Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREINAR / PERSÓNUGREINING í GAGNAGRUNNI áherslu á „að bæði ákvæði almennrar löggjafar um skráningarmálefni hér á landi (nú lög nr. 121/1989) og ákvæði sérlöggjafar um skráningarmálefni (til dæmis fyrirhuguð löggjöf um gagnagrunn á heilbrigð- issviði) fullnægi skilyrðum og skilgreiningum tilskip- unar ESB, eftir að hún er orðin þjóðréttarlega skuld- bindandi fyrir Islands hönd.“. 1.5. Viðbrögð og ný umsögn tölvunefndar Þessi skýra afstaða tölvunefndar kollvarpaði í raun skilgreiningum frumvarpsins um persónugreiningu. Hér töluðu helstu sérfræðingar ríkisins um persónu- greiningu og persónuvernd. Viðbrögð frumvarpshöf- unda voru að nema á brott ákvæði sem byggðu á til- mælum ráðherranefndar Evrópuráðsins og ákvæði um lykil þótt hann væri í vörslu annars en rannsak- enda. Þess í stað var tekin upp orðrétt þýðing úr til- skipun ESB (95/46/EC) sem tölvunefnd sagði þjóð- réttarlega bindandi. Hún hljóðar svo á ensku: „For the purposes of this Directive (a) personal data shall mean any information relating to an identified or identifiable natural person (data subject); an identifiable person is one who can be identified, directly or indirectly, in particular by reference to an identification number or to one or more factors specific to his physical, physiological, mental, economic, cultural or social identity;“ Þegar gagnagrunnsfrumvarpið var lagt fram aftur á 123. löggjafarþinginu í október 1998 tók skilgrein- ing persónuupplýsinga mið af tilskipuninni (8,9): „Persónuupplýsingar: Allar upplýsingar um per- sónugreindan eða persónugreinanlegan einstak- ling. Maður telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í kennitölu eða einn eða fleiri þætti sem sér- kenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.“ Hér er an identification number þýtt sem kennitala sem er ónákvæmt því texti tilskipunarinnar nær ekki einvörðungu yfir það sem á íslandi er kallað kenni- tala heldur hverskyns kennitákn eða fastanúmer ein- staklinga (identification number eða personal number). Enn á ný gerði tölvunefnd athugasemdir með umsögn til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, dagsett 26. október 1998 (10): „I tilskipun Evrópusambandsins er hugtakið per- sónuupplýsingar víðfemt og tekur til allra upplýs- inga, álita og umsagna sem beint eða óbeint má tengja tilteknum einstaklingi, þ.e. allra upplýsinga sem eru persónugreindar eða persónugreinanleg- ar. Af a-lið 2. gr. tilskipunarinnar leiðir að upplýs- ingar teljast persónugreinanlegar ef unnt er að persónugreina þær á grundvelli einhvers auð- kennis, beint eða óbeint, með tilvísun í kennitölu eða annað auðkenni, með eða án greiningarlykils. í 26. gr. formála tilskipunarinnar segir að megin- reglur um vernd skuli gilda um allar persónu- greindar eða persónugreinanlegar upplýsingar og að til þess að ákveða hvort upplýsingar séu per- sónugreinanlegar (rekjanlegar) skuli tekið mið af öllum aðferðum sem megi hugsa sér að ábyrgðar- aðili eða annar aðili geti beitt til að bera kennsl á viðkomandi einstakling. Af því leiðir og að megin- reglur um vernd skuli ekki gilda um upplýsingar sem hafa með öllu verið aftengdar einstaklingum og útilokað gert að rekja þær til einstakra manna. I aðalatriðum eru til tvær leiðir til að tryggja persónuvernd í slíkum gagnagrunni. Annars vegar sú að „aftengja“ persónuupplýsingar persónuauð- kennum og hins vegar sú að „dulkóða“ upplýsing- arnar eins og það er gjarnan nefnt. Gagnagrunns- frumvarpið miðar við að upplýsingar um einstaka menn verði dulkóðaðar fyrir flutning í gagna- grunninn. Er gert ráð fyrir því að upplýsingar í grunninum verði uppfærðar reglulega þegar nýjar upplýsingar bætast við. Til þess er nauðsynlegt að greina megi hvar eldri upplýsingar um sama mann sé að finna og því verða upplýsingar í grunninum ekki aftengdar heldur aðeins dulkóðaðar. Munur þessara tveggja aðferða, dulkóðunar og aftenging- ar, felst í aðalatriðum í því að þegar persónuupp- lýsingar eru dulkóðaðar fær viðkomandi einstak- lingur nýtt og tilbúið skráningar- eða persónuauð- kenni, en til er greiningalykill sem gerir það kleift að persónugreina upplýsingarnar. Þegar upplýs- ingar eru hins vegar aftengdar persónuauðkenn- um fær viðkomandi einstaklingur sem fyrr tilbúið skráningar- eða persónuauðkenni, en að því auð- kenni er hins vegar enginn greiningarlykill. í því tilviki teljast upplýsingar vera ópersónugreinan- legar, nema þær megi persónugreina með öðrum hætti, s.s. með tilvísun í tiltekna þætti sem sér- kenna hinn skráða í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti, sbr. a-lið 2. gr. tilskipunarinnar. Með hliðsjón af öllu framanrituðu telur Tölvu- nefnd ekki að fái staðist sú fullyrðing að í grunnin- um verði ópersónugreinanlegar heilsufarsupplýs- ingar. Er því lagt til að því orði verði sleppt úr ákvæði 1. gr.“ Ekki var farið að þeirri tillögu tölvunefndar að sleppa orðinu um ópersónugreinanleika. Skilgrein- ing tilskipunarinnar um persónuupplýsingar verður síðan að lögum (eins og að framan greinir). Þar sem ekki gengur að hafa greiningarlykil hver sem geymir hann, eins og tölvunefnd benti á, var tekin upp dul- kóðun í eina átt. I framhaldinu er því haldið fram að þar sem ekki er unnt að rekja sig beint til baka eftir dulkóðun nafna eða kennitalna í eina átt þá sé þar með ekki til greiningarlykill. Dulkóðun í eina átt er þannig það lykilatriði frumvarpsins sem ætlað er að tryggja að ákvæði tilskipunarinnar sé virt. 810 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.