Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 78

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / YFIRLÝSING ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA Yfirlýsing Alþjóðafélags lækna um siðfræðileg íhugunarefni varðandi gagnagrunna á heilbrigðissviði Samþykkt á aðalfundi Alþjóðafélags lækna (World Medical Association) í Washington 6. október 2002 1. Rétturinn til einkalífs heimilar fólki að stýra notkun og birtingu upplýsinga um það sem einstaklinga. Leynd persónulegra heilsufarsupplýsinga sjúklings er tryggð með trúnaðarskyldu læknisins. 2. Trúnaður er kjarni læknisstarfsins og er nauðsynleg- ur til að viðhalda trausti og heilindum í samskiptum læknis og sjúklings. Það veitir sjúklingum frelsi til að deila viðkvæmum persónulegum upplýsingum með lækni sínum að vita að einkalíf þeirra verður virt. 3 Grunnreglur þessar hafa verið felldar inn í yfirlýsingar Alþjóðafélags lækna frá stofnun þess 1947, einkum í: 3.1 Lissabonyfirlýsingunni sem kveður á um að: „Reisn sjúklingsins og réttur til einkalífs skuli ætíð virt við læknismeðferð og kennslu41; 3.2 Genfaryfirlýsingunni sem krefst þess að læknar: „gæti fyllsta trúnaðar um allt sem hann veit um sjúk- ling sinn, jafnvel eftir að sjúklingurinn er látinn“; 3.3 Helsinkiyfirlýsingunni þar sem segir: „Það er skylda læknisins við lækningarannsóknir að vernda líf, heilsu, einkalíf og reisn þátttakand- ans.“ „Gæta skal til hins ítrasta að virða einkalíf þátt- takanda í rannsókn, trúnað um upplýsingar sjúk- lingsins og lágmarka áhrif rannsóknarinnar á lík- amlega og andlega heilbrigði þátttakandans og persónuleika hans.“ „í sérhverri rannsókn á mönnum verður að upplýsa alla hugsanlega þátttakendur með full- nægjandi hætti um markmið, aðferðir, fjármögn- un, sérhverja mögulega hagsmunaárekstra, stofn- anatengsl rannsakandans, ætlaða kosti og mögu- lega áhættu rannsóknarinnar og óþægindin, sem kunna að fylgja henni. Upplýsa ætti þátttakand- ann um réttinn til að taka ekki þátt í rannsókninni eða að draga til baka samþykki um þátttöku, hve- nær sem er án eftirmála. Eftir að hafa gengið úr skugga um að þátttakandinn hafi skilið upplýsing- arnar, ætti læknirinn að afla upplýsts samþykkis hans, sem veitt skal af fúsum og frjálsum vilja, helst skriflega." 4. Megintilgangurinn með söfnun persónubundinna heilsufarsupplýsinga er að veita sjúklingnum umönn- un. Það fer í vöxt að þessum upplýsingum sé safnað í gagnagrunna. Gagnagrunnurinn gæti innihaldið sjúkra- skýrslu sjúklingsins eða tilgreindar upplýsingar úr henni, til dæmis þegar um skráningu sjúkdóma er að ræða. 5. Þróun í læknisfræði og heilsugæslu er háð gæða- tryggingu og áhættustýringu ásamt heilsufræðilegum og læknisfræðilegum rannsóknum, að meðtöldum afturvirkum faraldsfræðirannsóknum þar sem notað- ar eru upplýsingar sem snerta heilsu einstaklinga, samfélaga og þjóðfélaga. Gagnagrunnar eru dýrmæt uppspretta upplýsinga fyrir slík aukanot heilsufars- upplýsinga. 6. Tryggja verður að aukanot upplýsinga hindri ekki sjúklinga í að leggja fram trúnaðarupplýsingar vegna eigin heilbrigðisþarfa, að varnarleysi þeirra sé ekki notað eða gengið á það traust sem sjúklingar hafa á læknum sínum. 7. Að því er varðar yfirlýsingu þessa gilda eftirfarandi skilgreiningar: 7.1. Persónulegar heilsufarsupplýsingar eru allar upplýsingar sem skráðar eru með tilliti til líkam- legrar eða andlegrar heilsu persónugreinanlegs einstaklings. 7.2 Gagnagrunnur er kerfi til að safna, lýsa, vista, endurheimta og/eða nota persónulegar heilsufars- upplýsingar frá fleiri en einum einstaklingi, hvort heldur handvirkt eða rafrænt. Þessi skilgreining 254 Læknablaðið 2003/89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.