Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLYFJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA / VIÐHORFSKÖNNUN insárum. Þroski á þessu kerfi gæti útskýrt af hverju það dregur með svo mikilvægum hætti úr tíðni at- hyglisbrests með ofvirkni á fullorðinsárum. Þá skal líka bent á að örvandi lyf, öfugt við það sem gerist hjá eldri unglingum og fullorðum, valda yfirleitt ekki ofsakæti og örlyndi hjá börnum. Niðurlag Geðlyfjagjöf sérfræðings kemur einungis til eftir að búið er að skoða og greina geðræn vandamál í víðu samhengi hjá barni eða unglingi og fjölskyldutengsl þeirra, og er á engan hátt beint eða hugsunarlaust svar við beiðni af hálfu sjúklings eða fjölskyldu hans. Allir þeir læknar sem bera ábyrgð á börnum í starfi sínu eiga að fylgjast með mikilvægri þróun, hraðri sem nýrri, á sviði geðlyfjameðferða hjá börn- um og unglingum. Upplýsingaflæði til almennings tengt þessu efni er mjög viðkvæmt mál vegna for- dóma og ætti ekki að vera á neikvæðum nótum: um- ræðan á að vera réttlát, gagnleg og varfærnisleg, í takt við tímann, og veita allar þær margvíslegu upplýsing- ar sem til eru, varðandi börn annars vegar og full- orðna hins vegar; forðast skyldi bæði ofureinföldun á svo viðkvæmu efni og að blanda öllu saman (4,5). Þegar læknir ákveður notkun geðlyfja hjá börnum og unglingum þarf hann að taka tillit til viðhorfa fjöl- skyldumeðlima sem og annarra er tengjast félagslegu og menningarlegu umhverfi barnsins. Þá spilar með- ferðarsamband sem þróast milli læknis, barns og fjöl- skyldunnar stórt hlutverk og læknirinn sem skrifar upp á geðlyf styðst auðvitað við það traust sem hon- um er sýnt. Þetta meðferðarsamband er afar dýrmætt og ætti aldrei að ráðast á það að óþörfu með nei- kvæðum greinaskrifum fagmanna sem ýta undir tor- tryggni gagnvart okkar sérgrein. Barnageðlæknis- fræði er í sífelldri þróun og íslenskir sérfræðingar eiga skilið traust af hálfu kollega sinna því þeir eru varkár- ir og temja sér gagnrýna hugsun jafnframt því að sinna símenntun sinni af kostgæfni. Heimildir 1. „Child and Adolescent Psychopharmacology“, Continuing Education Course, Massachusetts General Hospital, Dep. of Psychiatry Boston, 10.-12. mars, 2000. 2. „Pharmacologic Combination treatments in Child and Adoles- cent Psychiatry“. American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, Psychopharmacology Update Institute (Continuing Education Course), New York, January 29-30,1999. 3. „Psychopharmacology in Difficult to treat Populations: Guidelines and Clinical Cases“. American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, Psychopharmacology Update Institute (Continuing Education Course), New-York, January 24-25,2003. 4. Sigurðsson JÁ. „Faraldur kvíðans“, Helgarblað DV, laugardag 18. janúar, 2003, s. 1,34,39. 5. Sigurðsson JÁ. „Is ADHD over or underdiagnosed?“ Fyrir- lestur á málþingi Barnageðlæknafélags íslands á Læknadög- um, 17. janúar 2003. 6. Sigurðardóttir D, Baldursson G. „Medications and Treatment Practice in ADHD“. Fyrirlestur á málþingi Barnageðlækna- félags íslands á Læknadögum, 25. janúar 2002. 7. Gillberg C. (Ed.) „Child and Adolescent Psychopharmaco- logy“. European Child and Adolescent Psychiatry 2000; 9 (suppl 1.) 8. Lauth B. „Les Traitements Psychotropes chez l'Enfant et rAdolescent“. Fyrirlestur á málþingi geðlækna PSYGE, Cré- teil, France, 4. maí 2002. 9. Green WH. „Child and Adolescent Clinical Psychopharmaco- logy“. Philadelphia, Lippincott Williams and Wilkins, 2001. 10. Kutcher S. „Practical Clinical Issues Regarding Child and Adolescent Psychopharmacology“. In: Martin Á, Scahill L, (Eds.). Child and Adolescent Psychiatric Clinics of North America-Psychopharmacology, 9; 1: January 2000. 11. Epelbaum C. „Place des psychotropes en psychiatrie infantile“ In: Ferrai P (Ed.), Psychiatrie de l'Enfant et de TAdolescent, Paris, Flammarion, 1993: 532-52. 12. Jatlow PI. „Psychotropic drug disposition during develop- ment.“ In: Popper C (Ed.). Psychiatric Pharmacosciences of children and adolescents, Washington DC, American Psychi- atric Press, 1987,27-44. 13. Geller B, et al. „Pharmacokinetically designed double-blind placebo-controlled study of nortriptyline in 6- to 12-year-olds with major depressive disorder.“ J Am Acad Child Adole Psychiatry 1992; 31; 34-44. Til allra lækna á Landspítala Viðhortskönnun Að frumkvæði stjórnar læknaráðs Landspítala (LSH) verður gerð viðamikil viðhorfskönnun meðal lækna á LSH. Könnun- in tekur til starfsumhverfis, starfs, stjórnunar, kennslu, rann- sókna og fleira. Öllum læknum verður sendur spurningalisti og þess ein- dregið vænst að þeir sjái sér fært að taka þátt í þessari könnun og svari spurningum þeim sem listinn hefur að geyma. Þótt spurningarnar séu margar eru þær auðskiljanlegar og tekur ekki langan tíma að svara þeim öllum. Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins ásamt með starfs- og gæðanefnd læknaráðs LSH undir forystu Hauks Hjaltasonar læknis hafa útbúið spurningalistann. Starfsfólk Vinnueftirlitsins mun vinna úr gögnum og greina niðurstöður könnunarinnar. Þær verða sendar stjóm læknaráðs sem mun birta öllum læknum niðurstöðurnar sem og öðrum þeim sem ástæða þykir til. Rannsókn þessi nýtur fjárhagslegs stuðnings Læknafélags ís- lands og Læknafélags Reykjavíkur. Því einu er við þetta að bæta að mikil þátttaka er áríðandi og niðurstöðurnar gætu orðið þýðingarmiklar fyrir lækna og gagnlegar stöðu þeirra og starfi og þar með starfsemi og stjórnun LSH. Starfsemi sjúkrahússins byggist á hinni læknis- fræðilegu þekkingu og stjórnun þess ætti því og skyldi um- fram annað taka mið af þeirri staðreynd með tilliti til starfs- þáttanna: þjónustu, kennslu, þjálfunar, rannsókna og grunn- vísinda. Sverrir Bergmarm Formaður læknaráðs Landspítalans Læknablaðið 2003/89 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.