Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 17

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / ÞÉTTNI KALKKIRTLAHORMÓNS armörk aðferðanna. Spearmans fylgnistuðull var not- aður til að kanna fylgni PTH mælinganna við þær breytur sem ekki voru normaldreifðar en Pearsons fylgnistuðull var notaður þar sem um normaldreifðar breytur var að ræða. Litið var á konur og karla sér- staklega. Við skoðun á tengslum við aldur var hópn- um skipt niður í fimm aldursflokka. Við framkvæmd- um einnig stigbætta línulega fjölþátta aðhvarfsgrein- ingu til að kanna tengsl PTH mælinga við aðrar breytur eftir að hafa umbreytt PTH með náttúruleg- um lógaritma til að ná fram normaldreifingu. Við settum 0,05 marktæknimörk fyrir inngöngu í módel og 0,10 fyrir útilokun. Sjálfstæðar breytur sem við könnuðum voru BMI, aldur, 25-(OH)-vítamín D, Cystatín C og jónað kalsíum Við útreikninga á öllu öðru en fylgni og samræmi milli aðferðanna tveggja var þeim einstaklingum sem greindust með kalk- vakaóhóf (1° hyperparathyroidism) sleppt þar sem eðlilegt samband kalsíums, D-vítamíns og PTH er truflað hjá þeim einstaklingum. Kalkvakaóhóf var skilgreint sem PTH gildi ofan viðmiðunarmarka PTH elecsys og heildar kalsíum yfir 2,60 eða jónað kalsíum yfir 1,33. Niðurstöður eru skráðar sem með- altal ± staðalfrávik nema annað sé tekið fram. Við útreikninga var notast við SPSS 11,0 tölfræðiforrit. Niðurstöður Rannsóknarhópurinn og helstu breytur Fyrstu 12 mánuði rannsóknartímans voru 1200 ein- staklingar valdir í úrtak rannsóknarinnar. 1096 fengu boð um þátttöku þar sem útlendingar, burtfluttir og látnir voru ekki teknir með. Af þeim komu 746, 492 konur og 254 karlar til skoðunar sem er 68%. Fyrir okkar úrvinnslu útilokuðum við 290 manns vegna lyfjanotkunar eða sjúkdóma. Eftir stóðu 456 einstak- lingar, 247 konur og 209 karlar. Skiptingu í aldurs- hópa má sjá í töflu I. Meðaltal PTH elecsys mælingarinnar var 43,9± 22,2 pg/ml hjá konum og 38,4±15,3 pg/ml hjá körlum. Meðaltal PTH cap mælingarinnar var 25,6±12,2 pg/ml hjá konum og 23,0±9,6 pg/ml hjá körlum. PTH cap mældist í flestum tilfellum lægra en PTH elecsys. Þó mældust 19 einstaklingar með hærra PTH cap en PTH elecsys, 5 konur og 14 karlar. Meðaltal og staðalfrávik annarra þátta má sjá í töflu II. Fylgni og samrœmi PTH mœlinganna Fylgni milli PTH elecsys og PTH cap reyndist vera 0,787 (P<0,001) fyrir konur og 0,690 (P<0,001) fyrir karla (mynd 1). Meðal kvenna lentu 18 ofan viðmiðunarmarka framleiðenda við báðar mæliaðferðir. 14 ofan við- miðunarmarka eingöngu hjá PTH elecsys og 15 ein- göngu hjá PTH cap (tafla III). Meðal karla lentu þrír ofan viðmiðunarmarka á báðum prófum, sjö ein- göngu hjá PTH elecsys og sex eingöngu hjá PTH cap Tafla I. Aldursskipting rannsóknarhópsins. Fæóingarár Konur Karlar Fjöldi % Fjöldi % 1916 14 5,7 ii 5,3 1921 21 8,5 16 7,7 1926 26 10,5 18 8,6 1931 30 12,1 24 11,5 1936 22 8,9 29 13,9 1941 14 5,7 22 10,5 1946 15 6,1 26 12,4 1951 23 9,3 25 12,0 1956 32 13,0 20 9,6 1961 50 20,2 18 8,6 Samtals 247 100,0 209 100,0 Tafla II. Helstu breytur í rannsóknarhópnum. Konur (N=247) Karlar (N=209) Breytur Aldur (ár) 59 ± 15 61 ± 13 BMI* (kg/m2) 26,6 ± 4,8 27,1 ±3,8 Fituhlutfall (%) 35,7 ±6,1 24,6 ± 5,3 Blóðrannsóknir PTH elecsys (pg/ml) 43,9 ± 22,2 38,4 ± 15,3 PTH cap (pg/ml) 25,6 ± 12,2 23,0 ± 9,6 Heildarkalsíum (mmól/L) 2,34 ± 0,09 2,33 ± 0,08 Jónað kalsíum (mmól/L) 1,24 ± 0,05 1,24 ± 0,03 Fosfór (mmól/L) 1,12 ± 0,15 1,00 ± 0,15 25-(0H)-vítamín D (nmól/L) 45 ± 20 47 ± 19,4 Cystatín C (mg/L) 1,04 ± 0,26 1,02 ± 0,21 Kreatínín (pmól/L) 72,3 ± 14,2 89,1 ± 13,8 Alkalískir fosfatasar (U/L) 150 ± 54 151 ± 35 * Body Mass Index Mynd 1. Fylgni milli PTH elecsys og PTH cap. PTH elecsys = 7,30 + 1,43*PTH capfyrir konur og PTH eclecsys = 13,02 + 1,U*PTH cap fyrir karla. Fylgni var 0,787 (P<0,001) fyrir konur og 0,690 (P<0,001) fyrir karla. Bláu línurnar tákna efri viðmiðunarmörk aðferðanna. Tafla III. Samræmi milli PTH elecsys og PTH cap hjá konum. PTH cap viðmiðunarmörk ofan marka innan marka Samtals PTH elecsys viðmiðunarmörk ofan marka 18 14 32 innan marka 15 200 215 Samtals 33 214 247 Læknablaðið 2003/89 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.