að beita munn við munn öndun, en sú tregða hefur komið Læknablaðið 2001/87 773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.