Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 50

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 50
FRÆÐIGREINAR / PERSÓNUGREINING f GAGNAGRUNNI Mynd 1. Samanbúröur œttartrjáa í œttargrunni a) með nöfnum og kennitölum og b) í œttargrunni meö þrí- dulkóðuðum nöfnum og kennitölum. Mynd la sýnir œttartengsl nafngreindra einstaklinga úr œttargrunni sem inni- heldur nöfn og/eða kenni- tölur. Einungis fornöfn eru gefin til að spara pláss. Brolnar línur tákna tenging- ar við náin skyldmenni og þaðan yfir í ættartré allrar þjóðarinnar. Mynd Ib sýnir munstur œtt- artengsla sem fannst í sama ættargrunni sem inniheldur einungis dulkóðuð fasta- númer. Munstur ættartrésins með dulkóðum smellpassar við hluta afefra trénu. Ein- ungis fyrstu átta stafirfasta- númers eru gefnir til að myndin sé greinilegri. fjölskyldna í landinu. Með tengingum við aðrar fjöl- skyldur verða þær fljótt einstakar og hægt að bera kennsl á þær. Á myndunt la og lb er tekið dæmi um tvær ættir og tengingar þeirra. Mynd la er fengin úr ættar- grunni sem inniheldur nöfn og kennitölur. Mynd lb er fengin með upplýsingum úr gagnagrunni sem inniheldur ættartengsl og dulkóðuð fastanúmer: nöfn einstaklinga (eða kennitölur) hafa verið dulkóðuð í eina átt með aðferðum sem sagðar eru „mjög örugg“ dulkóðun sem erfitt er að bijóta til baka. Þrátt fyrir það er persónugreining möguleg því fjölskyldu- munstrin eru þau sömu og þau eru eina munstrið sem er einmitt svona í báðum grunnunum. Það má því lesa beint af myndinni hver er hver. Til dæmis, hver er 7el 38088? 4. Persónugreining af samhengi upplýsinga Allir kannast við leikinn Hver er maðurinn sem leik- inn hefur verið í útvarpi og sjónvarpi, á árshátíðum stofnana, félaga og víðar. Einhver kemur fram í dulargervi og breytir rödd sinni. Keppendur fá að spyrja: er þetta karl (eða kona), leikur hann á hljóð- færi eða í knattspyrnu og svo framvegis. Maðurinn í dulargervinu svarar skrækri eða djúpri röddu, já eða nei, eftir atvikum. Að lokum finna þátttakendur út af samhengi upplýsinganna sem fram koma hver huldu- maðurinn er og nefna hann. Jafnvel þótt ekki kæmi til þekking á lykli með uppflettitöflu eða af samanburði ættartrjáa er samt hægt að þekkja einstaklinga í gagnagrunninum af sambærilegu samhengi upplýsinga og gerist í leiknum (19). Þegar persónuauðkenni, til dæmis nafn, kenni- tala eða gsm símanúmer, hafa verið afmáð með óafturkræfum hætti og skipt á þeim og einnota dul- kóða er talað um aftengd (2,7) gögn (de-identified). Dulkóðanum geta fylgt lýðupplýsingar og heilsufars- upplýsingar. Eftir því sem slíkum upplýsingaþáttum er fjölgað þrengist hringurinn og að lokum verður samsetning slíkra upplýsingabita einstök. Með slíkri samsetningu er hægt að benda á einstaklinginn með fullri vissu eins og ef um fingraför væri að ræða. Á þennan hátt væri unnt að smíða lykil að dulkóða jafnvel þótt um aftengd gögn væri að ræða. Talað er um að endurþekkja (re-identify) (19) ein- staklinginn með slíkum upplýsingum og því sam- hengi sem setja má upplýsingarnar í. Þetta er miklu auðveldara hjá fámennri þjóð eins og íslendingum en hjá fjölmennari þjóð. Tæknin hefur einnig breytt öllu í þessu sambandi. Með intemeti á upplýsingaöld eru æ meiri almennar upplýsingar aðgengilegar hverjum sem er (19). Slíkar almennar upplýsingar er unnt að nota til að mynda einstaka samsetningu. Þar með er hægt að setja upplýsingar sem fylgja dulkóða í sam- hengi og leysa þannig gátuna hver er hver og hverjum tilheyra viðkvæmar persónuupplýsingar sem fylgja með dulkóðanum. Sem dæmi má taka kennitölur einstaklinga sem hafa verið dulkóðaðar hvort sem er í einnota dulkóða eða í fastanúmer eins og gert verður í gagnagrunnin- um. Þeim fylgja almennar upplýsingar um kyn, fæð- ingardag og ár, hæð, búsetu, sem og misviðkvæmar heilsufarsupplýsingar svo sem uppskurð við botn- langa, krabbamein í maga eða brjóstum eða sykur- sýki (tafla II sem dæmi). Einnig mætti taka sem dæmi einstaklinga með sjúkdóma sem þykja ennþá við- kvæmari, svo sem geð- eða kynsjúkdóma. Meðalfjöldi fæðinga á ári á íslandi er rúmlega 4.200. Að meðaltali eru því 11-12 fæðingar á dag. Fáir dagar hafa fleiri en 20 fæðingar. Með upplýsingum um fæðingardag og ár er því búið að þrengja hringinn niður í 20 manns hið mesta (18). Með upplýsingum um kynferði helmingast hópurinn: að meðaltali fæðast sex stúlkur eða drengir og sjaldan fleiri en 10 stúlkur eða drengir á dag. Með því að bæta við hæð og búsetu eða augnlit er án vafa hægt að þekkja flesta ef ekki alla einstaklingana. Upplýsingarnar, sem eru sambærilegar við þær sem beðið er um fyrir vegabréf manna, nægja því til að bera kennsl á einstaklinginn (18) án þess að til komi nafn eða kennitala. Það er því hægt að greina hvaða einstaklingar eru haldnir þeim sjúkdómum sem fylgja með upplýsingunum í töflu II. 814 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.