Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING Minníng Sigfús Arnar Ólafsson, heilsugæslulæknir Fæddur 13. mars 1941 - Dáinn 30. janúar 2003 Eitthvert frægasta erfiljóð íslenskrar tungu er kvæðið sem Bjarni Thorarensen orti um lækninn og vin sinn Odd Hjaltalín. Bjarni tíundar þar mannkosti Odds og þá sérstaklega að hann hafi aldrei bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann hafi ekki fetað þann slóða sem viðurkenndur og fyrirsjáanlegur er, en það hafi fremur styrkt hann en veikt. Kvæðinu lýkur á þessum orðum: En þú sem undan œvistraumi flýtur sofandi að feigðarósi lastaðu ei laxinn sem leitar móti straum sterklega og stiklar fossa. Þetta kvæði Bjarna flaug mér í hug þegar ég spurði andlát Sigfúsar Arnars Ólafssonar; en hann var óum- deilanlega í hópi þeirra hæfileikamanna sem lækna- stéttin hefur átt innan vébanda sinna. Hann fór ávallt sínar eigin leiðir og þær voru ekki alltaf þær greiðfær- ustu. Sigfús var orðinn 37 ára gamall þegar hann inn- ritaðist í læknadeild Háskóla íslands árið 1978, en áður hafði hann lokið prófi sem búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1965 og licenciat í jarðvegsfræði frá sama skóla árið 1974. Fyrstu árin í læknadeild hafa jafnan þótt strembin. Það þótti því tíðindum sæta að Sigfús vann í hálfu starfi sem jarðfræðiráðunautur með náminu í lækna- deild sem er mjög óvenjulegt. Líklegt er að fyrri skólaganga Sigfúsar, námsögun og lífsreynsla auk frá- bærra námshæfileika hafi skipt mestu máli við lækna- námið. Sigfús brautskráðist frá læknadeild árið 1984. Að loknu kandídatsnámi fór hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms og fékk sérfræðiréttindi í heimilis- lækningum árið 1990. Sigfús réðst til starfa sem heilsugæslulæknir á Hólmavík og starfaði þar í tíu ár. Haustið 2001 flutti Sigfús sig um set yfir til Blöndu- óss, en þá átti hann hægar um vik með að nýta frí- stundir sínar við að endurreisa ættarsetur sitt í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Sigfús var fámáll maður í fjölmenni, en tveggja manna tal átti betur við hann. Annars var hann mest fyrir það að láta verkin tala. Hann var samviskusam- ur, ósérhlífinn og ákaflega jarðbundinn í orðsins fyllstu merkingu. Þessir eiginleikar nýttust Sigfúsi vel í læknisstarfi í strjálbýlu læknishéraði þar sem snjóa- lög geta verið mikil á vetrum og oft ekki fært að vitja sjúklinga nema á skíðum eða á vélsleða. Eins og með marga þrautseiga héraðslækna var það afstaða hans að slíkur starfsvettvangur væri spurning um lífsstíl fremur en um réttindi og kjör. Eg var svo lánsamur að vera mörg sumur í sveit hjá foreldrum Sigfúsar, Svönu og Ólafi í Gröf. Þar kynnt- ist ég Fúsa eins og hann var oft kallaður, en hann var þá nokkrum árum eldri en ég. Við krakkarnir litum ávallt upp til Fúsa, enda var hann hörkuduglegur til allra verka. Þegar hlé gafst frá búverkum spilaði hann fótbolta, fékkst við hestatamningu, tefldi skák eða las bækur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig stjórna ætti búskapnum í Gröf og lenti oft í kappræðum við Ólaf bónda föður sinn um þau mál. Eftir að Sigfús fór í læknadeild og síðar í heimilislækn- ingar gafst mér aftur tækifæri til að endurnýja gömul kynni mér til mikillar ánægju. Sigfús greindist með lungnakrabbamein fyrir rúmu ári, sem síðar dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Læknasamtökin, sveitungar Sigfúsar, ættingjar og vinir hafa nú misst góðan dreng. Jóhann Ág. Sigurðsson Læknablaðið 2003/89 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.