Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 63

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ SÓTTVARNALÆKNI vörnum Evrópusambandsins sem byggjast á laga- setningu sambandsins (Decision 2119/98/EG). Sam- kvæmt þessum lögum skal koma á farsóttaskrá sam- bandsins, samræma sjúkdómsskilgreiningar og ákvarða hvaða sjúkdóma skuli tilkynna. Farsóttaskrá þessi verður grunnur viðvörunarkerfis og sóttvarna- ráðstafana Evrópusambandsins. Um þessar mundir er unnið að því að koma skránni á laggirnar og eru væntanlegar íslenskar skilgreiningar á sjúkdómstil- fellum sem eru tilkynningarskyld. Vakin skal athygli á því að þegar tilkynnt er um smitsjúkdóm á alþjóð- legum vettvangi er persónuauðkenna aldrei getið. Haraldur Briem SÓTTVARNALÆKNIR Viðauki 1 Reglugerð nr. 221/2001 um bólusetningar á íslandi l.gr. Reglugerð þessi tekur til bólusetninga (ónæmisaðgerða) og fram- kvæmdar þeirra á íslandi. Allar bólusetningar skal skrá. Sóttvarna- læknir er ábyrgur fyrir því að halda skrá um bólusetningar. Sótt- vamalæknir skipuleggur og samræmir bólusetningar um land allt. 2. gr. Bólusetningar barna Bólusetningum barna er ætlað að verja böm gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Bömum með lögheimili hér á landi skal boðin bólusetning gegn eftirtöldum sjúkdómum þeim að kostnaðarlausu: 1. barnaveiki 2. hettusótt 3. H. influenzae b sjúkdómi 4. kikhósta 5. mænusótt 6. mislingum 7. rauðum hundum 8. stífkrampa 3. gr. Bólusetningar fullorðinna Bólusetningum fullorðinna er ætlað að viðhaida endingu barna- bólusetninga eða bæta slíka bólusetningu hafi hún ekki verið gerð á barnsaldri. Skal fullorðnum gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum: 1. stífkrampa 2. barnaveiki 3. lömunarveiki Öllum sem eru 60 ára að aldri eða eldri eða eru í sérstökum áhættuhópum skal gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöld- um sjúkdómum: 1. inflúensu 2. pneumókokkasýkingum Greiðsluhlutdeild fullorðinna samkvæmt þessari grein skal fylgja lögum og reglugerðum um almannatryggingar. 4. gr. Aðrar bólusetningar Bólusetningar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana skv. 12. gr. sóttvarnalaga þegar hætta er á alvarlegum farsóttum vegna eftir- talinna sjúkdóma eða þegar sérstök smithætta er fyrir hendi innan lands skal vera mönnum að kostnaðarlausu: 1. berklaveiki 2. lifrarbólgu A 3. lifrarbólgu B 4. meningókokka sjúkdómi 5. öðrum sjúkdómum sem unnt er og brýnt að beita virkri bólu- setningu gegn. 5. gr. Gefa skal kost á bólusetningum, sem hinn bólusetti greiðir sjálfur fyrir, gegn viðeigandi sjúkdómum vegna ferða fólks úr landi. 6. gr. Bólusetningar samkvæmt þessari reglugerð annast heilsugæslu- stöðvar eða aðrir þeir sem sóttvarnalæknir ákveður að geti haft þær með höndum. Sóttvarnalæknir skal bjóða út innkaup á bóluefnum. 7. gr. Heilsugæslustöðvar skulu í samráði við sóttvarnalækni gera al- menningi kunnugt, hvernig bólusetningum er hagað. 8. gr. Sóttvamalæknir lætur heilsugæslustöðvum í té sérstakt skírteini sem afhent eru þeim sem bólusettir eru. Skal skrá í skírteinið allar bólu- setningar sem viðkomandi gengst undir samkvæmt reglugerð þessari. 9. gr. Sá sem bólusetur skal skrá bólusetninguna í sjúkraskrá. Par skal koma fram hvaða bóluefni var gefið, hvenær það var gefið og hvort aukaverkanir hlutust af. Ef ekki er bólusett skv. 2. gr. skai skrá ástæðu þess. 10. gr. Heilsugæslustöðvar, og aðrir þeir sem sem bóiusetja skulu senda sóttvarnalækni skýrslur um þær, sbr. 1 gr., a.m.k. árlega eða oftar samkvæmt ákvörðun hans. Senda skal sóttvarnalækni tilkynningar um hver var bólusettur, með hvaða bóluefni og hvenær, skv. 2. gr. eða samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis. Tilkynna skal um aukaverkanir bólusetningar samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis. 11. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr„ sbr. 17. gr„ sótt- varnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingu, öðlast þegar gildi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytimi, 9. mars 2001. Ingibjörg Pálmadóttir Davíð Á. Gwmarsson Læknablaðið 2001/87 827

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.