Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V E T R I „Þegar flogið er þrisvar á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur en engin ferð til Akureyrar þá segir það sig sjálft hvert menn sækja þjónustuna." Þorvaldur segir að forystumenn sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum hafi með sér samráð um menntamál heilbrigðisstarfsmanna. „Það vantar víða lækna og það vantar ljósmæður en ekki hjúkrunarfræðinga. Það er athyglisvert og stafar fyrst og fremst af því að hjúkrunarfræði er kennd við Háskólann á Akureyri. Við erum sammála um nauðsyn þess að koma á fram- haldsnámi í heimilislækningum í samvinnu lands- byggðarsjúkrahúsanna, Háskólans á Akureyri og Háskóla Islands. Það hefur sýnt sig að nemendur sem læra á landsbyggðinni eru viljugri til að starfa þar. Nú er í bígerð samningur milli FSA og Háskóla íslands um að við tökum meiri þátt í menntun heilbrigðis- stétta en verið hefur. Þetta er hluti af því að kynna landsbyggðina fyrir heilbrigðisstarfsmönnum.“ Vegna umræðna um aukinn lyfjakostnað á sjúkra- húsum segir Þorvaldur að það sama sé uppi á teningn- um á FSA og Landspítalanum og hann hefur engar patentlausnir á þeim vanda. Vissulega þurfi að skoða ýmislegt í þeim efnum, til dæmis sýklalyfjanotkunina. Að hluta til sé þetta þó eðlileg aukning en svo komi einnig til það sem kalla megi sjúkdómavæðingu. „Nú taka menn verkjum ekki lengur með því að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði heldur vilja fá lyf við þeim og vöðvabólgu þarf að meðhöndla strax. Ætli það megi ekki áætla að hátt í þriðjungur þjóðarinnar geti fengið greininguna þunglyndi og þannig má lengi telja. Þetta lýsir að mínu viti auknu óþoli þjóðarinnar. Við erum að meðhöndla hluti sem áður voru ekki með- höndlaðir. Okkur er sagt að fólki líður betur en ég held að það þurfi að skoða betur áður en ég meðtek það.“ Niðurskurður leiðir til minni þjónustu Úr lyfjakostnaði er stutt í framúrkeyslu sjúkrahúsa og Þorvaldur segir að þar gildi það sama hjá FSA og Landspítalanum, framúrkeyrslan sé hlutfallslega svip- uð. „Þetta getur aldrei orðið öðruvísi fyrr en spítalam- ir fá greitt fyrir það sem þeir gera, það er fái greitt eftir verkefnum en ekki fasta upphæð á ijárlögum. Það virðist vera sársaukafullur uppskurður fyrir ríkið að breyta þessu þótt slíkt hafi verið gert áratugum saman erlendis. Það er fyrst núna verið að búa til kostn- aðargrunn fyrir sjúkrahúsin, svonefnt DRG-kerfi sem felst í því að greina allan kostnað við þjónustuna, en slík vinna er í gangi bæði hjá FSA og Landspítala. Það verður ekki gert neitt af viti í fjármálum sjúkrahús- anna fyrr en þeirri vinnu er lokið. Þá vita menn hvað þeir eru að kaupa því þetta er bara kaup á þjónustu. Eins og kerfið er núna þá ákveður Alþingi fjárlög en þegar stjórnendur sjúkrahúsa bregðast við með því að draga úr þjónustu þá má það ekki. Það má nefna dæmi af því þegar ákveðið var að hætta glasa- frjóvgunum í nokkra mánuði í fyrra. Það leið ekki sólarhringur áður en búið var að útvega fjármagn í þær. Samt voru þær efstar á forgangslista ráðuneytis- ins yfir þá þjónustu sem mætti draga úr. Stjórnmála- menn verða að skilja að niðurskurður á fjárlögum leiðir til minni þjónustu en það virðist enginn tilbúinn til að axla þá ábyrgð. Okkur stjórnendum sjúkrahúsanna er oft ekki ljóst hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar fjárveit- ingum en okkur er sagt að þar séu notuð reiknilíkön sem geri ráð fyrir öllum breytingum. En þegar þeim útreikningum er lokið er beitt flötum niðurskurði. Hann getur verið mismikill en þegar svona er gert ár eftir ár þá er alveg ljóst að með tímanum stendur eitt- hvað út af og það þýðir bara minni þjónusta.“ Innritunargjöld eru réttlætismál - Þegar þú lítur yfir heilbrigðiskerfið í heild, hverju vildirðu helst breyta? „Þá held ég að ég vildi helst móta skýra stefnu um það hvar eigi að veita hvaða þjónustu, af hverjum og hvemig, og það á landsvísu. í öðru lagi þyrfti að styrkja heilsugæsluna með því að veita heimilislæknum möguleika á einkarekstri og að skrifa út tilvísanir sem veittu sjúklingum mögu- leika á niðurgreiddri þjónustu sérfræðilækna. Sjúk- lingar sem færu beint til sérfræðilækna þyrftu að greiða meira. í þriðja lagi tel ég að það eigi að taka upp innritun- argjöld á sjúkrahúsum. Mér finnst það mjög öfugsnú- ið að fólk sé að borga meira fyrir þjónustu utan sjúkra- húsa sem þó er ódýrari heldur en fyrir innlögn á spít- ala. Þetta hvetur til innlagna. í þetta virðast stjórn- málamenn ekki treysta sér. Á Norðurlöndum hefur verið tekinn upp matarskattur af sjúklingum sem er svipaður og það kostar að borða heima hjá sér. Þetta er réttlætismál sem þarf að taka á. í fjórða lagi þarf að taka á öldrunarmálunum. Á Landspítalanum bíða 160 manns eftir vistunarúrræð- um og á FSA er tíunda hvert rúm á hverjum tíma upptekið af sömu ástæðu. Þetta þýðir að stór hluti af tíma margra starfsmanna spítalans fer í það að reyna að finna þessum sjúklingum önnur úrræði. Þessi vinnu- tími væri mun betur kominn á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða svo þarna mætti spara stórfé með því að auka framboðið á þeim. Á Norðurlöndunum er sá háttur hafður á að hjúkrunarheimilin eru á ábyrgð sveitarfélaga og ef sjúkrahús vill útskrifa sjúkling sem ekki er pláss fyrir á hjúkrunarheimili þarf bæjarsjóð- ur að borga fyrir spítaladvölina. Þetta hefur leitt til þess að framboð á hjúkrunarrýmum hefur aukist veru- lega. Hér eru aldraðir sem veikjast komnir inn á bráða- deild spítala áður en þeir vita af og eftir að þeir fá við- Læknablaðið 2003/89 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.