Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 67

Læknablaðið - 15.10.2001, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VINNUVERND Vinnuverndarvikan 2001 Vinnuslys eru engin tilviljun Varnir gegn vinnuslysum 14. til 20. október VlNNUSLYS ERU TÍÐ OG OFT ALVARLEG í OKKAR PJÓÐ- félagi. Á hverju ári eru tilkynnt til Vinnueftirlits rík- isins um og yfir 1200 slys, þar af nokkur banaslys. Þau slys sem eru tilkynningarskyld eru slys sem valda meiri fjarvist en sem nemur einum vinnudegi. Það er ljóst að þessi slys eru ekki nema brot af þeim fjölda vinnuslysa sem kemur á slysavarðstofur og heilsu- gæslustöðvar á ári hverju. í nýlegri könnun á líðan, heilsufari og vinnuumhverfi starfsfólks á öldrunar- stofnunum sem Vinnueftirlitið hefur gengist fyrir kemur fram að algengi vinnuslysa og umferðarslysa er svipað eða um 5%. I Evrópusambandinu má gera ráð fyrir að um 5500 manns deyi í vinnuslysum ár hvert og um 146 milljón vinnudagar tapist. Er þá ein- vörðungu tekið tillit tii slysa sem valda meir en þriggja daga fjarveru. Það að hrasa, detta eða falla, annað hvort á jafn- sléttu eða af hærri stað, eru algengustu ástæður þess að fólk slasast við vinnu sína. Margar ástæður eru fyrir þessum vinnuslysum, til dæmis er ógætileg notkun stiga og vinnupalla, slæm umgengni um vinnusvæði, verkfæri eru skilin eftir í gangvegi eða ekki er vakin athygli með öruggum hætti á að gólf séu hál. Samkvæmt vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins eru vinnuslys algengust meðal ungra karlmanna, ein- staklinga sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnu- markaði. Menntun skiptir miklu máli. Samkvæmt vinnuslysaskránni er um helmingur vinnuslysa meðal ófaglærðra á fyrsta starfsári, en um fjórðungur vinnuslysa er á fyrsta starfsári faglærðra iðnaðarmanna. Árvekni er nauðsyn og þess vegna er kveðið á um í vinnuverndarlögum (nr 46/1980) að allir vinnandi menn eigi rétt á lágmarkshvíldartíma. Þetta ákvæði er sett meðal annars til að vinna gegn sjúkdómum, streitu og til að koma í veg fyrir vinnu- slys vegna ofþreytu. Margir aðrir þættir skipta máli svo sem líkamlegt atgervi og heilsa starfsmannsins. Til dæmis hefur í sumum rannsóknum hár líkamsþyngdarstuðull/offita tengst við aukna tíðni vinnuslysa (1), en ljóst er að ef menn eru illa á sig komnir getur það haft veruleg áhrif á getu þeirra til að ljúka vinnu með öryggi. Þreyta vegna of mikillar vinnu getur valdið mikl- um vandræðum eins og áður er um getið. Aðrir þætt- ir eru ekki síður mikilvægir svo sem þreyta sem teng- ist lífsstfl þar sem fólk fer seint að sofa en þarf að vakna snemma til vinnu. I þessu sambandi er rétt að undirstrika að vel þekkt er að þeir sem misnota áfengi eru til muna líklegri en aðrir til þess að vera fjarverandi vegna vinnutengdra slysa eða óhappa (2). I fyrrgreindri könnun Vinnueftirlitsins kom í ljós að þeir sem misnota áfengi eru 3,5 sinnum lfklegri til að hafa lent í vinnuslysum en aðrir starfsmenn. Viðhorf manna til vinnunnar er mikilvægur áhættuþáttur sem oft gleymist, en lítil starfsánægja tengdist meir en tvö- falt aukinni hættu á að lenda í vinnuslysum sem leiða til fjarveru (2). Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn yfir verk og vinnusvæði, þannig að bendingar samstarfsmanna sjáist vel og menn geti í tíma greint þær hættur sem eru á vinnusvæðinu (3). í þessu sambandi er rétt að vekja athygli lækna á ábyrgð þeirra þegar þeir skoða fólk með tilliti til dómgreindar, sjónar, heyrnar og jafnvægisskyns. Við þurfum að vekja athygli sjúk- linga okkar á því þegar við teljum starfsgetu þeirra skerta, hvort sem er vegna sjúkdóma eða læknismeð- ferðar til lengri eða skemmri tíma, og kynna þeim hvað eru viðeigandi viðbrögð. Við getum ekki sinnt sjúklingum okkar vel nema með að vita í hvaða um- hverfi þeir hrærast og stór hluti þess er vinnustaður- inn. Við þurfum því að taka atvinnusögu af fólki sem leitar til okkar. í tengslum við vinnuverndarvikuna vil ég skora á lækna, og þá sérstaklega heimilislækna, en heilsugæslan er einn af hornsteinum forvarna, að spyrja sjúklinga sem leita til þeirra, um vinnu þeirra og um varúðarráðstafanir gegn vinnuslysum á þeirra vinnustað svo sem: 1. Eru öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður á þínum vinnustað? 2. Eru viðeigandi persónuhlífar tiltækar, notaðar og í lagi? 3. Er viðeigandi öryggisbúnaður á vélum í lagi? Er nauðsynlegur einangrunar- eða útblástursbún- aður fyrir hendi? 4. Eru leiðbeiningar um vélar og tækjabúnað á ís- lensku aðgengilegar? 5. Sé unnið með varasöm efni á vinnustaðnum: Eru öryggisleiðbeingar tiltækar? Er augnskolunarbúnaður fyrir hendi? Er um mengunarvandamál að ræða? 6. Er nýliðum leiðbeint um öryggisatriði? 7. Er umgengni í lagi? 8. Er ræsting í lagi? 9. Er hávaði undir leyfilegum mörkum? 10. Er sjúkrakassi og kunnátta í skyndihjálp á staðn- um? Læknablaðið 2001/87 831
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.