Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTTEKT RÍKISENDURSKOÐUNAR bréfi Ríkisendurskoðunar til undirritaðs var hótað að stefna Læknasetrinu fyrir héraðsdóm til að fá gögnin afhent. Vissulega væri gott fyrir þjóðfélagið allt að fá úr því skorið hversu víðtækt valdsvið Ríkis- endurskoðunar er. Við viljum ekki réttarfar eins og var í Austur-Evrópu fyrir áratug síðan, að yfirvöldin vaði yfir borgarana. Þessi krafa um gögn frá okkur snerist ekki um neinn grun um saknæmt athæfi held- ur fól eingöngu í sér persónunjósnir. Ríkisendur- skoðun getur ekki verið þátttakandi í slíku athæfi. Þessi deila er reyndar deila um mannréttindi og mun þá fara í þann farveg. Þessari skýrslu, sem reyndar er ómerkilegt plagg, fullt af ágiskunum, ber að eyða sem fyrst. Hún er þó skömminni skárri en skýrsla þeirra um ferliverk, sem er eins og slúðurdálkur. Ef ríkisendurskoðandi ber ekki meiri virðingu fyrir starfi sínu, hver ber þá ein- hverja virðingu fyrir þessu embætti? Nær væri Ríksendurskoðun að sinna starfi sínu sem þeim er falið með lögum, að endurskoða fjár- reiður ríkisfyrirtækja svo sem Þjóðleikhússins, held- ur en að vera að eyða tíma sínum í að hnýsast í laun lækna og þar með að brjóta Iög um meðferð persónu- upplýsinga. Hefði stofnunin sinnt starfi sínu hefði mátt fyrirbyggja ýmis óheillamál, sem þar komu upp. Hvers vegna hefur enginn veitt því athygli að ríkisendurskoðandi stóð sig ekki í stykkinu í endur- skoðun ríkisfyrirtækja og verkefna, greiddra með beinum fjárframlögum úr ríkssjóði (samanber lög um Ríkisendurskoðun)? Lög um persónuvernd gilda aftur á móti um alla þegna þjóðfélagsins, líka lækna. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna heil- brigðisráðuneytið vegna þessara lagabrota og fregnir hafa borist af breytingum á almannatryggingalögum sem leggja á fyrir næsta þing, þar sem ætlunin er að afnema gildi samkeppnislaga í heilbrigðisþjónustu. Önnur lög eiga að gilda um lækna en aðra þegna þjóðfélagsins! Læknafélagið verður að svara slíkum breytingum af fullri hörku, þótt það kosti blóð svita og tár. 75. september 2001 Bréf stjórnar LÍ vegna úttektar Ríkisendurskoðunar á launagreiðslum til lækna Vegna úttektar Rikisendurskoðunar á launagreiðslum til lækna bað Guðmundur Ingi Eyjólfsson stjórn Læknafélags ís- lands að athuga lögmæti þess að stofnunin færi fram á upplýsingar um greiðslur til lækna sem unnu fyrir Læknasetrið og Rannsókna- stofuna í Mjódd. Stjórn LI fjallaði um málið 18. september og sendi síðan eftirfarandi bréf til Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Halldórs Blöndal forseta Alþingis og Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda: „í inngangi að skýrslu sem Ríkisendurskoðun gaf út í júlí í sumar um greiðslur opinberra aðila til lækna á árinu 2000 kemur fram að tilefni hennar hafi verið ósk heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um að stofnunin gerði sérstaka úttekt á heildarfyrir- komulagi launagreiðslna til lækna. Ríkisendurskoðun hafi orðið við þessu erindi ráðuneytisins en stofnunin gerði samskonar út- tekt árið 1993 að ósk ráðuneytisins. Tekjur lækna koma að langmestu leyti úr ríkissjóði, sem launa- greiðslur á sjúkrastofnunum og heilsugæslustöðvum og sam- kvæmt reikningum til Tryggingastofnunar ríkisins á grundvelli samninga sérfræðilækna við stofnunina. Heildarkostnaður ríkis- sjóðs að þessu leyti er þekktur og áætlaður í fjárlögum hvers árs. Úttekt Ríkisendurskoðunar á heildarfyrirkomulagi launa- greiðslna til lækna var vinnsla persónuupplýsinga um einkamál- efni einstakra lækna, þar sem tekjur lækna voru sundurliðaðar á kennitölu þeirra, eftir sérgreinum, milli sjúkrastofnana og hvernig laun lækna skiptast eftir starfstöðvum þeirra. Vafasamt er að það standist lög að læknar ein starfstétta í landinu sæti þannig sérstakri persónugreinanlegri skoðun og eftirliti Ríkisendurskoðunar eftir hentisemi framkvæmdavaldsins. Verkefni Ríkisendurskoðunar eru skilgreind í lögum. Þar sem Ríkisendurskoðun upplýsir að umrædd úttekt hafi verið unnin að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins vakna efasemd- ir um að hún hafi verið unnin vegna verkefna sem Ríkisendur- skoðun eru falin í lögum. Persónuvernd hefur tekið þá afstöðu til erindis, sem félagsmaður í Læknafélagi Islands vísaði til Persónuverndar vegna þessarar út- tektar, að falli umrædd úttekt á tekjum lækna utan þeirra verkefna sem Ríkisendurskoðun eru falin með lögum um Ríkisendurskoðun, þá sé rökstuðningur Ríkisendurskoðunar fyrir vinnslunni ófull- nægjandi með vísan til laga um Persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga. Því er nauðsynlegt að vafa um lögmæti úttektar á tekj- um einstakra lækna verði aflétt með því að Ríkisendurskoðun leiti úrskurðar héraðsdóms skv. lögum um Ríkisendurskoðun, um ágreining sem uppi er við fyrrgreindan félagsmann í Læknafélagi íslands varðandi skoðunarheimild stofnunarinnar skv. lögum. Stjórn Læknafélags íslands leggur áherslu á það gagnvart heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Ríkisendurskoðun, sem starfar á vegum Alþingis, að vafa um lögmæti hinnar sérstöku út- tektar á heildarfyrirkomulagi launagreiðslna til einstakra lækna að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verði eytt. Kópavogi 18. september, 2001. Virðingarfyllst f.h. stjórnar Læknafélags íslands Sigurbjörn Sveinsson formaður“ Læknablaðið 2001/87 823
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.