Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 84
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISMAL A KOSNINGAVETRI
þeir veita sína þjónustu og telja sig jafnframt geta
veitt persónulegri þjónustu. Þetta vandamál snertir í
raun allt heilbrigðiskerfið og þarna hafa læknar fund-
ið ákveðna leið til að mæta því.“
Úrelt hugmyndafræði heilsugæslunnar
Það hefur gengið á ýmsu í heilsugæslunni hér á landi.
Löngum hefur reynst erfitt að manna hana á lands-
byggðinni og síðustu árin hafa staðið deilur um sjálft
rekstrarformið. Hvaða áhrif hefur þetta á rekstur FSA
og hvemig horfir þetta við lækningaforstjóranum?
„Sarnstarfið við heilsugæsluna á Akureyri hefur
alltaf gengið mjög vel og verið til fyrirmyndar. Mönn-
un heilsugæslunnar hefur verið í nokkuð góðu jafn-
vægi. Flestir sjúklingar sem koma til okkar sérfræði-
lækna, yfir 90% að mig minnir samkvæmt könnun
heilsugæslunnar, eru með tilvísun frá heilsugæslu-
lækni. Samvinnan hefur aukist því nú hefur kvöld-
vakt heilsugæslunnar aðstöðu á slysadeild FSA og
hjúkrunarfræðingar slysadeildar svara í síma fyrir
heilsugæsluna um nætur. I mörg hefur sá siður haldist
að heimilislæknar koma til okkar á laugardögum og
eiga fund með sjúkrahúslæknunum þar sem farið yfir
innlagnabeiðnir. Þeir hafa því góðan aðgang að spít-
alanum og taka til dæmis þátt í fræðslufundum okkar
á föstudögum.“
- Er þetta ekki líka til fyrirmyndar fyrir aðra
landshluta?
„Jú, ég myndi halda það. Eg er hins vegar á því að
40 ára gömul sænsk hugmyndafræði heilsugæslunnar
sé úrelt og eigi ekki við íslenskt þjóðfélag nú á dög-
um. Ég held að heimilislæknar þurfi að iðka dálitla
sjálfsgagnrýni og stokka upp spilin. Barátta þeirra
undanfarin ár hefur ekki skilað þeim miklu og ég
held að það sé vegna þess að hún hefur snúist um
íjármál og réttindi en ekki sjálfa hugmyndafræðina.
Það segir sig sjálft að foreldrar barns sem fær í eyr-
un eða slæmt kvef bíða ekki í þrjá daga eftir því að
komast að hjá heilsugæslunni. Þeir fara beint til barna-
læknis eða annars sérfræðings þar sem þeir ganga að
þjónustunni vísri samdægurs. Spurningin er hvort
kerfið eigi að miðast við að veita þjónustu eða við
þarfir læknisins. Það hefur líka svo margt breyst í
samfélaginu. Heilsugæslan er miðuð við að þjóna
fjölskyldunni en nú er stór hluti fólks fráskilinn og
fjölskylduformið allt annað en það var. Ætti heilsu-
gæslan til dæmis að vera opin á öðrum tímum, frá 12
til átta en ekki átta til fjögur? Það þarf að nálgast
málið á annan hátt.
Mér finnst sjálfsagt að heilsugæslan sé einkarekin
ef heimilislæknar vilja það rekstrarform frekar. En ég
tek undir með Norðmönnum um að heimilislæknar
eigi að sinna grunnþjónustu í kerfinu og að þeir eigi
að fá að stýra flæðinu í kerfinu með tilvísunum þann-
ig að þeir sem eru með tilvísun fái sérfræðiþjónust-
una meira niðurgreidda en aðrir.“
Gula skýrslan í framkvæmd
Stefán E. Matthíasson nefndi það í viðtali við blaðið
að taka þyrfti rekstur sjúkrahúsanna á landsbyggð-
inni til endurskoðunar og hafa læknisfræðina að leið-
arljósi. Hvað segir landsbyggðarmaðurinn Þorvaldur
Ingvarsson um þetta, hafa einhver önnur sjónarmið
verið ríkjandi?
„Ég er alveg sammála Stefáni um það að svo virð-
ist sem uppbygging sjúkrahúsanna bæði í Reykjavík
og á landsbyggðinni hafi verið tilviljanakennd og jafn-
vel með byggðasjónarmið í huga. En skýringamar
eru augljósar ef menn skoða söguna. Þá sjaldan að
teknar eru ákvarðanir í heilbrigðiskerfinu þá tekur
oftast óratíma að framkvæma þær. Það var kannski
tekin ákvörðun um að byggja sjúkrahús í tilteknu
plássi árið 1965. Svo er hafist handa árið 1975 og bygg-
ingin tilbúin 1987. Þá eru liðnir áratugir og ákvörð-
unin sem í upphafi var læknisfræðilega rétt orðin úr-
elt því í millitíðinni hefur allt breyst, samgöngurnar,
fólksfjöldinn og læknisfræðin.
Þetta sér maður alltof oft í heilbrigðiskerfinu, það
er svo svifaseint. Það er eins og búið sé að telja stjórn-
málamönnum trú um að hér hafi lengi tíðkast offjár-
festing í steinsteypu. Þess vegna er mjög erfitt að fá
þá til að samþykkja byggingar og þegar þær loks rísa
eru þær orðnar úreltar. Það gilda í raun alveg sömu
lögniál um sjúkrahús og frystihús eða annan atvinnu-
rekstur. Ef þú skiptir um vinnslutegund þarftu að
skipta um flæðilínu. Við sitjum hins vegar fastir í ein-
hverri steinsteypu sem við fáum hvorki fjármagn til
að breyta eða byggja við til þess að mæta kröfum um
ný þjónustuform.
Eitt verða menn þó að hafa í huga í þessari um-
ræðu. Fyrir allnokkrum árum kom út svonefnd gul
skýrsla sem nefnd undir forystu Guðjóns Magnús-
sonar samdi og þar var lagt til að breyta ýmsu, leggja
niður skurðdeild hér, fæðingardeild þar og svo fram-
vegis. Þessi skýrsla fékkst aldrei rædd en nú hefur
flest það sem þar var lagt til gerst á einn eða annan
hátt. Þetta hefur gerst á læknisfræðilegum forsend-
um. Það má nefna sem dæmi að fæðingum var hætt á
Hvammstanga og skurðdeildinni lokað á Blönduósi
vegna þess að læknarnir þar töldu að ekki væru leng-
ur faglegar forsendur fyrir því að veita þessa þjón-
ustu. Það hafa hins vegar ekki verið teknar neinar
stjórnvaldsákvarðanir um að hætta þessari þjónustu.
Þær virðast vera erfiðar.“
Aukið óþol þjóðarinnar
Sjúkrahúsin á landsbyggðinni hafa með sér margvís-
legt samstarf og Þorvaldur lætur vel af því. Nánast er
samstarf FSA við sjúkrahúsin á Sauðárkróki og
Húsavík þar sem starfsmenn FSA ganga vaktir. Einn-
ig fara bæklunarlæknar og geðlæknar frá FSA í ferðir
til Egilsstaða og Neskaupstaðar. Hins vegar hamla
samgöngur því að samstarf verði nánara.
260 Læknablaðið 2003/89