Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 30
■ FRÆÐIGREI NAR / HÓMÓCYSTEIN, FÓLAT, KÓBALAMÍN onín syntetasa og methylen tetrahydrófólat redúkt- asa hafa leitt í ljós algenga erfðabreytileika, sem hafa áhrif á virkni ensímanna og þar með á styrk Hcy (7). Greinileg milliverkun er þó milli ensímanna og getur ákveðin arfgerð í einu bætt upp galla og þar með minnkaða virkni í öðru (8). Hcy hækkar með aldri í báðum kynjum og er að jafnaði hærri í körlum en konum (9,10). Meiri vöðva- massi í körlum skýrir að hluta þennan mun kynjanna, þar sem Hcy er aukaafurð í myndunarferli kreatíns, og við 40 ára aldur mælist munurinn að meðaltali um 2 pmól/L. Ólíkar matarvenjur karla og kvenna geta einnig skýrt hluta af mismuninum. Aldursháðar hækkanir eiga sér vafalítið margþættar orsakir, með- al annars hægir á efnaskiptaferlum líkamans á efri ár- um, ennfremur getur vanfrásog (malabsorption) eða ónógt framboð af fólati og pyridoxal fosfati ásamt minnkaðri nýrnastarfsemi átt sinn þátt í hækkuninni (11). Aðeins um 1% af Hcy sem síast (filtrates) um nýrun fer út með þvagi, afgangurinn er frásogaður í nýrnapíplum og brotinn niður í nýrum. Hér verður greint frá mælingum á Hcy, fólati og kóbalamíni í um 450 einstaklingum sem leituðu til Hjartaverndar á þriggja mánaða tímabili, um ára- mótin 1999-2000. Reiknuð eru 95% viðmiðunarmörk fyrir efnin þrjú ásamt fylgni Hcy við styrk vítamín- anna í sermi. Efniviður og aðferðir Efniviður: Sýnum var safnað úr 158 konum (meðal- aldur 49,8 ár, staðalfrávik 11,8) og 291 karli (meðal- aldur 48,3 ár, staðalfrávik 11,4) á tímabilinu desem- ber 1999 til febrúar 2000. Fólkið kom af höfuðborg- arsvæðinu og var valið úr hópi fólks, sem heimsótti Hjartavernd og voru að eigin mati við góða heilsu. Sýnataka og sýnameðhöndlun: Blóðtaka fór fram að morgni og voru þátttakendur fastandi frá kvöld- inu áður. EDTA blóð var dregið fyrir Hcy mælingar og voru sýnin sett á ís strax að blóðtöku lokinni og skilin innan klukkutíma. Plasma var tekið frá og geymt við -20 gráður. Fólat og kóbalamín voru mæld í sermi og var það einnig geymt við -20 gráður í nokkrar vikur fram að mælingu. Allar mælingar voru gerðar innan fjögurra mánaða frá sýnatöku. Hcy var mælt í 407 sýnum en fólat og kóbalamín úr 391 sýni. Allar þrjár mælingarnar voru gerðar á 349 sýnum, sem valin voru af handahófi úr sýnasafninu. Mœliaðferðir: Til mælinga á Hcy var notað sér- hannað HPLC tæki og mæliefni frá Drew Scientific Ltd, Cumbria, UK. Afoxað Hcy hefur mjög virkan thíolhóp, sem oxast greiðlega í líkamsvökvum og tengist við það öðrum thíolhópum í próteinum eða smærri mólikúlum sem hafa fría thíolhópa. I plasma er aðeins um 1% af Hcy afoxað, það er að segja frítt, um 70% er bundið albúmíni, en afgangurinn er að mestu tengdur amínósýrunni cystein. Algengast er að mæla heildarmagn Hcy í plasma, sem ýmist er Men and women Folate (nmol/L) Men and women Cobalamin (pmol/L) Figure 1. Histograms showing the distribution ofplasma- homocysteine, serum-folate and sertim-cobalamin in Icelandic men and women. Tolal number of data points are the same as shown in table I. skammstafað tHcy (total homocysteine) eða Hcy, þótt átt sé við heildarmagnið, og er sá háttur hafður á hér. Sýnið er meðhöndlað þannig að Hcy afoxast og tengist litarefni, það er síðan aðskilið á „reverse- phase“ HPLC súlu og styrkur þess reiknaður út frá tveimur stöðlum. Breytileiki á mæliniðurstöðum milli daga reyndist um 3% og í ytra gæðamati voru mæliniðurstöður nálægt meðaltali danskra rann- sóknastofa. Fólat og kóbalamín voru mæld með mótefnamæliaðferð (immunometric) á ELECSYS, sjálfvirku mælitæki frá Roche, og voru mæliefnin frá sama fyrirtæki. Breytileiki milli daga á þeim mæling- 794 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.