Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR
tetraensýrur og hýdroxýeikósatetraensýrur. Eikósan-
óíðar hafa áhrif á fjölmörg lífeðlisfræðileg og meina-
lífeðlisfræðileg viðbrögð, svo sem viðnám æða, sega-
myndun, gróningu sára og bólguviðbrögð en hafa yfir-
leitt skamman helmingunartíma og verka staðbundið
(8).
Eikósanóíðar er myndast úr arakídónsýru nefnast
díenóískir eikósanóíðar og í þeim flokki eru meðal
annars prostaglandín E2, þromboxan A2 og leukó-
tríen B4 (9). EPA getur líka virkað sem hvarfefni
fyrir cýklóoxýgenasa og leiðir til myndunar tríenó-
ískra eikósanóíða, svo sem prostacýklíns (prosta-
glandín 13) sem hefur æðavíkkandi áhrif og hamlar
kekkjun (þyrpingu) blóðflagna (10), og þromboxans
A3 sem hvorki hefur teljandi æðaherpandi áhrif né
hvetjandi áhrif á kekkjun blóðflagna (11). Þromb-
oxan A2 sem myndað er úr arakídónsýru, hvetur hins
vegar herpingu æða og kekkjun blóðflagna. EPA er
einnig ákjósanlegt hvarfefni fyrir lípoxýgenasa og
leiðir til myndunar leukotríens B5, sem hefur litla
líffræðilega virkni (9,12,13). Á hinn bóginn er leuko-
tríen B4 sem kemur frá arakídónsýru lykilboðefni
fyrir þátttöku hvítra blóðfrumna í bólgu.
Hlutfallsleg aukning styrks EPA og DHA miðað
við arakídónsýru í frumuhimnum getur því breytt jafn-
vægi díenóískra og tríenóískra eikósanóíða (mynd 2)
og þar með haft hagstæð áhrif á meinalífeðlisfræðileg
ferli í ýmsum sjúkdómum, til dæmis háþrýstingi, æða-
kölkun og bólgusjúkdómum. Mýmargar frumurann-
sóknir og dýratilraunir styðja að svo sé. Auk hærra
hlutfalls tríenóískra eikósanóíða í blóði og frumu-
himnum hefur verið sýnt fram á minni framleiðslu á
interleukín-1 og æxlisdrepsþætti (tumor necrosis
factor) í örvuðum einkymingum eftir meðferð með
ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (14). Ómega-3
fjölómettaðar fitusýrur draga einnig úr gleypni át-
frumna og tjáningu vefjaflokkasameinda og viðloð-
unarsameinda (15,16). Ríkulegt magn ómega-3 fjöl-
ómettaðra fitusýra í fæði minnkar jafnframt mark-
tækt tilfærslu einkyminga í átt að efnaboðum (chemo-
tactic signals) (14,17). Ekki er ólíklegt að þessi áhrif
á einkyrndar bólgufrumur séu vegna minna fram-
boðs á leukótríen B4.
Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur og hjarta-
og æðasjúkdómar
Á síðustu áratugum hafa komið fram ýmsar vísbend-
ingar um gagnsemi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra
og fiskneyslu við hjarta- og æðasjúkdómum. Margar
faraldsfræðilegar rannsóknir hafa litið á samband fisk-
neyslu og dauðsfalla almennt og/eða dauðsfalla af
völdum hjartasjúkdóma en niðurstöður hafa ekki
verið samhljóða. Flestar rannsóknir hafa sýnt lægri
dánartíðni í tengslum við fiskneyslu (18-22) en aðrar
hafa engan ávinning sýnt (23-25) og fáeinar hafa sýnt
aukna dánartíðni (26,27). Þetta misræmi gæti meðal
annars skýrst af mismunandi áhrifum feits og magurs
fiskmetis (28) eða mismunandi áhrifum fiskneyslu
meðal hinna ýmsu áhættuhópa (29). Hafa verður þó í
huga að rannsóknir sem þessar geta einungis sýnt
fram á tengsl mataræðis og sjúkdóma en ekki sannað
orsakasamband þar á milli. Þannig gætu tengsl fisk-
neyslu og minni dánartíðni stafað af því að þeir sem
neyta fiskafurða hreyfi sig meira eða hugi meira að
heilsu sinni en aðrir og verði því langlífari.
Fjölmargar vel unnar framskyggnar samanburð-
arrannsóknir hafa komið fram á síðustu árum og ára-
tugum sem staðfest hafa gildi ómega-3 fjölómettaðra
fitusýra í meðferð ýmissa sjúkdóma í hjarta og æða-
kerfi. Þannig virðast ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur
leiða til lækkunar þríglýseríða í blóði, lækka blóðþrýst-
ing, hindra æðakölkun og bæta blóðflæði í smáæðum
og hafa fyrirbyggjandi áhrif á takttruflanir í hjarta.
Figure 2. Eicosanoid
formation from arachi-
donicacid (ARA) and
eicosapentaenoic acid
(EPA) derived from cell
membrane phospholipids.
Abbreviations:
LOX; lipoxygenase, COX;
cyclooxygenase, PGE2;
prostaglandin E2, TXA2;
thromboxane A2, LTB4;
leukotriene B4, PGE3;
prostaglandin E3, TXA3;
thromboxane A3, LTB5;
leukotriene B5.
Hækkuð þéttni þríglýseríða í blóði
Hækkuð þéttni þríglýseríða í blóði er einn af áhættu-
þáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Fjölmargar rann-
sóknir hafa sýnt að aukin fiskneysla og meðferð með
ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum leiðir til verulegr-
ar lækkunar á þéttni þríglýseríða í blóði (30), til dæm-
is leiddi meðferð með 4 g af Omacor™ daglega til
45% lækkunar á blóðþéttni þríglýseríða samanborið
við lyfleysu hjá einstaklingum með of háa þéttni þrí-
glýseríða í blóði (31). í þeirri rannsókn lækkaði einn-
ig *LDL-kólesteról og marktæk hækkun mældist á * ldl = íow density lipoprotcin
*HDL-kólesteróli. Þau áhrif hafa þó ekki komið * hdl = high density lipoprotein
fram í öllum rannsóknum og hafa sumar sýnt hækkun
á þéttni LDL-kólesteróls í blóði (30). Þessi áhrif
ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á blóðfitur má rekja
Læknablaðið 2003/89 201