Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ SÓTTVARNALÆKNI vörnum Evrópusambandsins sem byggjast á laga- setningu sambandsins (Decision 2119/98/EG). Sam- kvæmt þessum lögum skal koma á farsóttaskrá sam- bandsins, samræma sjúkdómsskilgreiningar og ákvarða hvaða sjúkdóma skuli tilkynna. Farsóttaskrá þessi verður grunnur viðvörunarkerfis og sóttvarna- ráðstafana Evrópusambandsins. Um þessar mundir er unnið að því að koma skránni á laggirnar og eru væntanlegar íslenskar skilgreiningar á sjúkdómstil- fellum sem eru tilkynningarskyld. Vakin skal athygli á því að þegar tilkynnt er um smitsjúkdóm á alþjóð- legum vettvangi er persónuauðkenna aldrei getið. Haraldur Briem SÓTTVARNALÆKNIR Viðauki 1 Reglugerð nr. 221/2001 um bólusetningar á íslandi l.gr. Reglugerð þessi tekur til bólusetninga (ónæmisaðgerða) og fram- kvæmdar þeirra á íslandi. Allar bólusetningar skal skrá. Sóttvarna- læknir er ábyrgur fyrir því að halda skrá um bólusetningar. Sótt- vamalæknir skipuleggur og samræmir bólusetningar um land allt. 2. gr. Bólusetningar barna Bólusetningum barna er ætlað að verja böm gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Bömum með lögheimili hér á landi skal boðin bólusetning gegn eftirtöldum sjúkdómum þeim að kostnaðarlausu: 1. barnaveiki 2. hettusótt 3. H. influenzae b sjúkdómi 4. kikhósta 5. mænusótt 6. mislingum 7. rauðum hundum 8. stífkrampa 3. gr. Bólusetningar fullorðinna Bólusetningum fullorðinna er ætlað að viðhaida endingu barna- bólusetninga eða bæta slíka bólusetningu hafi hún ekki verið gerð á barnsaldri. Skal fullorðnum gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum: 1. stífkrampa 2. barnaveiki 3. lömunarveiki Öllum sem eru 60 ára að aldri eða eldri eða eru í sérstökum áhættuhópum skal gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöld- um sjúkdómum: 1. inflúensu 2. pneumókokkasýkingum Greiðsluhlutdeild fullorðinna samkvæmt þessari grein skal fylgja lögum og reglugerðum um almannatryggingar. 4. gr. Aðrar bólusetningar Bólusetningar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana skv. 12. gr. sóttvarnalaga þegar hætta er á alvarlegum farsóttum vegna eftir- talinna sjúkdóma eða þegar sérstök smithætta er fyrir hendi innan lands skal vera mönnum að kostnaðarlausu: 1. berklaveiki 2. lifrarbólgu A 3. lifrarbólgu B 4. meningókokka sjúkdómi 5. öðrum sjúkdómum sem unnt er og brýnt að beita virkri bólu- setningu gegn. 5. gr. Gefa skal kost á bólusetningum, sem hinn bólusetti greiðir sjálfur fyrir, gegn viðeigandi sjúkdómum vegna ferða fólks úr landi. 6. gr. Bólusetningar samkvæmt þessari reglugerð annast heilsugæslu- stöðvar eða aðrir þeir sem sóttvarnalæknir ákveður að geti haft þær með höndum. Sóttvarnalæknir skal bjóða út innkaup á bóluefnum. 7. gr. Heilsugæslustöðvar skulu í samráði við sóttvarnalækni gera al- menningi kunnugt, hvernig bólusetningum er hagað. 8. gr. Sóttvamalæknir lætur heilsugæslustöðvum í té sérstakt skírteini sem afhent eru þeim sem bólusettir eru. Skal skrá í skírteinið allar bólu- setningar sem viðkomandi gengst undir samkvæmt reglugerð þessari. 9. gr. Sá sem bólusetur skal skrá bólusetninguna í sjúkraskrá. Par skal koma fram hvaða bóluefni var gefið, hvenær það var gefið og hvort aukaverkanir hlutust af. Ef ekki er bólusett skv. 2. gr. skai skrá ástæðu þess. 10. gr. Heilsugæslustöðvar, og aðrir þeir sem sem bóiusetja skulu senda sóttvarnalækni skýrslur um þær, sbr. 1 gr., a.m.k. árlega eða oftar samkvæmt ákvörðun hans. Senda skal sóttvarnalækni tilkynningar um hver var bólusettur, með hvaða bóluefni og hvenær, skv. 2. gr. eða samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis. Tilkynna skal um aukaverkanir bólusetningar samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis. 11. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr„ sbr. 17. gr„ sótt- varnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingu, öðlast þegar gildi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytimi, 9. mars 2001. Ingibjörg Pálmadóttir Davíð Á. Gwmarsson Læknablaðið 2001/87 827
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.