Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 25

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 25
FRÆÐIGREINAR / IFARANDI SVEPPASYKINGAR alvarlegir sjúkdómar eru til staðar er dánartíðni talin nálægt 100% (22). IV. Sýkingar með Aspergillus myglusveppum: Tvö börn greindust með ífarandi sýkingar af völdum A. fumigatus á rannsóknartímabilinu. Bæði voru með brátt eitilfrumuhvítblæði og voru með eða höfðu ver- ið með hvítkornafæð. ífarandi Aspergillus sýkingar herja oftast á sjúklinga með illkynja blóðsjúkdóma og eftir líffæraígræðslur (23). Greining sýkinganna er erfið. Rannsóknir sem stuðst er við í greiningu eru ræktun úr vefjasýnum, myndgreining og leit að Aspergillus mótefnavökum í blóði. Aspergillus sp. ræktast hins vegar aðeins frá 50% áhættusjúklinga sem hafa sannaða eða líklega lungnasýkingu (24,25). Mikilvægt er að hafa þessar sýkingar í huga þegar áhættusjúklingar eiga í hlut. í umfangsmikilli svissneskri rannsókn kom í ljós að klínískur grunur lék á þessari greiningu í aðeins 60% tilvika áður en hún lá fyrir og dánartíðni var gríðarlega há eða 94% (26). Að sama skapi er dánartíðni sjúklinga með mið- taugakerfissýkingar af völdum Aspergillus sp. mjög há, eða yfir 80% (27,28). Lungu eru algengasti sýk- ingarstaðurinn, en talið er að sýkingin berist þaðan til annarra líffæra, þar með talið miðtaugakerfis (23). Bæði börnin sem greint er frá í þessari rannsókn læknuðust af sýkingunni, sem var annars vegar í heila og hins vegar í lungum, og er það mjög góður árangur Kjörmeðferð Aspergillus sýkinga í miðtaugakerfi felst í gjöf öflugra sveppalyfja og brottnámi á sýktum vef þegar þess er kostur (29). Þeirri meðferð var beitt hér og hefur það eflaust stuðlað að því hversu vel sjúklingnum farnaðist. Sveppasýkingar eru vaxandi vandamál og dánar- tíðni af þeirra völdum er há. Því hefur áhugi manna mjög beinst að bættri lyfjameðferð og þróun nýrra sveppalyfja. Ný lyf af tríasól flokki hafa litið dagsins ljós, svo sem vorikonasól og pósakonasól (30,31). Þá hefur gamla sveppalyfið amfóterisín B verið fært í nýjan búning sem lípósómal- og lípíð-komplex amfó- terisín B. Þessi breyting hefur orðið til þess að lyfið þolist mun betur, enda þótt áhöld séu um hvort horf- ur sjúklinga hafi batnað (32). Að síðustu ber að nefna algerlega nýjan flokk sveppalyfja, glúkan-synþasa hemla (33). Eitt slíkt lyf, caspofungin hefur nýlega verið skráð erlendis. Standa vonir til að þessar nýj- ungar í lyfjameðferð eigi eftir að bæta horfur alvar- lega veikra sjúklinga með sveppasýkingar. Þessi rannsókn sýnir að marktæk aukning hefur orðið á ífarandi sveppasýkingum hjá börnum hér- lendis á undanförnum 20 árum. Aukninguna má að verulegu leyti rekja til aukins fjölda fyrirbura, en einnig koma þessar sýkingar fyrir hjá bömum með ónæmisbælingu og illkynja sjúkdóma. Þar sem horfur eru slæmar skiptir miklu að hafa ofangreindar sýk- ingar í huga og bregðast fljótt við. Vonir standa til að bættar greiningaraðferðir og öflugri lyf eigi eftir að bæta horfur þessara alvarlega veiku barna. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt af Sjóði Kristínar Björns- dóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóð- anna og Vísindasjóði Landspítalans. Örn Ólafsson fær þakkir fyrir tölfræðilega ráðgjöf. Heimildir 1. Kossoff EH, Buescher ES, Karlowicz MG. Candidemia in a neonatal intensive care unit: trends during fifteen years and clinical features of 111 cases. Pediatr Infect Dis J 1998; 17:504-8. 2. Voss A, Kluytmans JA, Koeleman JG, Spanjaard L, Vanden- broucke-Grauls CM, Verbrugh HA, et al. Occurrence of yeast bloodstream infections between 1987 and 1995 in five Dutch university hospitals. Eur J Clin Microbiol Infect Dis 1996; 15: 909-12. 