Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLYFJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA
Notkun geðlyfja hjá
börnum og unglingum
„Erum við að dópa niður börnin okkar?“
Bertrand Lauth
Höfundur er barna- og ung-
lingageölœknir, sérfræðingur á
Barna- og unglingageðdeild
(BUGL) Landspítala,
Dalbraut 12,105 Reykjavík.
Þróun á notkun geðlyfja hjá börnum og unglingum
og aukin þekking á þessu sérsviði innan læknisfræð-
innar eykur vonina hjá lækni sem fæst daglega við að
lina þjáningar sjúklings, bæta lífsgæði hans og draga
eins og mögulegt er úr afleiðingum geðrænna sjúk-
dóma sem oft á tíðum eru alvarlegar ef þeir koma
fram á þessum aldri (1).
Þróun þessi heyrir til mikilvægra framfara í með-
ferðar- og forvarnarvinnu á sviði bama- og unglinga-
geðlækninga, einkum þegar geðlyfjameðferðin er
notuð sem viðbót við önnur meðferðarúrræði (2, 3).
Reynslan sýnir að lyfjameðferðin auðveldar og eykur
virkni vinnu sérfræðinga á borð við sálfræðinga,
hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfa, félagsráð-
gjafa, talmeinafræðinga og svo mætti lengi telja.
Þrátt fyrir miklar vísindalegar framfarir innan
barnageðlæknisfræðinnar er erfitt að berjast gegn
þeim miklu fordómum þegar kemur að geðlyfjagjöf
hjá börnum; neikvæðar umræður í fjölmiðlum hafa
því miður alltaf haft skaðandi áhrif fyrir unga sjúk-
linga okkar og fjölskyldur þeirra (4, 5). En heilmikið
hefur gerst á sviði geðlyfjafræðinnar fyrir börn og
unglinga undanfarinn áratug. Endurskoðun alþjóð-
legra greiningarkerfa, gerð og þróun mats-, skimun-
ar- og greiningartækja, með bæði viðurkennda gagn-
semi, áreiðanleika og staðfærslu, hafa leikið mikil-
vægt hlutverk, sem og talsverð aukning á klínískum
rannsóknum um virkni geðlyfja hjá börnum og ung-
lingum.
Marktækustu breytingarnar á heimsvísu hafa átt
sér stað síðastliðin fimm ár hjá barna- og unglinga-
geðlæknum (6); þar kemur til annars vegar aukið
vægi geðlyfja í meðferð fyrir börn og unglinga og hins
vegar tilkoma fjölmargra nýrra lylja á markaðinn
sem hafa augljósa kosti og minniháttar áhættu (7).
Því miður eru mörg lyf á markaðnum sem notuð
eru í ríkum mæli hjá fullorðnum sem enn hafa ekki
verið rannsökuð til hlítar eins og gera þyrfti ef vel ætti
að vera fyrir sjúklinga undir átján ára aldri. Aukið og
stýrt eftirlit með þeim og stórt úrtak væri nauðsynlegt
til að sýna fram á með ótvíræðum vísindalegum hætti
vikni þeirra, hættuleysi og þol hjá börnum og ung-
lingum (8).
Margar rannsóknir hafa þó verið gerðar, meðal
annars á stóru úrtaki, varðandi notkun barna á mis-
munandi geðlyfjum sem sýna augljóslega öryggi,
virkni og gæði vissra lyfja (2,3,9).
Viðurkenning á geðlyfjum er gefin af amerísku
matvæla- og lyfjaeftirlitsnefndinni (Food and Drug
Administration) sem segir á afar skýran hátt hvaða
geðlyf eru heimil fyrir börn og unglinga með hliðsjón
af aldri sjúklinganna og ábendingum.
Þessar lyfjameðferðir eru kallaðar „standard“
þegar þær hafa hlotið náð hjá fyrrgreindu eftirliti en
notkun á alls kyns lyfjum sem flokkast undir „off label“
eru í dag engu að síður að stórum hluta viðurkennd
þegar nægar rannsóknir liggja fyrir; hér er um að
ræða:
- notkun á efnum sem lyfið inniheldur fyrir yngri
notendur en þá yngstu eins og ameríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitsnefndin bendir á.
- notkun í öðrum ábendingum en þeim sem þeg-
ar hafa verið viðurkenndar.
Þetta viðhorf var kunngert og viðurkennt árið
1993 af ameríska læknafélaginu (American Medical
Association) sem benti á að „lyfseðill fyrir lyfi sem
flokkast undir „off label“ sé að öllu leyti réttlætanleg-
ur ef notkunin hvílir á vísindalegum rökstuddum
grunni og áliti sérfræðinga og ef gerðar hafa verið
rannsóknir á því (controlled studies) (9).“
En þessi afstaða auðveldar ekki nema síður sé
vinnu læknis sem oft lendir í því að kljást við fordóma
annarra varðandi notkun geðlyfja hjá börnum og
unglingum. Læknirinn lendir því í þeirri erfiðu og
óréttlátu aðstöðu að þurfa að taka á sig ábyrgð sem
ætti að hvíla á öðrum.
Greiningarvinna og skilgreining á markmiðum
með lyfjameðferð
Hafa ber í huga að nákvæm sjúkdómsgreining þarf að
fara fram hjá lækni áður en lyfjameðferð er ákveðin
fyrir börn og unglinga. Hér er mælt með áliti sérfræð-
ings sem þyrfti að hafa yfirsýn og skilning á andlegum
veikindum barnsins og fjölskylduaðstæðum þess.
Slíkt vinnuviðhorf felur í sér að forðast ofnotkun
geðlyfja, það er skrifa uppá lyf án þess að um greini-
leg geðvandamál sé að ræða hjá sjúklingi. Því miður
felst hættan á ofnotkun einnig í þrábeiðni sumra for-
eldra fyrir uppáskrifum geðlyfja sem tengjast ekki
endilega alvarlegum geðvandamálum hjá barni.
Því er afar mikilvægt að sérfræðingur vegi og meti
af nákvæmni annars vegar barnið og hins vegar fjöl-
skyldu þess og félagslega þætti. Upplýsingar frá öðr-
236 Læknablaðið 2003/89