Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÓNMÆLINGAR eiga að snúa reglunum aftur við þá hlýtur það að gilda um augnlækna ekki síður en sjóntækjafræðinga. Ef augnlæknum verður gert heimilt að ávísa gleraug- um á eigin verslun, er þá ekki rétt að hann fái einnig að afhenda þar helstu augnlyf? Reglur og fyrirkomu- lag verður að gilda á báða bóga. Augnlæknar hafa alla þá þekkingu til að bera sem þarf til að vinna og afgreiða gleraugu og þeir hafa einnig þá þekkingu sem þarf til að afgreiða lyf. Ef þess er ekki gætt að augnlæknar njóti sambærilegra skilyrða og sjón- tækjafræðingar, er hætt við að þeir sitji eftir með alla sína sérþekkingu bundnir í báða skó af höftum, skuldbindingum og skilmálum, alls ófærir um að koma þekkingu sinni til skila. Þetta er afar tvíeggjað mál og hætt við að vopnin geti snúist í höndum sjón- tækjafræðinga ef af verður. Þeir hafa mikinn hag af því að hafa skýrt afmarkað starfssvið, eins og nú er, meiri hag en þá jafnvel grunar. Sjóntækjafræðingar misstu fyrir eigin handvömm sölu staðlaðra lesgler- augna úr sínum höndum fyrir 15-16 árum. Ekki verð- ur fjallað nánar um það mál hér en það réttlætir ekki breytingu á núverandi fyrirkomulagi, eins og þeir hafa haldið fram (5) og þeir hafa við engan að sakast nema sjálfa sig. Við búum við afar skilvirkt fyrirkomulag. Grein- ing augnsjúkdóma er góð. Skýrt er skilið milli ráð- legginga og vinnslu á gleraugum. Starfssvið eru skýrt aðgreind. Það er til mikilla hagsbóta fyrir alla, ekki síst „neytandann“. Snertilinsur Hvergi í veröldinni er skilið milli linsumátunar, eftir- lits og afgreiðslu á linsum. Sami aðili verður að sjá um það allt ef vel á að vera. Sérþekkingu þarf til að máta snertilinsur. Það getur ýmist verið sérmenntaður sjón- tækjafræðingur, sérmenntaður augnmælingamaður (optometristi) eða augnlæknir með snertilinsur sem undirsérsvið. Víða hafa þessir aðilar með sér samtök, annars staðar er mikil togstreita. Aðeins örfáir sjón- tækjafræðingar hérlendis hafa alþjóðleg réttindi á þessu sviði. Ekki hefur verið vilji til stofnunar félags snertilinsumátenda hérlendis. Of langt mál er að fara nákvæmlega útí það hér en sjóntækjafræðingar af- baka mjög staðreyndir í sambandi við sjónmælingar sínar og snertilinsumátun. Jóhann Sófusson hóf snertilinsumátun hér á landi fyrir 1970 og stóð afar vel að því. Hann starfaði í góðri samvinnu við augn- lækna. Hilmar Herbertsson kom síðar að snertilinsu- mátun, Helmut Kreidler og fleiri. Allir þessir menn unnu störf sín vel og hófu þau áður en lög um sjón- tækjafræðinga voru sett. Þeir mátuðu snertilinsur samkvæmt forskrift og að lokinni skoðun augn- læknis. Fleiri sjóntækjafræðingar komu síðan að snertilinsum. Kunnátta sumra var lítil, linsur voru illa mátaðar og jafnvel seldar án mátunar og eftirlits og svo er enn. Mikið var urn snertilinsuvandamál þegar undirritaður hóf störf hér á landi 1982. Augnlæknar urðu beinlínis að koma að þessum málum, þó þeir hefðu fram að því ekki haft tök á að sinna þeim vegna fáliðunar. Sjóntækjafræðingar hérlendis hafa engar staðlaðar reglur sín á milli um snertilinsumátun eins og víðast er. Margir þeirra uppfylla ekki þær kröfur sem gera verður um starfsemi þeirra. Einfaldar sjón- mælingar tengdar snertilinsumátun sjóntækjafræð- inga eftir forskoðun eða forskrift augnlæknis réttlæta á engan hátt að þeir hefji almennt sjónlagsmælingar. Aðkoma Landlæknisembættisins Augnlæknar hafa kvartað yfir og kært sjónmælingar sjóntækjafræðinga til Landlæknisembættisins urn nokkurt skeið. Embætlið hefur þó lítið aðhafst. Að- gerðarleysi embættisins gefur sjóntækjafræðingum byr undir báða vængi. Vera má að embættið sé hlynnt breytingum á núverandi fyrirkomulagi og vilji í raun veita sjóntækjafræðingum réttindi til sjónmælinga. Það þarf þá að vinna að því. Embætti landlæknis er umsagnaraðili fyrir Heil- brigðisráðuneytið í málurn sem þessum. Lögin eru skýr, afbakanir sjóntækjafræðinga á veigamiklum at- riðum og dylgjur um snertilinsumátun augnlækna breyta þar engu um. Hver dagur sem líður er vatn á myllu sjálfsréttlætingar sjóntækjafræðinga. Hver dag- ur sem líður án aðgerða heilbrigðisyfirvalda skaðar augnlækningar, ímynd þeirra og skilvirkni. Landlækn- ir leggur því miður með aðgerðarleysi sínu nokkra blessun yfir það sem er að gerast og skaðar málstað augnlækna. Þá veikir það málið, með fullri virðingu, að það er að mestu í höndum aðstoðarlandlæknis. Núverandi ástand Ögranir sjóntækjafræðinga eru með öllu ólíðandi. Það er ótrúlegt að Dögg Pálsdóttir lögfræðingur þeirra hafi ráðlagt þeim að hefja sjónmælingar og brjóta lög á almenningi á þann veg sem raun ber vitni. Þetta snýst ekki um frjálst val gleraugnanot- enda, „einokun augnlækna“ eða frjáls viðskipti. Þetta snýst um skilvirka læknisfræði og eðlilega viðskipta- hætti. Nú þegar eru komin þrjú staðfest dæmi um gláku eða háþrýsting augna hjá einstaklingum sem komu til augnlæknis vegna óánægju með gleraugu mæld út og seld af sjóntækjafræðingi. Burtséð frá glák- unni - sem er auðvitað ánægjulegt að uppgötvaðist - hvað gera sjóntækjafræðingarnir fyrir þessa þrjá ein- staklinga varðandi gleraugun? Það er ógaman og sjálfsagt brot á siðareglum lækna að beita fyrir sig einstökum tilvikum, eins og nefnd eru hér að ofan, til að skýra mál sitt, en svona er þetta. Þessi tilvik hafa verið kærð til landlæknis. Undirritaður er tilbúinn að vinna af fullum heilind- um með sjóntækjafræðingum að lausn þessara mála, svo fremi það samrýmist góðum og skilvirkum augn- Læknablaðið 2003/89 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.