Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU / NÁMSKEIÐ
Efnt hefur verið til átaks til að vekja athygli ráða-
manna, heilbrigðisstarfsmanna og almennings um all-
an heim á langvinnri lungnateppu sem vaxandi heil-
brigðisvandamáli. Átakið nefnist „Global initiative
for chronic Obstructive Lung Disease“, skammstafað
GOLD. Til þess að bæta greiningu og meðferð sjúk-
dómsins hafa verið teknar saman alþjóðlegar leið-
beiningar sem voru gefnar út 4. aprfl 2001. Að leið-
beiningunum standa meðal annars WHO og NHLBI
(National Heart Lung and Blood Institute í Banda-
ríkjunum). Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar hef-
ur ákveðið að kynna þær og vísa til þeirra á vef Land-
læknisembættisins. Af þessu tilefni hefur sérstakur
vinnuhópur verið stofnaður og í honum eru Gunnar
Guðmundsson lungnalæknir, Halldór Jónsson heimil-
islæknir, Jón Bjarnarson heimilislæknir og Þórarinn
Gíslason lungnalæknir. Leiðbeiningarnar hafa verið
sendar hópi lækna til umfjöllunar. Þær hafa þegar ver-
ið samþykktar af Félagi íslenskra heimilislækna.
Æskilegt er að leiðbeiningar þessar verði teknar til
faglegrar umfjöllunar af sem flestum einstaklingum
og sérgreinafélögum. Ábendingum um breytingar
studdum heimildum má koma til formanns vinnu-
hópsins, Þórarins Gíslasonar, thoraríg@ landspitali.is
Leiðbeiningarnar má einnig nálgast á heimasíðu
GOLD www.goldcopd.com
Workshop Report eru lengstar og ítarlegastar.
Excutive Summary er nokkuð styttri og þar er hægt er
skoða öll atriði leiðbeininganna í einu pdf-skjali.
Pocket Guide er stuttur útdráttur úr aðalatriðunum.
Ætlunin er að birta hann á íslensku síðar.
Merki GOLD-átaksins.
útgáfunnar sem œtlunin er
að birta á íslensku.
Endurmenntunarstofnun HÍ
Þrjú námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn
Upplýsingatækni - gagnaleit
Að nota netið íþágit sjúklinga
Einkum ætlað fagfólki og stjórnendum í heilbrigðis- og félags-
þjónustu.
Fjallað er um hvernig afla megi hagnýtra og traustra upplýsinga
sem gagnast geta sjúklingum og hægt er að vísa þeim á til að þeir
drukkni ekki í gögnum um aragrúa grunnrannsókna. Hvernig á að
lifa af í því upplýsingaflóði sem á okkur skellur daglega og hvar eru
haldbestu og öruggustu heimildirnar? Kynning á bestu læknis-
fræðilegu vefsvæðunum með áherslu á „evidence based“ vefsíður
hjá stofnunum sem gagnrýna og meta upplýsingar og setja síðan
niðurstöður í samhengi við aðrar rannsóknir um sama efni.
Kennari: Sigurður Helgason sérfræðingur í heimilislækningum
og ritstjóri klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu.
Tími: Mán. 3., mið. 5. og mán. 10. mars 2003 kl. 17:00-19:00.
Verð: 15.800 kr.
Fyrirlestrar með PowerPoint - grunnnámskeið
Einkum ætlað fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en er
öllum opið.
Forritið PowerPoint býr yfir öflugum möguleikum í gerð glæra
og kynningarefnis. Kennd eru grunnatriði í uppsetningu á fyrir-
lestrum með PowerPoint-forritinu.
Kennari: Þórunn Óskarsdóttir verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi
hjá kennslusviði HÍ.
Tími: Þri. 11. og fim. 13. mars 2003 kl. 17:00-19:00.
Verð: 13.800 kr.
Fyrirlestrar með PowerPoint - framhaldsnámskeið
Einkum ætlað fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en er
öllum opið.
Kennt er hvernig nota má möguleika PowerPoint við gerð
glærukynninga, þar sem möguleikar forritsins eru nýttir til hins
ýtrasta og leiðir til að nálgast og taka inn í erindi efni af Netinu.
Kennari: Þórunn Óskarsdóttir verkefnisstjóri og kennsluráðgjafi
hjá kennslusviði HI.
Tírni: Þri. 18. og fim. 20. mars 2003 kl. 17:00-19:00.
Verð: 13.800 kr.
Læknablaðið 2003/89 235