Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 98
ÞING / STYRKIR
Ársþing
Skurðlæknafélags íslands og
Svæfinga- og gjörgæslulækna-
félags íslands
verður haldið í Reykjavík 8. og 9. maí 2003. Flutt verða frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Nánari dagskrá þingsins
verður auglýst síðar.
Ágrip erinda skulu berast fyrir 15. mars til ritara þingsins með tölvupósti eða á disklingi, sjá upplýsingar hér að
neðan.
Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd
áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum og einnig rétt til að hafna ágripum til flutnings en samþykkja þau í
formi veggspjalds. Höfundar geti þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. Ágrip skulu
skrifuð á íslensku. Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). Nafn flytjanda skal feitletrað.
Við ritun ágripa komi eftirtalin atriði fram í þeirri röð sem hér segir:
• Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir.
Nánari upplýsingar veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi, og Sveinn Geir Einarsson, St. Jósefsspítala,
Hafnarfirði.
Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi,
sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is
Novo Nordisk sjóðurinn
auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki sem Rannsóknaráð Norðurlanda veitir til
grunnrannsókna og klínískra rannsókna á sviði innkirtlafræði
Árleg úthlutun úr sjóðnum fer fram í byrjun september 2003. Gert er ráð fyrir að um 12 milljónir danskra króna séu
til úthlutunar.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar verða á heimasíðu sjóðsins www.novonordiskfonden.dk frá 10. mars 2003.
Umsóknir fara fram á netinu og eiga að berast rafrænt til sjóðsins í síðasta lagi 30. apríl 2003, kl. 16.00.
Ef sótt er um styrk hjá Nordisk Forsknings Komité í kringum umsóknarfrestinn 30. apríl 2003, er ekki hægt að
sækja um styrk fyrir það sama hjá Læge- og Naturvidenskabelig Komité á almanaksárinu.
Novo Nordisk Fonden
Brogárdsvej 70 Sími: + 44 43 90 31
Postboks 71 Fax. + 44 43 go go
2820 Gentofte nnfonden@novo.dk
Danmark
274 Læknablaðið 2003/89