Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKN ADAGAR 2003 Ofbeldi gegn konum og áhættuhegðun unglinga Þröstur Haraldsson Nú skal halda áfram þar sem frá var horfið í febrúarblaðinu að greina frá því sem bar fyrir augu og eyru blaðamanns Læknablaðsins á Læknadög- um um miðjan janúar. Úrval málþinga var mikið og margir spennandi fyrirlestrar í boði, jafnvel fyrir mann með enga menntun í læknisfræði. Efni Læknadaga snertir í raun alla þótt menn hafi ekki forsendur til að taka við öllu sem þar er fram rétt. En föstudagurinn var helgaður konum og börn- um ef svo má segja. Reyndar er í þessu fólgin móðgun við tiltekinn aldurshóp því viðfangsefni málþings sem haldið var eftir hádegið bar heitið unglingalækningar, einmitt til þess að greina þær frá lækningum á börnum og fullorðnum. En fyrst var fjallað um kvennaheilsu frá ýmsum hliðum. Umræðuefnið var tvískipt, annars vegar Ofbeldi gegn konum eins og það birtist lœknum og hins vegar Ný sjónarhorn á keisaraskurð, fœðingu og hormónameðferð á breytingaskeiði. Ofbeldi gegn trúnaði Ofbeldi gegn konum var til umræðu í tveimur er- indum en fundarstjórinn Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir nefndi í upphafi að þótt erfitt sé að festa hendur á útbreiðslu þess ofbeldis sem konur eru beittar megi ráða nokkuð af opinberum tölum um það. Nefndi hún að árið 2001 hefðu 136 konur komið í neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðg- ana, 210 komu í Stígamót og 260 í Kvennaathvarf- ið, alls rúmlega 600 konur sem hlýtur að teljast allt- of mikið. Fyrri fyrirlesari málþingsins var Gun Heimer en hún veitir forstöðu sænskri stofnun sem nefnist Rikskvinnocentrum og er samstarfsverkefni sænska ríkisins og landsþingsins í Uppsalaléni. Stofnunin er til húsa í háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum og er neyðarmóttaka fyrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgunum eða öðru ofbeldi. Móttakan er opin allan sólarhringinn en auk þess er hlutverk stofn- unarinnar að þróa aðferðir við meðhöndlun og umönnun kvenna sem verða fyrir ofbeldi, veita öðrum stofnunum ráðgjöf, mennta starfsfólk, upp- lýsa almenning og stunda rannsóknir á kynferðis- legu ofbeldi. Gun Heimer sagði í upphafi að mikilvægt væri að gera sér grein fyrir því að ofbeldi gegn konum væri af öðrum rótum runnið en almennt ofbeldi þar eð það beinist gegn trúnaði og trausti vegna þess að það er í langflestum tilvikum framið af þeim sem standa konunni næst, eiginmönnum, ættingjum eða sambýlismönnum. Það snerist fyrst og fremst um að sýna vald og beita því. Þessu til stuðnings vitnaði hún til rannsóknar sem gerð var árið 2001 og sýndi meðal annars að í Svíþjóð höfðu 11 % giftra kvenna mátt sæta ofbeldi af hálfu maka sinna. Finnsk rannsókn sýndi að sambærilegt hlut- fall þar í landi var 22% árið 1998. Þessar tölur eiga eingöngu við um þá sem konurnar bjuggu með þegar rannsóknirnar fóru fram. Ef fýrrverandi mak- ar hefðu verið taldir með hefði hlutfallið verið mun hærra. Gun Heimer tók við forstöðu Rikskvinnocent- rum við stofnun þess árið 1995. Þá kvaðst hún hafa staðið í þeirri trú að vandamálið sem við væri að etja væri ekki svo útbreitt í Svíþjóð en hún hefði komist að raun um að svo væri. Sem dæmi mætti nefna að á hverju ári væru 20-30 konur myrtar í Svíþjóð og menn vissu vel hverjir væru að verki. Ofbeldið snerti alla þjóðfélagshópa og væri til dæmis ekkert minna í háskólabænum Uppsölum en í öðrum plássum. Konur vilja láta spyrja sig Gun Heimer kvaðst hafa sannfærst um nauðsyn þess að neyðarmóttaka fyrir konur væri innan heil- brigðiskerfisins. Vissulega væru til kvennaathvörf í öllum stærri bæjum en mörgum konum reyndist erfitt að leita til þeirra því þá færi ekkert á milli mála hvert vandamálið væri. Öðru máli gegndi um sjúkrahús með mörgum deildum, þangað væri auð- veldara að koma án þess að hætta mannorðinu. Stofnunin sem Gun Heimer veitir forstöðu hef- ur meðal annars það hlutverk að stunda rannsókn- ir og ýta undir að aðrir fræðimenn rannsaki of- beldi á konum. Meðal þess sem stofnunin hefur átt þátt í að rannsaka er kerfið sem konur hitta fyrir þegar þær leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þær eru beittar. Alkunnugt er að einungis lítill hluti þeirra nauðgana sem tilkynntur er til neyðar- móttöku endar sem dómsmál því konur guggna oft á því að kæra. Astæður þessar eru ýmsar og þær er verið að rannsaka. 230 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.