Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 86

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 86
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K 0 S N I N G A V E T R I eigandi meðferð geta liðið vikur þar til þeir komast inn á hjúkrunarheimili. A meðan liggjar þeir á göng- um spítalans og fjöldi manns er í því að finna þeim annað úrræði. Ég get ekki skilið af hverju þessi hluti heilbrigðiskerfisins hefur ekki vaxið jafnhratt og aðrir. I fimmta lagi tel ég að það eigi að bjóða út ákveðna rekstrarþætti í heilbrigðiskerfinu, til dæmis rekstur ákveðinna deilda, og vakta svo verkþætti. Ég bendi á sjúkra- og iðjuþjálfun sem mætti bjóða út.“ Heilbrigðismálin of stór fyrir pólitíkina? Eins og áður er nefnt er Þorvaldur kominn í framboð svo það liggur beint við að spyrja hann hvemig hon- um finnist pólitísk umræða um heilbrigðismál vera. „Mér finnst hún ansi takmörkuð og eins og enginn leggi almennilega í hana. Hún litast gjarnan af því að það sé búið að setja alltof mikinn pening í heilbrigð- iskerfið en samt sé aldrei hægt að gera allt sem menn vilja. Það væri hægt að gera þetta miklu betur með því að móta stefnu um það hvernig eigi að gera hlut- ina, setja sér haldbetri reglur. Ég held líka að mála- flokkurinn sé orðinn of stór og athugandi hvort ekki sé rétt að skipta honum upp, setja tryggingaþáttinn í eitt ráðuneyti og þá sem veita þjónustuna í annað. Þaö þarf að hugsa málið til enda því ef ekki er sátt um að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar úr sjóðum hins opinbera þá þarf að koma til nýtt fjár- magn. Þá hljótum við að horfa til sjúkratrygginga en þótt ég sé hlynntur einkavæðingu þá held ég að hér muni seint skapast þjóðarsátt um að menn geti keypt sér alla heilbrigðisþjónustu. Ég sé það líka fyrir mér að það muni reynast erfitt fyrir 85 ára gamla mann- eskju sem þarf mikla þjónustu að kaupa sér trygg- ingu. Ég held að það gangi ekki upp í þessu litla þjóð- félagi.“ - En eru stjórnmálamenn nógu upplýstir um heil- brigðismál til þess að geta fjallað um þau? „Þeim er vissulega nokkur vorkunn því við sem störfum í heilbrigðiskerfinu tölum gjarnan út frá okk- ar deild eða fagi. Alls staðar ríkir neyðarástand og margir eldar brenna og ekki hægt að átta sig á hvar á að byrja slökkvistarfið. Ég get alveg ímyndað mér að utan frá séð líti þetta nokkuð sérkennilega út. Ég er ekki á því að íslenskt heilbrigðiskerfi sé í molum en ég get heldur ekki tekið undir með þeim sem segja að það sé það besta í heimi. Það hefur ekkert verið rann- sakað. Meðalaldur okkar hefur lækkað en það hefur kannski ekkert með heilbrigðiskerfið að gera. Mönn- um hættir til að einblína á tæknihluta kerfisins en það þarf ekki síður að bæta öldrunarþjónustuna. Verði ég einhvern tíma pólitíkus mun ég beita mér fyrir því að öldrunarþjónustan verði flutt til sveitarfélaganna sem hafa miklu betri forsendur til að eiga við þá hluti.“ Þorvaldur vonar að heilbrigðismál verði til um- ræðu í kosningabaráttunni því honum finnst þjóðin skulda sjálfri sér nýjan spítala. „Menn þurfa að ná áttum um það hvort það eigi að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið frá hinu opinbera eða hvort menn eiga að kaupa sér trygging- ar til að fá þjónustu. Mér sýnist menn þó ekki tilbúnir í það. Framsóknarflokkurinn hefur verið ráðandi í þessum málaflokki undanfarin átta ár og mér finnst kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn taki þetta ráðuneyti að sér og láti á það reyna hvort sú gagnrýni sem flokkurinn hefur haldið uppi um óráðsíu og auk- inn kostnað í kerfinu eigi rétt á sér. Það vildi ég gjarn- an sjá gerast. Raunar skil ég ekki af hverju heilbrigðismál eru ekki meira til umræðu en tilfellið er, ekki síst í ljósi þess hvað sjúklingum er boðið upp á. Aðstöðuleysi sjúklinga og starfsfólks á spítölunum er fáheyrt enda eru þessi hús flest hönnuð á fimmta áratug síðustu aldar og geta engan veginn þjónað sjúklingum í dag,“ segir Þorvaldur Ingvarsson. 262 Læknablaðið 2003/89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.