Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓM ETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR þess að enn hærri skammtar, 54 mg/kg af EPA og 36 mg/kg af DHA á dag, væru árangursríkari en lægri skammtar (85). Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur virðast því geta komið að gagni í meðferð iktsýki, ekki síst til að minnka notkun bólgueyðandi gigtar- lyfja. Langtímarannsókna með og án annarra lyfja er þó þörf til að finna þeim réttan sess í heildarmeðferð sjúkdómsins. Sáraristilbólga Nokkrar rannsóknir hafa verið framkvæmdar þar sem gerður hefur verið samanburður á ómega-3 fjöl- ómettuðum fitusýrum og lyfleysu við meðferð á vægri eða meðalsvæsinni sárabólgu í ristli, aðallega í fjærenda ristils. Þær sýna að gjöf ómega-3 fjölómett- aðra fitusýra dregur að einhverju leyti úr virkni sjúk- dómsins og getur minnkað þörf fyrir barkstera (86- 88). Ein rannsókn sýnir þó að þau áhrif eru ekki eins mikil og af súlfasalazíni (89). Asmi og langvinnur teppusjúkdómur í lungum Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á virkni ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á asma hafa ekki sýnt óyggjandi ávinning (90). Þó eru vísbendingar um að þær geti komið að gagni við meðferð asma hjá börn- um (90, 91). Enn fremur benda faraldsfræðilegar rannsóknir til almennt betri lungnaheilsu hjá þeim er neyta fæðu sem auðug er af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (92) og minni hættu á langvinnum teppu- sjúkdómi í lungum hjá reykingamönnum með hátt hlutfall DHA í blóðfitu (93). Því er líklegt að sam- band ómega-3 fjölómettaðra fitusýra og langvinnra lungnasjúkdóma verði athugað nánar og að rann- sóknir á meðferð þessara sjúkdóma með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum muni líta dagsins ljós. Bráðir bólgusjúkdóniar Fjölmargar rannsóknir hafa kannað áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á bráða bólgusjúkdóma og sýkingar í mönnum og dýrum. Dýratilraunir benda sterklega til minni bólgusvörunar og betri útkomu hjá sýktum dýrum sem meðhöndluð hafa verið með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (94). Meðal ann- ars hafa nýlegar íslenskar rannsóknir sýnt fram á lengri lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae og fengu lýsi samanborið við ólífuolíu (95). Þær rannsóknir sýndu ekki fram á áhrif á bakt- eríuvöxt in vivo þannig að verkunarmátinn er að lík- indum vegna áhrifa á bólgusvörun (96). Rannsóknir í rottum hafa hins vegar ekki gefið jafn óyggjandi nið- urstöður (97). Einnig hafa verið framkvæmdar nokkuð margar rannsóknir á notkun ómega-3 fjölómettaðra fitusýra við sýkingum og blóðsýkingarheilkenni hjá bráð- veiku fólki á gjörgæslu. Þær hafa flestar sýnt færri nýjar sýkingar, styttri tíma í öndunarvél og/eða skemmri legu á gjörgæslu og sumar betri lifun (98- 101). í þessum rannsóknum hefur þó oftast einnig verið gefið arginín, glútamín og/eða núkleótíð í ein- hverri samsetningu með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum, stundum kallað ónæmisstyrkjandi fæða, þannig að ekki er unnt að meta eingöngu áhrif fitu- sýranna. Fjölrannsóknagreiningar á slíkum rann- sóknum hafa sýnt marktæka minnkun á nýjum sýk- ingum en ekki aukna lifun meðal sjúklinga sem fengu þessa meðferð (102,103). Tíðaverkir Talið er að prostaglandín gegni hlutverki í meinalífeðl- isfræði tíðaverkja. Árið 1996 var birt bandarísk rann- sókn á meðferð tíðaverkja hjá 42 stúlkum á ung- lingsaldri með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (104). Þeim var skipt í tvo hópa og fékk annar hópur- inn 1080 mg EPA og 720 mg DHA daglega í tvo mán- uði og síðan lyfleysu í aðra tvo en hinn fékk fyrst lyf- leysu og síðan ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur. Ein- kenni voru metin með Cox tíðaeinkennaskala (Cox Menstrual Symptom Scale) og reyndust mun minni (P<0,0004) meðan á meðferð með ómega-3 fjölómett- uðum fitusýrum stóð, sem bendir til að þessar fitusýrur dragi verulega úr tíðaverkjum hjá unglingsstúlkum. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur og nýrnasjúkdómar IgA nýrnamein er ásamt iktsýki sá bólgusjúkdómur þar sem meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitu- sýrum hefur verið einna best rannsökuð og byggir á þeim forsendum að þessar fitusýrur geti haft áhrif á myndun eikósanóíða og annarra frumuboðefna, myndun millifrumuefnis, blóðþrýsting, prótínmigu og/eða blóðfitu (105). Fjölþætt áhrif fitusýranna hafa einnig leitt til rannsókna á notkun þeirra við ýmsum öðrum nýrnavandamálum, meðal annars cýklósporín- eiturvirkni á nýru, gauklabólgu af völdum rauðra úlfa, myndun kalsíumnýrnasteina samfara ofgnótt kalsíum í þvagi (hypercalciuria) og segamyndun í æðaaðgengi fyrir blóðskilun. IgA nýrnamein IgA nýrnamein er algengasta tegund gauklabólgu í veröldinni. Sjúkdómsgangurinn er talsvert breytileg- ur, er oft góðkynja en í mörgum tilvikum á sér þó stað hægfara hnignun nýrnastarfsemi sem leiðir til loka- stigsnýrnabilunar hjá 20-30% sjúklinga 10-20 árum eftir greiningu (106). Háþrýstingur er algengur fylgi- kvilli IgA nýrnameins og hefur ásamt mikilli prótín- migu og skertri nýrnastarfsemi, slæmt forspárgildi hjá sjúklingum með þennan sjúkdóm. Fjórar slembiraðaðar rannsóknir hafa kannað áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á IgA nýrna- mein (107-110). Tvær af þessum rannsóknum hafa sýnt hagstæð áhrif á nýrnastarfsemi en tvær sýndu ekki fram á marktæk áhrif. Stærstu rannsóknina (106 204 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.