Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR / FLEIÐRUSÝNATAKA
Table VI. Cause of pleural effusion in those who had inflammation or fibrosis on initial biopsy.
Cause of pleural fluid Number %
Cancer 33 39
Idiopathic 25 29
Pneumonia 11 13
Trauma 5 6
Congestive heart failure 4 5
Subphrenic abscess 2 2
Pulmonary embolism 1 1
Rheumatoid effusion 1 1
Tuberculosis 1 1
Post CABG* surgery 1 1
Ovarian hyperstimulation syndrome 1 1
Total 85 100
* Coronary artery bypass grafting
Table VII. Method used to determine cancer diag- nosis. In one case a cytologic analysis was diagnostic while a second closed pleural biopsy showed cancer.
Method Number %
Closed pleural biopsy and
cytologic analysis 31 56
Thoracoscopy 5 9
Mediastinoscopy 4 7
Second closed pleural biopsy 3(4) 6
Autopsy 2 4
Bronchoscopy 2 4
Sample from operation 2 4
Transthoracic aspiration 1 2
History of cancer 5 9
Total 55 100
Table VIII. Comparison of sensitivity ofclosed pleural
biopsy and cytologic analysis in diagnos-
ing cancer.
Sensitivity of closed pleural biopsy 27%
Sensitivity of cytologic analysis 46%
Sensitivity of both methods 56%
eða 56% af þeim sem höfðu illkynja sjúkdóm. Hjá 24
einstaklingum voru aðrar greiningaraðferðir notaðar
til að sýna fram á illkynja vöxt (tafla VII). Næmi
fleiðrusýnis og frumurannsóknar við greiningu á
krabbameini í fleiðru var 56% en næmi fleiðrusýnis
eingöngu var 27% og frumurannsóknar eingöngu var
45% (tafla VIII).
Umræða
Hér er um að ræða afturskyggna rannsókn með til-
tölulega fáum tilfellum og því ekki hægt að alhæfa
um niðurstöður. Karlmenn voru fleiri en konur í
þessari rannsókn og langflestir voru núverandi eða
fyrrverandi reykingamenn.
Meinvörp eru algengasta orsök illkynja æxla í
fleiðru greindum með lokaðri fleiðrusýnatöku á ís-
landi í þessari rannsókn, þar af eru lungnakrabba-
mein algengustu krabbameinin, og því næst koma
meinvörp frá brjóstakrabbameini en uppruni í öðr-
um líffærum er sjaldgæfari. Þetta eru svipaðar niður-
stöður og í erlendum rannsóknum (7-10). Frumæxli í
fleiðru (mesothelioma malignum) reyndust þriðja al-
gengasta krabbameinið sem greindist með lokaðri
fleiðrusýnatöku í okkar rannsókn.
Einungis þrír sjúklingar greindust með fleiðru-
berkla á þessu tíu ára tímabili í fleiðrusýni teknu með
lokaðri sýnatöku með nál sem barst Rannsóknastofu
háskólans í meinafræði og er þetta lægra hlutfall af
heildinni en í erlendum rannsóknum (7,11-13). Þessi
munur skýrist að einhverju leyti af mismunandi tíðni
berkla milli landa sem og því að rannsóknirnar eru
gerðar á mismunandi tímaskeiðum.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að næmi lokaðs
fleiðrusýnis við greiningu krabbameina er á bilinu 29-
54% (7, 8, 11-16) en að næmi frumurannsóknar á
fleiðruvökva sé á bilinu 40-87% (7, 8,14,17). Næmi
vefjasýnis við greiningu krabbameina í okkar rann-
sókn er fremur lágt. Næmi frumurannsóknar er held-
ur hærra, eða 46%, og greinilegt að lokuð fleiðru-
sýnataka með nál og frumurannsókn á vökva bæta
hvor aðra upp. Margir þættir hafa áhrif á mismun-
andi næmi lokaðrar fleiðrusýnatöku og má þar nefna
fjölda sýna sem tekin eru, hvar sýnið er tekið í brjóst-
holi og ýmis fleiri atriði (9,18).
Fjöldi sýna þar sem ekki fékkst greining á orsök-
um fleiðruvökvans var 27% af heildarfjöldanum í
þessari rannsókn en erlendar rannsóknir hafa sýnt
mjög mismunandi tölur hvað þetta varðar, eða allt frá
6-50% (1,8,11,12,19). Afþeim25sjúklingumíokk-
ar rannsókn þar sem orsök fleiðruvökvans fannst
ekki voru tíu látnir í febrúar 2002. Hafa þeir allir dáið
af öðrum orsökum en krabbameini. Virðist því hætta
á illkynja sjúkdómi þegar ekki fæst greining á orsök-
um fleiðruholsvökva vera lítil eftir uppvinnslu. Þess
ber þó að geta að áreiðanleiki dánarvottorða hefur
verið dreginn í efa (20).
Fleiðrubólga eða bandvefsaukning er algengasta
greining við fýrstu sýnatöku en orsakir bólgunnar
geta verið fjöldamargar. Algengasta orsök fleiðru-
bólgu og bandvefsaukningar í rannsókn okkar var
krabbamein. Ljóst er af rannsókninni að greinist
sjúklingur með fleiðrubólgu eða bandvefsaukningu í
fleiðru við lokaða sýnatöku er nauðsynlegt að rann-
saka hann nánar og fylgja honum vel eftir.
í okkar rannsókn var mjög mismunandi hvaða
öðrum greiningaraðferðum var beitt auk töku lokaðs
fleiðrusýnis til að greina krabbamein í fleiðru. Lík-
legt er að það tengist einkennum sjúklinganna og
niðurstöðum rannsókna þeirra hvaða greiningarað-
ferð var notuð. Algengast var að frumurannsókn
væri gerð og jók það næmi verulega. Fleiðruspeglun
og miðmætisspeglun var einnig beitt. Fleiðruspeglun
hefur mun meira næmi til greiningar krabbameina í
fleiðru heldur en lokuð fleiðrusýnataka (21). Stafar
218 Læknablaðið 2003/89