Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 7
RITSTJORWflRGREIWflR ALLHAT rannsóknin: Á að setja alla blóðþrýstingsmeðferð undir sama hatt? Að undanförnu hefur mikið verið rætt um vaxandi kostn- að ríkisins vegna lyfjanotk- unar landsmanna. Almennt er litið á kostnaðaraukningu sem vandamál sem takast þarf á við og beinast þá spjót- in oftar en ekki gegn læknum og því hvernig þeir velja lyf Karl Andersen handa skjólstæðingum sín- um. I lok síðasta árs voru niðurstöður ALLHAT rannsóknarinnar birtar í JAMA (1) og hafa orðið tilefni til mikillar umræðu um hvernig standa skuli að lyfjameðferð við háþrýstingi. I rannsókninni var um 42.000 bandarískum háþrýstingssjúklingum eldri en 55 ára, slembiraðað í fjóra hópa sem fengu blindaða meðferð með annaðhvort chlorthalidone (þíazíð þvagræsilyf), amlodipin (kalsíum blokkari), lisinopril (ACE blokkari) eða doxazocin (alfa blokkari). Reyndist þessi grunnmeðferð ekki ár- angursrík var leyft að bæta við opinni meðferð með reserpin, klonidin eða atenolol. Reyndist sú með- ferð ekki nægileg var enn möguleiki á að bæta við hydralazini. Meðferðartíminn var að meðaltali 4,9 ár, meðalaldur 67 ár, karlar og konur með grunn- gildi blóðþrýstings 146/84 mmHg. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli þar sem í ljós kom að lyfin þrjú, chlorthali- done, amlodipin og lisinopril, voru jafn áhrifarík til lækkunar blóðþrýstings en fjórði armur rannsókn- arinnar með doxazocin var stöðvaður á meðan á rannsókninni stóð þar sem í ljós kom að þessir sjúklingar reyndust í aukinni hættu á að fá hjarta- bilun eða aðra hjarta- og æðasjúkdóma. Enginn rnunur reyndist milli hinna lyfjaflokkanna þriggja í samanlögðum fjölda kransæðadauðsfalla og bráðr- ar kransæðastíflu á rannsóknartímanum. Þó svo að niðurstöður rannsóknarinnar séu neikvæðar í þeim skilningi að ekkert hinna prófuðu lyfja hafi reynst öðru betra, hafa niðurstöðumar vakið mikla athygli þar sem nýju lyfin eru margfalt dýrari en gamla þíazíð þvagræsilyfið. I framhaldi af þessu hafa spunnist miklar um- ræður um lyfjameðferð við háþrýstingi. Fyrstu ályktanir voru að mikið væri bruðlað í blóðþrýst- ingsmeðferð hér og því jafnvel haldið fram að það hefði mátt spara fimm milljarða króna á síðast- liðnum 10 árum ef allir háþrýstingssjúklingar hefðu fengið þvagræsilyf í stað nýrra og dýrari lyfja. Það er þó ýmislegt við form þessarar rannsóknar senr Höfundur er sérfræðingur á hjartadeild Landspítala Hringbraut og situr í ritstjórn Læknablaðsins. veldur því að ekki er réttlætanlegt að draga svo afgerandi ályktanir. I fyrsta lagi eru Iyfin chlorthali- done, reserpin og clonidin ekki á skrá hér og því ekki notuð. I annan stað gerði form rannsóknar- innar það að verkum að algengar og gagnlegar samsetningar lyfja eins og ACE blokker og thiazid voru ekki leyfðar. I þriðja lagi var enginn armur með betablokker sem fyrsta lyf en það er einmitt sá lyfjaflokkur sem er mest notaður hér á landi við háþrýstingi. I niðurstöðum rannsóknarinnar var enginn tölulegur samanburður á tíðni aukaverkana milli lyfjaflokkanna. Að lokum má nefna að 35% þátttakenda í rannsókninni voru blökkumenn, en þeir svara blóðþrýstingslyfjum á annan hátt en hvítir. Allir þessir þættir gera það að verkum að mjög óvarlegt er að alhæfa um að þíazíð þvag- ræsilyf skuli alltaf teljast fyrsta val við háþrýstingi. A hinn bóginn má draga þá ályktun að þíazíð Iyfin (að minnsta kosti chlorthalidon) séu ennþá fullgild lyf í blóðþrýstingsmeðferð, en sem kunnugt er hef- ur sala þeirra dregist mikið saman á undanförnum árum. Læknar verða fyrir harðri markaðssókn lyfja- fyrirtækja og fá mikið af upplýsingum sínum um ný lyf beint frá þeim. Það er vel þekkt staðreynd að áhugi lyfjafyrirtækja á lyfi dvín eftir því sem lengra líður frá því að einkaleyfi þeirra fellur úr gildi og getur stundum ekki þótt svara kostnaði að halda þeim á markaði. Lyfjafyrirtæki hafa það megin- markmið að hagnast á sölu lyfja. í þeim tilgangi leitast þau við að þróa ný lyf og hafa miklar fram- farir í lyfjafræði einmitt komið til vegna þessara hagsmuna. Umfangsmikið fræðslu- og kynningar- starf lyfjafyrirtækja nýtist læknum til að viðhalda þekkingu sinni. Læknar verða hins vegar að halda vöku sinni í samskiptum við lyfjafyrirtæki og gæta þess að þau samskipti séu á faglegum grunni. Lyfja- rannsóknir sem gerðar eru að frumkvæði lyfjafyrir- tækja og í samstarfi við lækna miða oft að því að sannreyna hvort hið nýja lyf taki öðru fram sem fyrir er á markaði. Nauðsynlegt er að læknar kunni að túlka þessar niðurstöður hlutlægt. Að margra áliti eru áhrif lyfjaiðnaðarins á Iæknisfræðilega rann- sóknarstarfsemi alltof mikil. Þessi áhrif leiði til þess að ný og dýr lyf séu tekin fram yfir þau gömlu ódýru sem ekki eru lengur arðbær. Hlutverk læknisins er að gæta hagsmuna sjúk- lingsins og ráðleggja honum þá meðferð sem hann telur að nýtast muni sjúklingnum best. Oftast er sjúklingurinn í þeirri aðstöðu að hann ber ekki skynbragð á rökin fyrir því að taka eitt meðferðar- form fram yfir annað og verður því að treysta á fræðilega þekkingu, reynslu og dómgreind læknis- ins. Við val á lyfjum hefur læknirinn í fyrsta lagi að Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heili greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar nivndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta rnyndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðid 2003/89 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.