Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / ÍFARANDI SVEPPASÝKINGAR Sýklafrœði: í geymslum sýklafræðideildar fundust sveppastofnar úr 10 blóðsýkingum af þeim 12 sem greindust á árunum 1980-1999. Stofnarnir voru endurræktaðir, umsáð á Sabouraud agar (Difco, USA) og tegundargreindir með frjóhalaprófi og API 32C sykurgerjunarprófum (BioMeriaux, Frakk- landi). Lágmarksheftistyrkur (minimum inhibitory concentration, MIC) amfóterisíns B, flúkónasóls og ítrakónasóls var ákvarðaður með E-test® á næmis- agar samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda (AB Biodisk, Svíþjóð). Tölfrœði: A Hagstofu Islands voru fengnar upp- lýsingar um fjölda barna (16 ára eða yngri) á landinu öllu á hverju ári á tímabilinu 1980-1999. Pessar upp- lýsingar voru notaðar til að reikna út nýgengi sveppa- sýkinga í blóði (fjöldi sýkingartilfella á 100.000 börn á ári) á rannsóknartímabilinu. Til að meta hvort mark- tæk aukning hefði orðið á nýgengi var notað x2-próf fyrir línulega leitni. Niðurstöður Alls greindust 18 börn með 19 ífarandi sveppasýking- ar hér á landi á 20 ára tímabili. Blóðsýkingar með Candida gersveppum voru algengastar, en þær greindust hjá 11 börnum, þar af greindist eitt bamið tvisvar. Þrjú börn greindust með dreifða sveppasýk- ingu við krufningu eða vefjarannsókn. Heilahimnu- bólga af völdum Candida albicans greindist hjá tveimur börnum. Þrjú af þeim 16 börnum sem fengu ífarandi Candida sýkingar létust. Þessu til viðbótar greindust tvö börn með ífarandi sýkingar af völdum myglusveppssins Aspergillus fumigatus. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir hverjum flokki fyrir sig. I. Blóðsýkingar með Candida gersveppum (12): Ellefu böm greindust með sveppasýkingar í blóði á árunum 1980-1999, þar af fékk eitt barn tvær sýking- ar með meira en tveggja vikna millibili. Drengir voru sjö talsins en stúlkur fjórar. Fimm börn voru á fyrsta aldursári, fimm börn voru eins árs og eitt barn tveggja ára. Nýgengi sveppasýkinga í blóði hjá börn- um jókst marktækt á rannsóknartímabilinu eða úr 0,28 sýkingum á 100.000 börn á ári í 1,90 sýkingar á 100.000 börn á ári (p=0,037) (mynd 1). í fimm tilvik- um lágu börnin á vökudeild þegar blóðræktun varð jákvæð fyrir sveppum, fimm sýkingartilfelli greindust á almennri barnadeild og tvö tilfelli á gjörgæsludeild. Börnin lágu yfirleitt lengi á sjúkrahúsi, allt frá 50 dögum upp í 771 dag. Tæpur helmingur barnanna (5) voru fyrirburar (tafla I) sem lágu á vökudeild þegar sýkingin greind- ist. Þeir fæddust að meðaltali eftir 25 vikna með- göngu. Aðrir meðvirkandi sjúkdómar eru sýndir í töflu I. í töflu II má sjá fleiri klínískar upplýsingar í tengslum við sýkingartilfellin. Meðal fyrirburanna lýsti sýkingin sér upphaflega sem vaxandi öndunar- erfiðleikar án hitahækkunar. Eldri börnin (6) er lágu á almennri barnadeild eða gjörgæsludeild fengu hins Sýkingar á 100.000 börn á ári 2,0-i 1,8- 1,6- 1,4 1,2- 1,0- 0,8 0,6 0,4- 0,2- 0,0 1985-1989 1990-1994 I I 1994-1999 Tafla I. Meðvirkandi sjúkdómar hjá þeim 11 börnum sem greindust með blóðsýkingu af völdum sveppa á íslandi 1980-1999. Aðrir sjúkdómar Fjöldi sjúklinga (%) Fyrirburi 5(45) Meltingarfærasjúkdómar* 2(18) Bruni 1 (9) Blöðrunýru 1 (9) Meðfætt miltisleysi 1 (9) Vatnshöfuð L19) * Annaö barniö meö kviðarklofa (gastroschisis) með drepi og hitt meö stuttgarnarheilkenni (short bowel syndrome). Mynd 1. Nýgengi sveppa- sýkinga í blóði hjá börn- um á fslandi á árunum 1985-1999 (sýkingar á 100.000 börn á ári). Sveppasýkingar í blóði greindust ekki hjá börnum hér á landifyrr en 1987. Tafla II. Klínískir þættir þeirra 11 barna sem greind- ust með blóðsýkingu af völdum sveppa á íslandi á ár- unum 1980-1999. Við útreikninga er miðað við fjölda sýkingartilfella (12). Einkenni og teikn* Fjöldi tilfella (%) Hiti yfir 38,5°C 6 (50) Öndunarerfiðleikar 5(42) Breyting á meðvitundarástandi 3(25) Lost/blóðþrýst i ngsfal 1 2(17) Kviðverkir 2(17) Aórar sýkingar** Blóðsýking af völdum bakteria 5(42) Lungnabólga 3(25) Þvagfærasýking 1 (8) Kviðarholssýking 1 (8) Skurðsárasýking 1 (8) Sýktur æðaleggur 1 (8) * Einkenni á sama sólarhring og dregiö var í blóöræktun. ** Sýkingar undanfarandi tvaar vikur fyrir jákvæöa blóöræktun með sveppum. vegar hita yfir 38,5°C í sex af sjö sýkingartilvikum. í átta sýkingartilvikum af 12 höfðu börnin fengið aðrar sýkingar undanfarandi tvær vikur áður en sveppir ræktuðust úr blóði og voru algengastar blóðsýkingar af völdum baktería og lungnabólga. I töflu III eru teknir saman helstu ytri þættir er tengdust sýkingunni. í þremur tilvikum höfðu börnin gengist undir aðgerð áður en sveppasýkingin greind- ist og í öllum tilvikum nema einu (92%) höfðu þau fengið sýklalyf. Algengustu sýklalyfin voru annarrar- Læknablaðið 2001/87 785
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.