3. Stamos JK, Rowley AH. Candidemia in a pediatric popula- tion. Clin Infect Dis 1995; 20: 571-5. 4. MacDonald L, Baker C, Chenoweth C. Risk factors for candi- demia in a children's hospital. Clin Infect Dis 1998; 26: 642-5. 5. Reef SE, Lasker BA, Butcher DS, McNeil MM, Pruitt R, Keyserling H, et al. Nonperinatal nosocomial transmission of Candida albicans in a neonatal intensive care unit: prospective study. J Clin Microbiol 1998; 36:1255-9. 6. Gozdasoglu S, Ertem M, Buyukkececi Z, Yavuzdemir S, Bengisun S, Ozenci H, et al. Fungal colonization and infection in children with acute leukemia and lymphoma during induction therapy. Med Pediatr Oncol 1999; 32: 344-8. 7. Saiman L, Ludington E, Pfaller M, Rangel-Frausto S, Wiblin RT, Dawson J, et al. Risk factors for candidemia in neonatal intensive care unit patients. The national epidemiology of mycosis survey study group. Pediatr Infect Dis J 2000; 19: 319- 24. 8. Meunier F, Aoun M, Bitar N. Candidemia in immunocompro- mised patients. Clin Infect Dis 1992; 14/Suppl 1: S120-S125. 9. Anttila VJ, Elonen E, Nordling S, Sivonen A, Ruutu T, Ruutu P. Hepatosplenic candidiasis in patients with acute leukemia: incidence and prognostic implications. Clin Infect Dis 1997; 24: 375-80. 10. Huttova M, Kralinsky K, Horn J, Marinova I, Uigova K, Fric J, et al. Prospective study of nosocomial fungal meningitis in children - report of 10 cases. Scand J Infect Dis 1998; 30:485-7. 11. Arisoy ES, Arisoy AE, Dunne WM Jr. Clinical significance of fungi isolated from cerebrospinal fluid in children. Pediatr Infect DisJ 1994; 13:128-33. 12. Groll AH, Kurz M, Schneider W, Witt V, Schmidt H, Schneider M, et al. Five-year-survey of invasive aspergillosis in a paediatric cancer centre. Epidemiology, management and long-term survival. Mycoses 1999; 42: 431-42. 13. Barnes AJ, Oppenheim BA, Chang J, Morgenstern GR, Scarffe JH. Early investigation and inititation of therapy for invasive pulmonary aspergillosis in leukaemic and bone marrow transplant patients. Mycoses 1999; 42: 403-8. 14. Benjamin DK, Ross K, McKinney RE, Benjamin DK, Auten R, Fisher RG. When to suspect fungal infection in neonates: A clinical comparison of Candida albicans and Candida para- psilosis fungemia with coagulase-negative staphylococcal bacteremia. Pediatrics 2000; 106: 712-8. 15. Phillips JR, Karlowicz MG. Prevalence of Candida species in hospital-acquired urinary tract infections in a neonatal intensive care unit. Pediatr Infect Dis J 1997; 16: 190-4. 16. Hughes WT, Flynn PM. Candidiasis. In: Feigin RD, Cherry JD, eds. Textbook of pediatric infectious diseases. 4th ed. Phila- delphia, Pennsylvania: WB Saunders Company; 1998:2303-13. 17. Levy I, Rubin LG, Vasishtha S, Tucci V, Sood SK. Emergence of Candida parapsilosis as the predominant species causing candidemia in children. Clin Infect Dis 1998; 26:1086-8. 18. Brown J, Froese-Fretz A, Luckey D, Todd JK. High rate of hand contamination and low rate of hand-washing before infant contact in a neonatal intensive care unit. Pediatr Infect Dis J 1996; 15: 908-10. 19. Price MF, LaRocco MT, Gentry LO. Fluconazole susceptibili- ties of Candida species and distribution of species recovered from blood cultures over a 5-year period. Antimicrob Agents Chemother 1994; 38:1422-7. 20. Berenguer J, Buck M, Witebsky F, Stock F, Pizzo PA, Walsh TJ. Lysis-centrifugation blood cultures in the detection of tissue- proven invasive candidiasis. Disseminated versus single-organ infection. Diagn Microbiol Infect Dis 1993; 17:103-9. 21. Ludviksson BR, Thorarensen O, Gudnason T, Halldorsson S. Læknablaðið 2001/87 789

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.