Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÓNMÆLINGAR Sjónmælingar sjóntækjafræðinga eru á skjön við skilvirkt fyrirkomulag íslenskra augnlækninga Árni B. Stefánsson Höfundur er augnlæknir. Augnlækningar eru elsta sérgrein í læknisfræði hér á landi. Það er engin tilviljun, ekki þarf að segja nein- um hve mikils virði sjón og augnheilsa er. Nú er alvar- lega vegið að þessari merku grein á ákaflega óvæginn hátt. Augnlæknar standa í því aumkunarverða hlut- verki að þurfa að réttlæta sérgrein sína og tilveru, í atlögu sjóntækjafræðinga að greininni í baráttu sinni fyrir sjónmælingaréttindum. Klisjukenndum og órök- studdum fullyrðingum er varpað fram og þær virðast fá hljómgrunn. Morgunblaðið styður „baráttu-1 sjón- tækjafræðinga fyrir réttindum í leiðara (1) og Sam- band ungra sjálfstæðismanna segir í ályktun að „al- mannahagsmunir krefjist að staðinn sé vörður urn at- vinnufrelsið og það verndað gegn þröngum sérhags- munum“ (2). Sjóntækjafræðingar segjast í öðru orðinu vera heil- brigðsstétt til að ná til sín viðskiptum með sjónmæl- ingum, en í hinu halda þeir því fram að sjónmælingar séu ekki læknisfræðilegs eðlis til að réttlæta sókn sína á augnlækna og augnlækningar, einnig til að ná til sín viðskiptum. Augnlæknar eru eins og aðrir læknar bundnir af læknaeið og Genfarheiti lækna og búa því við takmörkun á tjáningarfrelsi, auk þess sem þeim er nánast bannað að auglýsa starfsemi sína. Leikur sá sem nú er hafinn á síðum dagblaða og í öðrum fjöl- miðlum er því á margan hátt ójafn. Þó segja megi með nokkrum sanni að það sé sanngirnisatriði að sjóntækjafræðingar fái rétt sinn til sjónmælinga sem þeir hafa á Norðurlöndum viðurkenndan hér á landi, þá mæla mjög veigamikil rök gegn því. Eg vil hér á eftir gera grein fyrir helstu rökum augnlækna. Tekið skal fram að læknisfræðileg rök, sem fram til þessa hafa nægt, eru grundvöllur núverandi lagasetningar um starfsemi sjóntækjafræðinga. Töluvert hefur bæst við af tölulegum staðreyndum sem styrkja stoðir þeirrar löggjafar og auk þess mæla viðskiptaleg rök gegn breytingu. Reynt er eftir bestu getu að skýra málið út frá því sem nú liggur fyrir. Um hvað snýst málið? Allmargir sjóntækjafræðingar hérlendis hafa nú að baki fjögurra ára iðnskóla-/tækniskólanám og þjálfun í sjóntækjafræði, til dæmis frá Danmörku. í námi sínu læra þeir auk sjóntækjafræði um byggingu augans, heilsufræði augna og einnig sjónlags- og sjónmæl- ingu. Hvers vegna hafa prófessorar í augnlæknis- fræði, augnlæknar, heilbrigðisyfirvöld, þar með talinn landlæknir, staðið gegn því hingað til að viðurkenna réttindi sjóntækjafræðinga til sjónmælinga hérlendis? Halda menn í raun að verið sé að standa vörð um sér- hagsmuni augnlækna? Halda leiðarahöfundur Morg- unblaðsins og ungir sjálfstæðismenn virkilega að svo sé? Það er fjarstæðukennt. Hagsmunir augnlækna eru hreint aukaatriði í þessu máli. Krafa sjóntækjafræð- inga er fyrst og fremst til komin vegna fjölgunar í stétt þeirra, mikillar samkeppni í gleraugnasölu og þrengsla á gleraugnamarkaði. Sjóntækjafræðingar vilja ein- faldlega útvíkka starfsvið sitt. Það er eðlilegt og skilj- anlegt að ungir sjóntækjafræðingar sem hafa sjón- mælingaréttindi á Norðurlöndunum, sæki á um við- urkenningu réttinda sinna hérlendis. Það sem hangir hins vegar á spýtunni eru fyrst og fremst miklir pen- ingalegir hagsmunir í gleraugnasölu. Hagsmunir sjóntækjafræðinga Hafa ber í huga að megintekjur sjóntækjafræðinga/ sjónfræðinga eru af gleraugnasölu, ekki af sjónmæl- ingum. Það sést best á því að víðast hvar erlendis bjóða sjóntækjafræðingar uppá „ókeypis“ sjónmæl- ingu til að ná til sín gleraugnaviðskiptum. Fyrirkomu- lag á þessu sviði er þó afar mismunandi milli landa. Við íslendingar höfum sérstöðu á þessu sviði vegna góðs aðgengis að augnlæknum og hefur það mikla og marga kosti. Flestir þeirra sem nota tvískipt gleraugu borga meira fyrir ein slík gleraugu en allar komur til augnlæknis á ævinni. Álagning í gleraugnaverslun er svipuð og í öðrum sambærilegum rekstri, 100% eða meiri. Velta í gleraugnasölu er sennilega ríflega þre- falt nteiri en velta í hefðbundnum augnlækningum. Þar af er helmingurinn álagning en hún ein er senni- lega um það bil helmingi hærri upphæð en hefð- bundnar augnlækningar kosta hérlendis á hverju ári. Sjóntækjafræðingar hafa í krafti fjármagns efni á að ráða sér lögfræðing og birta heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Þeir eru ekki háðir ströngum reglum um auglýsingar á starfsemi sinni og tjáningu í opinberri umræðu. Þetta nota þeir sér óspart. 242 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.