Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / HÓMÓCYSTEIN, FÓLAT, KÓBALAMÍN Hómócystein, fólat og kóbalamín í íslenskum konum og körlum Elín Ólafsdóttir'ó Björk Snorradóttir*, Arndís Theodórs1, Örn Ólafsson2, Anna Helgadóttir', Vilmundur Guðnason’ 'Meinefnafræðideild, Rann- sóknastofnun Landspítala Hringbraut, 2Eirberg, Land- spítala Hringbraut, 3íslensk erfðagreining, 4Rannsóknar- stöð Hjartaverndar. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Elín Ólafsdóttir, meinefnafræði- deild, Rannsóknastofnun Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000; netfang: elino@landspitali.is Lykilorð: Hómócystein, viðmiðunarmörk, fólat, kóbalamín. Ágrip Tilgangur: Að finna viðmiðunarbil (reference inter- vals) og millifjórðungsbil (interquartile ranges) fyrir heildarhómócystein (Hcy), fólat og kóbalamín í blóði íslenskra karla og kvenna og kanna sambandið milli Hcy annars vegar og fólats og kóbalamíns (vítamín B12) í sermi hins vegar. Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað á þriggja mánaða tímabili 1999-2000 úr 449 einstak- lingum, 291 karli (meðalaldur 48,3 ár) og 158 konum (meðalaldur 49,8 ár). Hcy í plasma var mælt með HPLC aðferð og flúrskímu- (fluorescence) greiningu, en fólat og kóbalamín í sermi var greint með rafónæmisaðferð á ELECSYS tæki frá Roche. Niðurstöður: Viðmiðunarbil fyrir Hcy, milli 2,5% og 97,5% fraktíla, ákvörðuð með stikabundinni (parametric) aðferð reyndust vera 6,2-17,5 pmól/L fyrir karla og 4,8-14,1 pmól/L fyrir konur. Gögnin sýna ennfremur aldursháða hækkun á Hcy bæði í körlum og konum og eru efri mörk 70 ára karla yfir 19 pmól/L en 70 ára kvenna yfir 16 pmól/L. Viðmið- unarmörk voru ákvörðuð á sama hátt fyrir fólat og kóbalamín. Neikvæð línuleg fylgni milli Hcy og fólats er marktæk (p<0,01) bæði í körlum og konum með fylgnistuðul -0,39 þegar hópurinn er skoðaður óskiptur. Sama niðurstaða fæst milli Hcy og kóbal- amíns ef hópurinn er skoðaður í heild en þar er fylgnistuðullinn -0,20. Ályktanir: Viðmiðunarmörk fyrir Hcy fengin í óvöldum hópi íslenskra karla og kvenna eru birt hér í fyrsta sinn og munu þau nýtast við áhættumat á hjarta- og æðasjúkdómum. Samband Hcy við gildi á fólati og kóbalamíni í blóði ber saman við niðurstöð- ur í erlendum rannsóknum og benda til þess að hluti íslendinga gæti hagnast af bættum vítamínbúskap við að lækka Hcy í blóði. Inngangur Rannsóknir hafa sýnt að hár styrkur hómócysteins í blóði fylgir hjarta- og æðasjúkdómum (1). Hómó- cystein (Hcy) er metið þar sem sjálfstæður áhættu- þáttur, en þó er ekki enn vitað hvort það er beint þátttakandi í meingerð æðakölkunar (2-5). Styrkur Hcy í frumum líkamans er háður virkni þeirra ensíma sem koma að efnaskiptum hómócysteins, en aðrir þættir eins og nægilegt framboð af fólati, kóbalamíni og pyridoxal fosfati hafa einnig umtalsverð áhrif til lækkunar á Hcy í blóði (1,3). Hcy myndast úr amínó- sýrunni methíonín og er það eina þekkta myndunar- ENGLISH SUMMARY Ólafsdóttir E, Snorradóttir B, Theodórs A, Ólafsson Ö, Helgadóttir A, Guðnason V Homocysteine, folate and cobalamin in lcelandic men and women Læknablaðið 2001; 87: 793-7 Objective: To determine reference intervals and interquartile ranges for total homocysteine (Hcy) folate and cobalamin in lcelandic men and women and to evaluate the correlation of Hcy to serum levels of the vitamins folate and cobalamin. Material and methods: Blood samples were collected from 449 individuals over a period of three months, 291 men (mean age 48.3 years) and 158 women (mean age 49.8 years). Plasma Hoy was measured by a HPLC method with fluorescence detection; folate and cobalamin levels in serum were measured by an electroimmuno- chemical method on an ELECSYS system from Roche. Results: The reference interval for Hcy, between 2.5% and 97.5% fractiles, estimated by parametric statistics, are 6.2-17.5 pmol/L for men and 4.8-14.1 pmol/L for women. Similarly the 95% reference intervals for folate and cobalamin were estimated using parametric statistics. A significant negative correlation was found between concentrations of folate and Hcy for both men and women (p<0.01) with a correlation coefficient of -0.39 and also between cobalamin and Hcy where the correlation coefficient is -0.20. Conclusions: Reference interval for Hcy from the general presumed healthy population is estimated here for the first time in lcelandic men and women and will be of value in cardiovascular risk assessments. The negative correlation between Hcy and folate and also Hcy and cobalamin, is in agreement with results from other studies and suggests that an improved vitamin status might be beneficial in lowering Hcy in a section of the population as has been suggested in numerous studies in other countries. Key words: homocysteine, reference interval, folate, cobalamin. Correspondence: Elín Ólafsdóttir: E-mail: elino@landspitali.is ferli Hcy í líkamanum. Prjú ensím sem taka þátt í myndun Hcy nota fólat, kóbalamín og pyridoxal fos- fat sem kófaktora og því getur lágur styrkur þeirra haft áhrif til lækkunar á styrk Hcy ekki síður en erfðabreytileiki í genum þeirra ensíma sem stýra efnaskiptaferli amínósýrunnar. Rannsóknir á ensím- unum þremur, cystathion-beta-syntetasa (6), methí- Læknablaðið 2001/87 793
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.