Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR
Table II. Potential indications for omega-3 polyunsaturated fatty acids and sugges- ted doses.
Daily dose of
omega-3 fatty acids (mg)
Condition
Hypertriglyceridemia 4000 mg
Post-myocardial infarction (GlSSI-study) 850 mg
Following coronary artery bypass grafting 3500 mg
Hypertension 3000 mg
Rheumatoid arthritis 2600 mg
Ulcerative colitis 4500 mg
Menstrual pain (adolescent girls) 1800 mg
IgA nephropathy 3300 mg
Cyclosporine-induced vascular disease 4000 mg
Calcium nephrolithiasis 2600 mg
Prophylaxis against hemodialysis access thrombosis 4000 mg
Psychiatric disorders
bipolar illness 9600 mg
schizophrenia 2000 mg*
Formula fed full term infants 20 mg/kg#
Formula fed premture infants 40 mg/kg#
* Eicosapentaenoic acid only # Docosahexaenoic acid only
Table III. Products rich in omega-3 polyunsaturated fattv acids.
Cod Omega 3 Omega forte
liver oil# Omacor™ * capsulesff capsules* Heilsutvenna*
Capsule size (mg) 5 ml 1000 500 1000 1000
Nutritional content
EPA (mg) 400 450 75 275 170
DHA (mg) 500 390 75 180 114
Vitamin-A (pg) 230 0 0 0 525
Vitamin-D (pg) Vitamin-E 5.6 0 0 0 5
Alpha-tocopherol (mg) 5.6 4 10 0 7
Mixed tocopherols (mg) 0 0 3.6 0
# Lysi Ltd., Reykjavik, lceland
* Solvay Pharmaceuticals, Brussels, Belgium
Abbreviations: EPA, eicosapentaenoic acid; DHA, docosahexaenoic acid.
Aukaverkanir
I flestum samanburðarrannsóknum sem framkvæmd-
ar hafa verið hefur ekki komið fram mikill munur á
ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum og lyfleysu með
tilliti til aukaverkana. Þó hafa væg meltingarfæra-
óþægindi, svo sem ropi og lýsisbragð í munni, ógleði,
þemba og hægðabreytingar, verið algengari hjá þeim
sem taka þessar fitusýrur og gæti það fylgt hærri
skömmtum (110,112). Einnig verður að hafa í huga
að hætta á blæðingum getur aukist vegna áhrifa á
blóðflögur (163). Það hefur þó ekki verið staðfest í
þeim rannsóknum sem hér hafa verið tíundaðar og
meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum verð-
ur því að teljast örugg meðferð.
Lyfjaform
Þeir skammtar af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum
sem notaðir hafa verið við meðferð hinna ýmsu sjúk-
dóma eru nokkuð háir (tafla II). Þar sem hlutfall
þessara fitusýra í lýsi er tiltölulega lágt er óráðlegt að
nota það við meðferð sjúkdóma vegna hárrar þéttni
A- og D-vítamíns (tafla III). Því er nauðsynlegt að
hafa völ á lyfjaformi sem inniheldur hærra hlutfall
EPA og DHA. í nokkrum nágrannalöndum okkar
hefur fengist markaðsleyfi fyrir sérlyfið Omacor™,
sem inniheldur sterka blöndu af EPA og DHA (tafla
III). Meginábendingar eru sem fyrr segir hækkuð
blóðþéttni þríglýseríða og meðferð eftir brátt hjarta-
drep. Þetta lyf hefur ekki verið skráð hér á landi en eitt
lyfjaform hefur verið verið samþykkt sem náttúrulyf
(Eskimo-3, Cardinova AB, Uppsalir, Svíþjóð). Það
hefur þó ekki verið markaðssett sem slíkt en í heilsu-
og matvörubúðum er hægt að kaupa afurðir frá ýms-
um framleiðendum sem innihalda mismunandi mikið
af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum og flokkast sem
náttúruvörur (tafla III). Unnt er að reikna út það
magn sem ráðlegt er að taka, byggt á skömmtum sem
beitt hefur verið við meðferð þess sjúkdóms sem um
ræðir (tafla II). Eftir brátt hjartadrep til dæmis er
ráðlegt að taka tvö hylki af Omega-forte (Lýsi hf,
Reykjavík, ísland) daglega.
Með vaxandi notkun ómega-3 fjölómettaðra fitu-
sýra við meðferð sjúkdóma verður mikilvægi þess að
hafa aðgang að öruggu lyfjaformi enn meira því upp
hafa komið vissar áhyggjur varðandi öryggi sumra
þeirra afurða sem á markaði eru. Þær áhyggjur hafa
einkum beinst að mengunarefnum, svo sem snefil-
málmum (164) og eiturefnum á borð við fjölklórtví-
fenýlsambönd. Hreinsun er því mikilvæg og notkun
andoxunarefna, aðallega tókóferóls, til að fyrirbyggja
oxun fitusýranna er mjög þýðingarmikil (165). í þeim
tilvikum þar sem sýnt hefur verið fram á ávinning af
meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum, til
dæmis við háa blóðþéttni þríglýseríða, eftir hjarta-
drep, við iktstýki og IgA nýrnameini, er nauðsynlegt
að læknar geti ávísað þessum fitusýrum sem öðrum
lyfjum í réttri blöndu og styrkleika. Enn fremur þurfa
sjúklingar að eiga kost á slíku lyfi á viðráðanlegu verði
og gæti það kallað á þátttöku sjúkratrygginga.
Niðurlag
Ljóst má vera af því sem rakið hefur verið hér að
framan að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur geta nýst
við meðferð margra sjúkdóma. Ganga sumir svo
langt að mæla með meðferð með ómega-3 fjölómett-
uðum fitusýrum eða aukinni neyslu sjávarfangs sem
næsta skrefi í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma
(166, 167). Þótt öðrum þyki þetta nokkuð djúpt í
árinni tekið (168) má reikna með að hlutverk ómega-
3 fjölómettaðra fitusýra eigi eftir að skýrast betur á
næstu árum. Óhætt er að segja að þessar fitusýrur séu
208 Læknablaðið 2003/89