Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 81

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / REYKINGAR GRUNNSKÓLANEMA Allsherjarathugun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins 2002 Reykingar grunnskólanema minnkuðu um meira en þriðjung á fjórum árum Innan við 7% nemenda á aldrinum 12-16 ára reykja Um 6,8% grunnskólanema á aldrinum 12-16 ára reykja samkvæmt könnun sem héraðslæknar gerðu í fyrravor í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykja- víkur og með stuðningi Tóbaksvarnanefndar. Pessi tala var 11,4% árið 1998 og hefur því lækkað mikið. í Reykjavík var hlutfallið 7,7% árið 2002 en hafði ver- ið 32,0% árið 1974. Könnunin var gerð í apríl 2002, náði til rúmlega tuttugu þúsund nemenda á aldrinum 10-16 ára um land allt og var sambærileg við kannanir sem gerðar hafa verið á fjögurra ára fresti, á landsvísu síðan 1990 og í Reykjavík síðan 1974. Helstu niðurstöður fyrir landið í heild sýna að nú reykja 7,0% pilta og 6,5% stúlkna í aldurshópnum 12-16 ára miðað við allar reykingar. Ef aðeins er litið á daglegar reykingar lækkar hlutfallið hjá piltum í 5,4% og hjá stúlkum í 3,7%. Minnst er reykt á Vestfjörðum (3,6%) og frá könnuninni fjórum árum áður hafa reykingar minnk- að alls staðar nema á Austurlandi. Af einstökum kaupstöðum koma Seltjarnarnes, ísafjörður og Vest- mannaeyjar best út, þar reykja innan við 2% nem- enda á aldrinum 12-16 ára. Eins og gefur að skilja er meira um reykingar í eldri aldurshópunum heldur en þeim yngri. Innan við 1% tólf ára nemenda reykja en 17% þeirra sem eru sextán ára. Fleiri piltar en stúlkur reykja í flestum aldursflokkum. Um 51% nemenda á aldrinum 10-16 ára komu frá heimilum þar sem hvorki nemendur né aðrir reyktu. Fjórum árum áður var hlutfallið 48% og enn lægra áður, eins og sjá má af því að árið 1974 var þetta hlut- fall 17% í Reykjavík. Könnunin sýnir að ef einhver á heimili reykir eru 50% meiri líkur á að börnin reyki. Einnig var spurt um munn- og neftóbaksnotkun í könnuninni. Sögðust 1,8% nemenda á aldrinum 10- 16 ára nota það oft en 7,4% einstaka sinnum. Svo virðist sem dregið hafi úr munn- og neftóbaksnotk- uninni í heild síðustu ár. Þeir sem reykja ekki nota yfirleitt ekki heldur munn- og neftóbak. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir skipulegri tóbaksfræðslu í grunnskólum síðan 1975. Fyrir fimm árum varð sú breyting að Krabbameins- félagið og Tóbaksvarnanefnd þýddu og gáfu út norskt námsefni, Vertu frjáls - reyklaus, og dreifðu því til allra skóla á landinu. Haldin eru námskeið fyrir Tafla I. Samanburður á reykingum 12-16 ára grunnskólanema eftir landsvæðum 1974-2002. Kannanir héraðslækna og Krabbameinsfélagsins. Allar reykingar 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 Reykjavík 32,0% 23,4% 19,1% 12,6% 10,7% 11,8% 13,1% 7,7% Vesturland 8,0% 9,6% 4,5% Vestfirðir 8,3% 7,9% 3,6% Noröurland vestra 7,6% 10,9% 6,6% Norðurland eystra 6,6% 8,9% 4,9% Austurland 5,9% 8,0% 7,3% Suðurland 12,4% 10,3% 5,9% Reykjanes 11,5% 12,6% 7,3% Allt landið 10,3% 11,4% 6,8% Daglegar reykingar 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 Reykjavík 22,8% 17,1% 14,6% 9,2% 6,4% 8,2% 8,6% 5,7% Vesturland 5,2% 5,7% 6,0% 2,8% Vestfirðir 8,2% 7,2% 5,4% 2,4% Norðurland vestra 2,9% 5,5% 7,7% 3,9% Norðurland eystra 6,3% 2,1% 4,4% 5,8% 3,3% Austurland 6,2% 3,2% 4,6% 4,7% Suðurland 5,5% 4,2% 7,8% 7,2% 3,3% Reykjanes 7,8% 6,7% 8,6% 9,4% 4,7% Allt landið 5,6% 7,2% 7,8% 4,6% Tafla II. Samanburður á reykingum grunnskólanema á öllu landinu eftir aldri og kynjum 2002. Kannanir héraðslækna og Krabbameinsfélagsins. Allar reykingar 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára Piltar 1,0% 0,6% 1,5% 3,1% 6,8% 13,2% 16,5% Stúlkur 0,2% 0,1% 0,4% 2,1% 6,4% 12,7% 17,5% Alls 0,6% 0,3% 0,9% 2,6% 6,6% 12,9% 17,0% Daglegar reykingar 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára Piltar 0,5% 0,2% 1,1% 2,3% 4,9% 10,2% 13,3% Stúlkur 0,0% 0,1% 0,1% 0,7% 2,9% 7,8% 11,5% Alls 0,2% 0,1% 0,6% 1,6% 4,0% 9,1% 12,4% kennara til að leiðbeina um notkun námsefnisins og undanfarin ár hefur verið kannað hvort skólarnir nota það eða ekki. Hefur komið í ljós að meira en sjö af hverjum tíu nemendum fá kennslu sem byggist á þessu fræðsluefni. Norskar rannsóknir sýna að í þeim skólum þar sem stuðst er við þetta námsefni eru reykingar nemenda helmingi fátíðari heldur en þar sem námsefnið er ekki notað. (Fréttfrá Krabbameinsfélaginu) Læknablaðið 2003/89 257
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.