Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 12
RITSTJÓRNARGREINAR Mun blindum fjölga? Varðveisla lýðheilsu og blinduvarnir eru verkefni sem varða alla framtíðina. íslenskir augnlæknar hafa barist við gláku, sykursýkisblindu, letiaugu og augn- botnahrörnun í heila öld og náð ótrúlega miklum ár- angri. Hver hefði trúað því um miðja 20. öld þegar glákublinda var landlæg á íslandi að henni yrði nær útrýmt á 50 árum. Þessi sigur hefur unnist hægt og sígandi, en hann getur tapast jafn örugglega ef grund- vellinum er kippt undan almennum blinduvörnum á íslandi. Það er auðvelt að gefa lýðheilsu og blindu- vömum lítinn gaum þegar ástandið er jafn gott og nú, en það væri ógæfa að snúa við þeim árangri sem hef- ur náðst í blinduvörnum og horfa upp á vaxandi fjölda blindra Islendinga á komandi árum og áratug- um. Vandinn er að fáir eru til að veija hagsmuni þeirra sem verða blindir í framtíðinni. Almennir hags- munir og almannaheill eiga alltaf erfitt uppdráttar gegn einbeittum og skipulögðum sérhagsmunum. Augnlæknar bregðast við vegna þekkingar sinnar og reynslu á þessu sviði, en hagsmunir þeirra í málinu eru takmarkaðir. Þeir sem þennan pistil skrifa hafa lítilla sem engra hagsmuna að gæta í deilum um starfsréttindi sjóntækjafræðinga. Málið snýst í raun um viðskiptafrelsi gleraugna- sala annars vegar og gæðakröfur heilbrigðisþjónustu og blinduvarnir hins vegar. Mynd 1. Hlutfallsleg minnkun sjónskerðingar og blindu afvöldum gláku á íslandi 1988-2002. Mynd- in sýnir hlutfaU glákusjúk- linga af heildarfjölda blindra og sjónskertra. Menntunar- og gæðastaðall nauðsynlegur I yfirstandandi deilu um gleraugnamælingar koma til álita sjónarmið um lýðheilsu og blinduvarnir, mennt- unarkröfur, meðal annars í alþjóðlegu samhengi, við- skiptafrelsi og atvinnufrelsi. Þessi sjónarmið stangast að nokkru leyti á og alþjóðleg viðmiðun gefur mis- munandi niðurstöður eftir því hvaða lönd er miðað við. Enda þótt fæst lönd haldi fullkomnar blinduskrár og séu með nákvæmar upplýsingar um alla lýðheilsu í augnlækningum þá er Ijóst að tíðni blindu meðal ís- lendinga er meðal því lægsta ef ekki það lægsta sem til er í heiminum. Þetta sýna rannsóknir (10). Það er því hætta á að breytingar og sérstaklega breytingar sem lækka menntunarstig þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem að augnheilsu standa muni draga úr þessum ár- angri, enda þótt nokkur ár muni líða áður en slíkt verður mælanlegt. Hér skiptir auðvitað máli hvaða gæða- og menntunarstaðall verður settur. í mörgum löndum, svo sem Bandaríkjunum og Bretlandi, er krafist margra ára háskólanáms fyrir optometrista. íslenskir sjóntækjafræðingar hafa mjög mismunandi menntun. Sumir fengu réttindi án nokkurrar formlegrar menntunar þegar lög um starfsgreinar voru setl 1984, flestir hafa lokið iðnnámi og fáir ef nokkrir lokið háskólaprófi eins og krafist er í ýmsum nágrannalöndum. Heimildlr 1. Björnsson G. Prevalence and causes of blindness in Iceland. Am J Ophthalmol 1955; 39: 202-8. 2. Jónasson F, Sasaki K, Sverrisson Þ, Stefánsson E, Amarsson A, Jónsson V, et al. Glaucoma, epidemiology and detection in Iceland. Reykjavik Eye Study. Acta Ophthalmol Scand 1998; 76 (6): 749. 3. Klein B, Klein R, Sponsel WE, Franke T, Cantor LB, Martone J, et al. Prevalence of glaucoma. The Beaver Dam Eye Study. Ophthalmology 1992; 99:1499-504. 4. Vernon SA, Henry DJ, Cater L, Jones SJ. Screening for glau- coma in the community by none of ophthalmologically trained staff using semi-automated equipment. Eye 1990; 4: 89-97. 5. Ringvold A, Blika S, Elsás ST, Guldahl J, Brevik T, Hesstvedt P, et al. The middle Norway eye-screening study II. Prevalence of simple and capsular glaucoma. Acta Ophthalmol 1991; 69: 273-80. 6. Kristinsson JK. Diabetic Retinopathy. Screening and preven- tion of blindness. A doctoral thesis. Acta Ophthalmol Scand 1997; 75 (suppl. 223): 1-76. 7. Jerneld B, Algvere P. Visual acuity in a diabetic population. Acta Ophthalmolgica 1987; 65:170-7. 8. Nielsen NV. Diabetic Retinopathy I. The course of retinopaty in insulin-treated diabetics. A one year epidemiological study of diabetes mellitus on the Island of Falster, Denmark. Acta Ophthalmoligca 1984a; 60: 677-91. 9. Nielsen NV. Diabetic Retinopathy II. The course of retinopaty in diabetics treated with oral hypoglycaemic agents and diet regime alone. A one year epidemiological cohort study of dia- betes mellitus. The Island of Falster, Denmark. Acta Ophthal- mologica 1984b; 62: 266-73. 10. Guðmundsdóttir E, Jónasson F, Jónsson V, Stefánsson E, Sas- aki H, Sasaki K, et al. „With the rule“ astigmatism is not the rule in the elderly. Reykjavik Eye Study: A population based study of refraction and visual acuity in citizens of Reykjavik 50 years and older. Acta Ophthalmol Scand 2000: 78: 642-6. 188 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (15.03.2003)
https://timarit.is/issue/378389

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (15.03.2003)

Aðgerðir: