Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 22

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 22
FRÆÐIGREINAR / ÍFARANDI SVEPPASÝKINGAR eða þriðju kynslóðar kefalóspórín (7), vankómýsín (7) og amínóglýkósíðar (7). í sjö tilvikum höfðu börnin fengið tvö sýklalyf, en í íjórum tilvikum fleiri sýklalyf. Öll börnin voru með djúpan miðbláæðalegg þegar dregið var í blóðræktun og helmingur þeirra var að auki með slagæðalegg. Blóðsýkingum var skipt eftir staðsetningu í æða- leggssýkingar, sýkingar án greinanlegs uppruna og dreifðar sýkingar. Prjár sýkinganna flokkuðust sem æðaleggssýkingar (25%) þar eð sveppir ræktuðust frá enda miðbláæðaleggs. Sex sýkingar (50%) voru án greinanlegrar uppsprettu, en í þeim tilfellum voru djúpir æðaleggir fjarlægðir en ekki sendir í ræktun (3) eða upplýsingar um afdrif leggjanna skorti (3). Þrjú börn (25%) fengu dreifða sýkingu í kjölfar blóðsýk- ingarinnar. Tvö þeirra voru fyrirburar og lágu á vökudeild þegar sýkingin greindist. í báðum tilvikum sáust merki dreifðrar sýkingar við ómskoðun af nýr- um og hjá öðru þeirra var lungnamynd talin samrým- ast sveppasýkingu. Þau fengu bæði viðeigandi sveppalyfjameðferð og læknuðust af sýkingunni. Þriðja barnið lá á barnadeild og lést af völdum sýk- ingarinnar. Við krufningu greindist dreifð sveppasýk- ing í lungum, nýrum og rifjum. Algengasti sýkingarvaldurinn var Candida albic- ans og ræktaðist sú tegund úr blóði í níu af 12 blóð- sýkingum (75%). Candida parapsilosis olli tveimur sýkingum og Candida glabrata einni (tafla IV). Allir sveppastofnarnir voru næmir fyrir flúkonasóli og amfóterisíni B (tafla IV). Að meðaltali voru 2,2 blóð- Tafla III. Yfirlit um aðgerðir, notkun lyf/a og djúpra æðaleggja hjá börnum sem greindust með blóðsýk- ingu afvöldum sveppa á íslandi á árunum 1980-1999. Útreikningar á hlutföllum byggjast á fjölda sýkingartil- fella (12). Aðgerðir* Fjöldi tilfella (%) Heilaskurðaðgerð 1 (8) Lýtaaðgerð 1 (8) Innsetning á leggjum 1 (8) Lyf** Sýklalyf*** 11 (92) Barksterar 7 (58) Önnur ónæmisbælandi lyf ekkert Djúpir æðaleggir Djúpir miöbláæðaleggir 12 (100) Slagæðaleggur 6 (50) * Aögeróir síöustu tvo mánuöi fyrir jákvæða blóöræktun. ** Lyf undanfarandi tvær vikur fyrir jákvæöa blóöræktun. *** Miögildi fyrir fjölda sýklalyfja á hvert barn var 2. ræktanir hjá hverju barni jákvæðar fyrir sveppum. Sveppir höfðu ræktast frá öðrum stöðum en úr blóði hjá helmingi barnanna áður en blóðræktun varð já- kvæð. Algengast var að sveppir ræktuðust úr þvagi (3) og loftvegasýnum (3) og í öllum tilvikum var um sömu sveppategund að ræða og síðar ræktaðist úr blóði, eða C. albicans. Sveppasýkingarnar voru meðhöndlaðar með sveppalyfjum í 10 af 12 tilvikum (83%). Sex börn fengu amfóterisín B (ýmist sem deoxycholate- eða lipid complex); í einu tilviki var lyfið notað í sam- setningu með flúsýtósíni. Hætta varð meðferð með amfóterisíni B í einu tilviki vegna aukaverkana. Flúk- ónasól var notað sem upphafsmeðferð hjá fjórum börnum. Meðferðarlengd var 17 dagar að meðaltali. II. Dreifð Candida sýking greind við krufningu eða vefjarannsókn (3): Á rannsóknartímabilinu greindust þrjú börn með dreifða Candida sýkingu við krufningu án þess að sveppir hefðu áður ræktast úr blóði (tafla V, sjúklingar 1-3). Fyrsta barnið var and- vana fætt og var fylgja sýkt með Candida gersvepp- um. Annað barnið var fyrirburi með berkju- og lungnarangvöxt (bronchopulmonary dysplasia). Þriðja barnið greindist við vefjarannsókn með dreifða sýkingu í lifur og nýrum. Viðkomandi var með brátt eitilfrumuhvítblæði og hafði fengið bark- stera og æxlishemjandi lyf áður en sýkingin greindist. Á tölvusneiðmynd sáust einnig merki sýkingar í lifur og milta (hepatosplenic candidiasis). Þessu til viðbót- ar greindist eitt barn með dreifða sýkingu við krufn- ingu, en C. albicans ræktaðist úr blóði þess rétt fyrir andlátið (tafla V, sjúklingur 4) og var því einnig lýst í kaflanum um blóðsýkingar. III. Heilahimnubólga af völdum Candida ger- sveppa (2): Á árunum 1980-1999 greindust tvö tilfelli heilahimnubólgu af völdum C. albicans. Sýkingarnar áttu sér stað árin 1990 og 1995. Gerð er grein fyrir helstu þáttum í tengslum við umræddar sýkingar í töflu V, sjúklingar 5-6. IV. Sýkingar með Aspergillus myglusveppum (2): Á rannsóknartímabilinu greindust tvö börn með ífarandi Aspergillus sýkingar af völdum myglu- sveppsins Aspergillus fumigatus (tafla VI). Bæði börnin voru með illkynja blóðsjúkdóm og höfðu fengið æxlishemjandi meðferð og/eða geislun undan- farandi tvo mánuði áður en sýkingin greindist. Tafla IV. Tegundir sveppa. Candida albicans olli langflestum sýkingunum, eða níu afl2. Afl2 stofnum voru 10 næmis- prófaðir. Kannaö var næmi fyrir flúkonasóli, ítrakónasóli (niðurstöður ekki sýndar) og amfóterisíni B. Sveppategund Fjöldi sýkinga (%) Fjöldi næmis- prófaóra stofna MIC FLU (p-g/mL) Bil MIC AmB (jjig/mL) Bil Candida albicans 9(75) 8 1,5* 0.38-3 0,094* 0,047-0,125 Candida parapsilosis 2(17) 1 2 0,19 Candida glabrata 1 (8) 1 4 0,25 * Miögildi. MIC FLU: Lágmarksheftistyrkur flúkonasóls (jjig/mL). MIC AmB: Lágmarksheftistyrkur amfóterisíns B (p.g/mL). 786 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.