Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 44

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 44
FRÆÐIGREINAR / PERSÓNUGREINING í GAGNAGRUNNI sem dulkóðunin gefur. Pótt ekki sé raunhæft að finna beint af dulkóða hverjum hann tilheyrir er ætíð hægt að fletta upp í töflunni hvaða fastanúmer tilheyrir ákveðnum manni eða hvaða maður stendur að baki ákveðnu fastanúmeri. Þetta er lykill. Ef dulkóðunaraðferðin færi forgörðum eða ekki væri aðgangur að henni væri samt hægt að búa til lykil að grunninum. Áætlað er að dulkóða ættartré þjóð- arinnar með sömu aðferð og notuð er fyrir heilsufars- grunninn. Ættartré þjóðarinnar með nöfnum er einnig þekkt sem almenn þekking í landinu. Munstur ættartrjáa verða einstök þegar ein ætt tengist við aðra með giftingum og barneignum. Samanburður á ætt- armunstrum milli ættargrunns með fastanúmerum og sama ættargrunns með nöfnum er því leið til að smíða lykil. Þá er hægt að smíða lykil af samhengi almennra upplýsinga. Jafnvel þótt búið sé að aftengja nöfn og kennitölur fylgja fastanúmeri nægar almennar upp- lýsingar til að unnt sé að endurþekkja einstaklinginn í velflestum tilfellum. Það jafngildir lykli. Ályktanir: Upplýsingar í gagnagrunni á heilbrigð- issviði teljast vera persónuupplýsingar. Því er rétt- mætt og sanngjarnt að afla verði fyrirfram samþykkis sjúklinga fyrir flutningi heilsufarsupplýsinga þeirra í grunninn eins og þjóðréttarlegar skuldbindingar landsins kveða á um. Allt annað er ósanngjarnt. Inngangur Lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði og fyrirætlun um smíði hans valda enn deilum. Málaferli eru hafin til þess að kanna hvort lögin standist stjórnarskrá og þjóðréttarlegar skuldbindingar. Gera má ráð fyrir að þær deilur haldi áfram þar til lögunum verður breytt eða þau felld úr gildi. Ástæðan er sú að ekki fær stað- ist sú grundvallarforsenda laganna, að um sé að ræða gögn ópersónugreinanlegra einstaklinga. Upplýsing- arnar eru persónugreinanlegar og því gilda þjóðrétt- arlegar skuldbindingar íslands um að afla fyrirfram samþykkis sjúklinganna fyrir notkun þeirra í öðrum tilgangi en þeirra var aflað. í flestum tilfellum veitir læknir upplýsingunum móttöku eða aflar þeirra í þágu sjúklingins undir siða- og lagaskyldu um trúnað sem sjúklingurinn einn getur aflétt. Hér er rakin saga hugtaksins um persónugrein- ingu í gagnagrunnsmálinu og leidd að því rök að göll- uð röksemdafærsla um persónugreiningu og lykil búi að baki löggjöfinni. Þá er velt upp þeirri spurningu hvað sé lykill og greint frá leiðum til að smíða lykla til að Ijúka upp grunninum með uppflettitöflu, saman- burði ættartrjáa, eða af samhengi upplýsinga. 1. Saga hugtaksins um persónugreiningu í umræðu um gagnagrunn Með því að rekja nokkur helstu atriði úr sögu hug- taksins um persónugreiningu úr umræðunni um gagnagrunninn er leitt fram i) að hugmyndafræðin sem upphaflega var gengið út frá byggðist á röngum forsendum, ii) að tölvunefnd kollvarpaði hugmynda- fræðinni og iii) að þrátt fyrir það virðist sú hug- myndafræði enn vera við lýði. Hér er meðal annars spurt hvort lykill sé til og í hvers höndum hann sé og hvaða merkingu skuli leggja í hugtakið persónugrein- ingu. 1.1. Skilgreiningar laganna I gagnagrunnslögunum eru meðal annars eftirfarandi skilgreiningar, í 3. grein (1): „2. Persónuupplýsingar: Allar upplýsingar um per- sónugreindan eða persónugreinanlegan einstak- ling. Maður telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í kennitölu eða einn eða fleiri þætti sem sérkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti. 3. Ópersónugreinanlegar upplýsingar: Upplýsingar um einstakling sem ekki er persónugreinanlegur samkvæmt skilgreiningu 2. tölul. 4. Dulkóðun: Umbreyting orða eða talna í óskiljan- lega runu af táknum. 5. Dulkóðun í eina átt: Umbreyting orða eða talna í óskiljanlega runu af táknum sem ekki er hægt að rekja lil baka með greiningarlykli." Persónugreinanleiki er samkvæmt þessu mjög víð- tækur og ópersónugreinanleiki, andhverfa hans, að sama skapi takmarkaður. Dulkóðun í eina átt er skil- greind sem aðgerð sem á að gera að engu þann möguleika að persónugreina einstakling með grein- ingarlykli. Af skilgreiningunum er ljóst að ein og sér dulkóðun er ekki nægjanleg. Lykilatriði virðist vera að það sé í eina átt. Einstefna er samkvæmt þessu eitt- hvert tækniundur sem á að gera að engu tilvist lykils. I umræðunni var því einnig haldið fram að ef „sú tæknilega forsenda frumvarpsins að „dulkóðun í eina átt“ feli í sér raunverulega og endanlega aftengingu persónuauðkenna“ þá standist frumvarpið og lögin kröfur þjóðarréttar (2). Þó er viðurkenndur sá mögu- leiki að ekki verði talinn sá eðlismunur á dulkóðun með greiningarlykli og „dulkóðun í eina átt“ að síðarnefnda tilvikið verði talið fela í sér endanlega og afdráttarlausa aftengingu persónuauðkenna (2). 1.2. Frumdrög að frumvarpi í júlí 1997 Kári Stefánsson lét Lögmenn á Skólavörðustíg 12 gera Frumdrög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði, dagsett 14. júlí 1997, sem hann sendi síðan heilbrigðisráðuneytinu 3. september sama ár (3). Ætlun höfunda var að frumvarpið yrði að lögum haustið 1997 og lögin tækju gildi 1. janúar 1998. í 2. grein draganna er þessi skilgreining: „3. Persónuupplýsingar: Upplýsingar er varða einkamálefni, heilsuhagi, fjárhagsmálefni eða önnur málefni nafngreinds eða nafngreinanlegs 808 Læknablaðið 2001/87 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.