Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 73

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 73
S M A S J A I N lækningum, heilindum gagnvart þeim sem þurfa á þjónustu okkar að halda og eðlileg- um viðskiptaháttum. Klisju- og áróðurs- kenndur málflutningur, eins og þegar þeir leggja sjónmælingu sína og skoðun augn- læknis að jöfnu og gera á því verðsaman- burð, stuðlar ekki að bættu samstarfi. Augn- skoðun er annað og miklu meira en sjón- og sjónlagsmæling sem er auðvitað ómissandi hluti af skoðun augnlæknis. Það er ekki sæmandi fyrir stétt sem vill kalla láta kalla sig heilbrigðisstétt að stunda lögbrot á þann hátt sem raun ber vitni og réttlæta þau með fyrri brotum. Lokaorð Þetta er snúið mál og málflutningur sjón- tækjafræðinga gerir það ekki auðveldara viðfangs. Sjónmælingar þeirra munu aldrei geta komið í stað skoðunar augnlæknis. Menntun, þekkingarstig og viðhorf fjöl- margra sjóntækjafræðinga er þess eðlis að það mun óhjákvæmilega bitna á nauðsyn- legri samvinnu við augnlækna. Það verður erfitt og í raun ógerlegt að semja viðhlítandi reglur um starfsemi sjóntækjafræðinga og sjá til þess um leið að skilvirkni augnlækn- inga fari ekki forgörðum. Hvað neytendur eða almenning varðar þá hlýtur skoðun sjón- tækjafræðings að verða viðbót, því regluleg augnskoðun er nauðsynleg. Sjóntækjafræð- ingurinn situr beggja vegna borðs í mæling- um sínum, ráðleggingum og sölu á gleraug- um. Vinna sjóntækjafræðinga er hreint ekki ódýr, þvert á móti. Þess ber aftur að geta, að fjölmargir telja sig þurfa gleraugu, án þess að svo sé. Margt getur legið að baki og sumt hreint ekki augljóst. Læknisfræðilegar for- sendur sem liggja til grundvallar núgildandi fyrirkomulagi verða styrkari með hverju ár- inu. Vaxandi kröfur eru um það í viðskipta- heiminum að skilja skýrt milli hagsmuna. Það er skoðun höfundar að íslendingar búi við fyrirkomulag í augnlækningum og gler- augnasölu sem er að mörgu leyti sérstætt en einstaklega skilvirkt og gott. Það þarf miklu veigameiri rök en fram hafa komið í kröf- um sjóntækjafræðinga til að breyta því fyrir- komulagi. Heimildir 1. Með gleraugum neytandans, Morgunblaðið 07.02.03: 28. 2. Sjóntækjafræðingar halda mælingum áfram, Morg- unblaðið 14.02.03:12. 3. Björnsson G. Brugðið upp augum, saga augnlækn- inga frá öndverðu til 1987. Háskólaútgáfan, Reykja- vík; 2001:168. 4. Björnsson G. The primary glaucoma in Iceland. Acta Ophthalmol, suppl. 91, Munksgaard Copen- hagen 1967. 5. Ársælsson AÖ, Gunnarsdóttir K. Sjónmælingar eru ekki læknisverk, Morgunblaðið 10. 02.03:17. 6. Björnsson G. Brugðið upp augum, saga augnlækn- inga frá öndverðu til 1987. Háskólaútgáfan, Reykja- vík; 2001:149-50. 7. Sama rit: 152. 8. Sama rit; tafla 16: 37. 9. Úrelt lög eða forsjárhyggja. Viðtal við Kjartan Kristj- ánsson sjóntækjafræðing. Fréttablaðið 13.02. 03: 10. 10. Jónasson F, Sasaki K, Sverrisson T, Stefánsson E, Arnarsson A, Jónsson V, et al. Glauchoma, epi- demiology and detection in Iceland. Reykjavík Eye Study. Acta Ophthalmol Scand 1998; 76, (6): 749. 11. Ringvall A, Blika S, Elsás T, Guldal J, Brevik T, Hestvedt T, et al. The middle Norway screening study II. Prevalence of simple and capsular glau- coma. Acta Ophthalmol Scand 1991; 69: 273-80. 12. Vemon SA, Henry DS, Cader L, Jones SJ. Screen- ing for glaucoma in the community by non ophth- almological staff using semiautomated equipment. Eye 1990; 4: 89-97. Rannsóknir í Heilsugæslunni Mikill áhugi er á því meðal lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sent sinna vísindarannsóknum að fá upp- lýsingar úr efnivið Heilsugæslunnar. Stjórnendum og starfsmönnum henn- ar er bæði Ijúft og skylt að taka þátt í öllu því sem til framfara horfir í heil- brigðismálum og eru því tilbúnir til samvinnu um flest hvað. Að ýmsu þarf þó að gæta og vil ég biðja þá sem hyggja á samvinnu við Heilsugæsluna að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. Það er áhuga- og hagsmunamál Heilsugæslunnar og starfsmanna hennar að vera virkir þátttakend- ur í þeim vísindarannsóknum sem nota efnivið hennar. Því þarf að huga að samstarfi við heilsugæsl- una áður en rannsóknaráætlun liggur fyrir. 2. Einstökum starfsmönnum Heilsu- gæslunnar er frjálst að vinna að rannsóknum á efniviði sínum í samráði við viðkomandi yfirlækni. 3. Vinna við rannsóknir og upplýs- ingaöflun í vinnutíma kostar tíma og fjármuni. Því þurfa óskir um slíkt að berast lækningaforstjóra sem leggur málið fyrir framkvæmda- stjórn Heilsugæslunnar til frekari ákvörðunar um þátttöku og hugs- anlega gjaldtöku. 4. Svo kann að fara að Heilsugæslan geti ekki sinnt öllum þeim beiðn- um sem til hennar berast. Því munu þær rannsóknir hafa forgang þar sem starfsmenn Heilsugæslunnar eru meðal aðstandenda rannsókn- anna. 21. febrúar 2003 Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri Heilsugæslunnar Læknablaðið 2003/89 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.